Fölsk lög Þórarinn Þórarinsson skrifar 24. maí 2019 07:00 „Hvers vegna eru lög og regla, til að fela hitt og þetta?“ Þessi spurning Bubba er brýn þessa dagana þegar smáborgaralegur vandlætingarkórinn reynir að gera heiðarlegt fólk tortryggilegt og ómarktækt með lagakrókum og regluflækjum. Stundum brýtur nauðsyn lög enda virðast þessi mannanna furðuverk oft hönnuð sem skálkaskjól. Hann er því eðlilega langur listinn yfir fólk sem hefur í gegnum tíðina breytt heiminum og bætt hann með lögbrotum í nafni sannleikans, réttlætis og mannréttinda. Tilhneigingin til þess að fordæma og refsa slíku andófsfólki í byrjun er rík en sagan dæmir okkur öll og styðst hvorki við lög né reglur og slettur eftir skítkast skolast fljótt af. Þau þurfa því ekki að grenja út uppreist æru og standa að lokum uppi sem sigurvegarar. Heimurinn væri tæplega skárri ef „krimmar“ á borð við Mandela, Gandhi, Martin Luther King, Rósu Parks, Julian Assange og Chelsea Manning og fleiri hefðu ekki tekið af skarið á ögurstundu. Bitlaus siðanefndarúrskurður þaggar heldur ekki niður í Þórhildi Sunnu sem tvíeflist bara við kerfislægt mótlætið. Afleiðingar ljótra orða sem féllu á Klaustri gufa ekki upp þótt Bára verði að eyða ólöglegum subbuskapnum. Það er að vísu ekki hægt þar sem allt mun þetta varðveitast í munnlegri geymd um ókomna tíð. Skepnuskapur Ísraela í Palestínu verður líka áfram jafn viðbjóðslegur og raunverulegur þótt Hatari verði dæmdur úr leik og Ísland í keppnisbann á þessum ólympíuleikum meðalmennskunnar fyrir þær skelfilegu sakir að lyfta bannfærðum veifum í meintu lýðræðisríki og skyggja aðeins á falska gleðina í Tel Avív. Kærleikurinn mun sigra! Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórarinn Þórarinsson Mest lesið Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Mannréttindi eða plakat á vegg? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Friðartillögur“ Bandaríkjamanna eru svik við Úkraínu Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Styrkur Íslands liggur í grænni orku Sverrir Falur Björnsson skrifar Skoðun Eftir hverju er verið að bíða? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fjölmenningarborgin Reykjavík - með stóru Effi Sabine Leskopf skrifar Skoðun Á öllum tímum í sögunni hafa verið til Pönkarar Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Hlutverk hverfa í borgarstefnu Óskar Dýrmundur Ólafsson skrifar Skoðun Gæludýraákvæðin eru gallagripur Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Glæpamenn í glerhúsi Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Það kostar að menga, þú sparar á að menga minna Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þolinmæði Hafnfirðinga er á þrotum! Kristín Thoroddsen skrifar Skoðun Hægagangur í samskiptum við bæjaryfirvöld Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Dagur mannréttinda (sumra) barna Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Sterk ferðaþjónusta skapar sterkara samfélag Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar Skoðun Alvöru tækifæri í gervigreind Halldór Kári Sigurðarson skrifar Skoðun Erum við í ofbeldissambandi við ESB? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun „Við lofum að gera þetta ekki aftur“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Sjá meira
„Hvers vegna eru lög og regla, til að fela hitt og þetta?“ Þessi spurning Bubba er brýn þessa dagana þegar smáborgaralegur vandlætingarkórinn reynir að gera heiðarlegt fólk tortryggilegt og ómarktækt með lagakrókum og regluflækjum. Stundum brýtur nauðsyn lög enda virðast þessi mannanna furðuverk oft hönnuð sem skálkaskjól. Hann er því eðlilega langur listinn yfir fólk sem hefur í gegnum tíðina breytt heiminum og bætt hann með lögbrotum í nafni sannleikans, réttlætis og mannréttinda. Tilhneigingin til þess að fordæma og refsa slíku andófsfólki í byrjun er rík en sagan dæmir okkur öll og styðst hvorki við lög né reglur og slettur eftir skítkast skolast fljótt af. Þau þurfa því ekki að grenja út uppreist æru og standa að lokum uppi sem sigurvegarar. Heimurinn væri tæplega skárri ef „krimmar“ á borð við Mandela, Gandhi, Martin Luther King, Rósu Parks, Julian Assange og Chelsea Manning og fleiri hefðu ekki tekið af skarið á ögurstundu. Bitlaus siðanefndarúrskurður þaggar heldur ekki niður í Þórhildi Sunnu sem tvíeflist bara við kerfislægt mótlætið. Afleiðingar ljótra orða sem féllu á Klaustri gufa ekki upp þótt Bára verði að eyða ólöglegum subbuskapnum. Það er að vísu ekki hægt þar sem allt mun þetta varðveitast í munnlegri geymd um ókomna tíð. Skepnuskapur Ísraela í Palestínu verður líka áfram jafn viðbjóðslegur og raunverulegur þótt Hatari verði dæmdur úr leik og Ísland í keppnisbann á þessum ólympíuleikum meðalmennskunnar fyrir þær skelfilegu sakir að lyfta bannfærðum veifum í meintu lýðræðisríki og skyggja aðeins á falska gleðina í Tel Avív. Kærleikurinn mun sigra!
Skoðun Hvað finnst Grindvíkingum? Jóhanna Lilja Birgisdóttir,Guðrún Pétursdóttir,Ingibjörg Lilja Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar