Bandaríska Talibananum sleppt úr haldi Samúel Karl Ólason skrifar 23. maí 2019 16:55 John Walker Lindh, eftir og fyrir hann var handsamaður í Afganistan árið 2001. Vísir/AP Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna. Afganistan Bandaríkin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira
Bandaríkjamanninum John Walker Lindh, sem barðist með Talibönum í Afganistan, hefur verið sleppt úr haldi eftir sautján ára fangelsisvist. Hann játaði að hafa gengið til liðs við Talibana eftir að hann var handtekinn þegar Bandaríkin réðust inn í landið árið 2001 og var upprunalega gert að sæta tuttugu ára fangelsisvist. Lindh var sleppt snemma í dag vegna góðrar hegðunar. Þeirri ákvörðun hefur þó ekki verið tekið vel í Bandaríkjunum. Frelsi hans fylgja þó ákveðin skilyrði sem dómari setti á af ótta við að Lindh styddi enn Talibana. Hann má ekki yfirgefa Bandaríkin og verður að setta ráðgjöf. Þá má hann ekki skoða áróður öfgasamtaka og öll hans samskipti á netinu verða að fara fram á ensku. Fylgst verður með netnotkun hans. Lindh var samkvæmt AP fréttaveitunni, mótfallinn þessu skilyrðum en mun hafa sæst við þau á endanum.Ennþá sagður ógna Bandaríkjunum Mike Pompeo, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, gagnrýndi ákvörðunina í dag og sagði Lindh enn ógna Bandaríkjunum. Hann hafi ekki snúið bakinu við öfgum Talibana og er það í samræmi við álit annarra.Foreign Policy birti árið 2017 grein um skýrslur yfirvalda þar sem sérfræðingar segja Lindh enn aðhyllast skilaboðum og markmiðum Talibana. Þar að auki segir blaðamaður Atlantic Magazine, sem hefur skrifast á við Lindh, að hann sýni ekki iðrun og að svo virðist sem að fangavist hans hafi breytt honum úr Talibana í ISIS-liða, samkvæmt BBC.Þar að auki segir NBC News að Lindh hafi sent bréf til sjónvarpsstöðvar NBC í Los Angeles árið 2015 þar sem hann sagði Íslamska ríkið vera að „vinna frábært starf“ í Írak og Sýrlandi.Fór ungur til Afganistan Skömmu eftir að Lindh var handsamaður í Afganistan árið 2001 var hann staðsettur í fangabúðum þar sem hópur Talibana gerði uppreisn. Einn bandarískur hermaður sem hét Johnny Michael Spann, lét lífið og var Lindh ákærður fyrir þátttöku hans í uppreisninni og morði hermannsins. Hann játaði að vera Talibani en neitaði að hafa komið að morði Spann. Fjölskylda hermannsins hefur þó mótmælt þeirri ákvörðun að sleppa Lindh harðlega. Gail Spann, móðir hermannsins, sagði fyrr á árinu að það að Lindh hafi ekki varað hann við uppreisninni sé til marks um að hann hafi svikið Bandaríkin. Þegar Lindh, sem fæddist árið 1981, var táningur tók hann upp íslamstrú eftir að hafa séð kvikmyndina Malcolm X. Hann fluttist til Jemen til að læra arabísku og fleira. Í nóvember árið 2000 flutti hann til Pakistan og þaðan fór hann til Afganistan og gekk til liðs við Talibana. Hann hitti Osama bin Laden og var með Talibönum í september 2001 þegar árásin var gerð á tvíburaturnana í New York. Við lok ársins var hann handsamaður af Afgönum sem studdu innrás Bandaríkjanna.
Afganistan Bandaríkin Mest lesið Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Flóttafólki fækkar verulega við landamæri Evrópu Hótar að svipta Harvardháskóla skattfrelsi Blaðamenn fangelsaðir vegna samstarfs við Navalní Líkir viðurkenningu á Palestínu við „sigur fyrir hryðjuverk“ Kyrrsetja þyrlufyrirtækið eftir banaslysið í New York Kveikti í ríkisstjórasetrinu og ætlaði að berja ríkisstjórann með hamri Frysta milljarða fjárveitingar til að refsa Harvard-háskóla Segir Selenskí ábyrgan fyrir stríðsástandinu Tveir skotnir til bana í Gautaborg Sæðisgjafar hafi feðrað tugi barna í trássi við lög Harvard háskólinn neitar að fylgja skilyrðum Trumps Arkitekt guðs skrefi nær dýrðlingatölu Leiðtogar fordæma mannskæða árás Rússa Neita enn að hleypa AP fréttamönnunum að Breyta stjórnarskránni til að banna gleðigönguna Íslenskir feðgar flugu með þyrlunni nokkrum tímum fyrir slysið Fordæma harkalega árás Rússa á Sumy Sjá meira