Lífeyrissjóðir eignast helmingshlut í HS Orku Stefán Ó. Jónsson skrifar 23. maí 2019 10:21 Jarðvarmavirkjunin að Svartsengi á Reykjanesi sem er í eigu HS Orku. Vísir/Vilhelm Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyrissjóða, hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn í HS Orku á tæplega 54 prósenta hlut kanadíska orkufyrirtækisins Innergex í HS Orku - og þannig eignast allt hlutafé í félaginu. Til hafði staðið að ástralski fjárfestingabankinn Macquarie myndi kaupa félagið Magma Energy Sweden A.B, sem fer með fyrrnefndan 54 prósent hlut, en með ákvörðun Jarðvarma verður ekkert af þeim viðskiptum. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma, að því er fram kemur í tilkynningu frá síðarnefnda félaginu. Í tilkynningu Innergex til kanadísku kauphallarinnar í morgun segir að kaupverðið sé 299,9 milljónir dala, jafnvirði um 37,3 milljarða króna. Markaðsvirði HS Orku, miðað við kaupverð Jarðvarma, er því um 69 milljarðar króna. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi Jarðvarma þann 9. apríl síðastliðinn. Fagfjárfestasjóðurinn ORK seldi Jarðvarma 12,7 prósent hlut sinn í HS orku í upphafi apríl síðastliðins fyrir um 8,5 milljarða króna. Fyrir kaupin á hlut ORK í apríl átti Jarðvarmi rúmlega þriðjungshlut í HS Orku. Samanlagt kaupverð Jarðvarma á hlutum ORK og og Inngex nema því um 47 milljörðum króna.Samhliða þessu mun nýtt félag, Blávarmi slhf., sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi eignast 30% hlut HS Orku í Bláa Lóninu. Kaupverð eignarhlutarins er um 15 milljarðar króna. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu voru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Ráðgjafar Jarðvarma í þessum viðskiptum voru Arctica Finance, SKR lögfræðiþjónusta og Advel lögmenn. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Eins og fram kemur í tilkynningu Innergex hófst söluferlið á eignarhlut félagsins í október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Rekstrartekjur félagsins árið 2018 voru 8,9 milljarðar króna. Haft er eftir Davíð Runólfssyni, stjórnarformanni Jarðvarma og Blávarma, í tilkynningu fyrrnefnda félagsins að með þessum viðskiptum skapist stöðugleiki um eignarhald á HS Orku til framtíðar. „Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Fram undan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa Lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í,“ segir Davíð. Eigendur Jarðvarma slhf eru: Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Festa - Lífeyrissjóður, Almenni Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður bænda Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Jarðvarma. Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Jarðvarmi slhf, félag 14 lífeyrissjóða, hefur ákveðið að nýta forkaupsrétt sinn í HS Orku á tæplega 54 prósenta hlut kanadíska orkufyrirtækisins Innergex í HS Orku - og þannig eignast allt hlutafé í félaginu. Til hafði staðið að ástralski fjárfestingabankinn Macquarie myndi kaupa félagið Magma Energy Sweden A.B, sem fer með fyrrnefndan 54 prósent hlut, en með ákvörðun Jarðvarma verður ekkert af þeim viðskiptum. Þá mun Ancala Partners, erlendur samstarfsaðili Jarðvarma í framhaldinu kaupa 50% hlut í HS Orku á móti Jarðvarma, að því er fram kemur í tilkynningu frá síðarnefnda félaginu. Í tilkynningu Innergex til kanadísku kauphallarinnar í morgun segir að kaupverðið sé 299,9 milljónir dala, jafnvirði um 37,3 milljarða króna. Markaðsvirði HS Orku, miðað við kaupverð Jarðvarma, er því um 69 milljarðar króna. Kaupin voru samþykkt á hluthafafundi Jarðvarma þann 9. apríl síðastliðinn. Fagfjárfestasjóðurinn ORK seldi Jarðvarma 12,7 prósent hlut sinn í HS orku í upphafi apríl síðastliðins fyrir um 8,5 milljarða króna. Fyrir kaupin á hlut ORK í apríl átti Jarðvarmi rúmlega þriðjungshlut í HS Orku. Samanlagt kaupverð Jarðvarma á hlutum ORK og og Inngex nema því um 47 milljörðum króna.Samhliða þessu mun nýtt félag, Blávarmi slhf., sem er í eigu sömu lífeyrissjóða og Jarðvarmi eignast 30% hlut HS Orku í Bláa Lóninu. Kaupverð eignarhlutarins er um 15 milljarðar króna. Ráðgjafar Innergex í söluferlinu voru kanadíski bankinn Bank of Montreal og íslenska ráðgjafarfyrirtækið Stöplar Advisory. Ráðgjafar Jarðvarma í þessum viðskiptum voru Arctica Finance, SKR lögfræðiþjónusta og Advel lögmenn. Ancala Partners er breskt sjóðastýringarfyrirtæki sem sérhæfir sig í evrópskum innviðafjárfestingum. Eins og fram kemur í tilkynningu Innergex hófst söluferlið á eignarhlut félagsins í október í fyrra. HS Orka er þriðji stærsti raforkuframleiðandi landsins og jafnframt eina orkufyrirtækið á Íslandi sem er í eigu einkafjárfesta. Rekstrartekjur félagsins árið 2018 voru 8,9 milljarðar króna. Haft er eftir Davíð Runólfssyni, stjórnarformanni Jarðvarma og Blávarma, í tilkynningu fyrrnefnda félagsins að með þessum viðskiptum skapist stöðugleiki um eignarhald á HS Orku til framtíðar. „Sérfræðiþekking Ancala á sviði endurnýjanlegrar orku og sameiginleg sýn okkar á þau tækifæri sem eru til staðar fyrir HS Orku til lengri tíma gerir Ancala að ákjósanlegum meðeiganda. Fram undan eru spennandi tækifæri við frekari uppbyggingu HS Orku. Þá er Bláa Lónið kjölfesta í íslenskri ferðaþjónustu sem hefur byggt upp sterkt alþjóðlegt vörumerki. Uppbygging síðustu ára skapar tækifæri til enn frekari vaxtar sem eigendur Blávarma hyggjast taka fullan þátt í,“ segir Davíð. Eigendur Jarðvarma slhf eru: Lífeyrissjóður verslunarmanna, Gildi - lífeyrissjóður, Frjálsi lífeyrissjóðurinn, Birta lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna ríkisins A-deild, Söfnunarsjóður lífeyrisréttinda, Festa - Lífeyrissjóður, Almenni Lífeyrissjóðurinn, Lífeyrissjóður Vestmannaeyja, Stapi lífeyrissjóður, Lífeyrissjóður starfsmanna Búnaðarbanka íslands, Lífsverk lífeyrissjóður, Eftirlaunasjóður atvinnuflugmanna og Lífeyrissjóður bænda Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning barst frá Jarðvarma.
Lífeyrissjóðir Orkumál Tengdar fréttir Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00 Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00 Mest lesið Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi Viðskipti innlent Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Viðskipti innlent „Það verður andskoti flókið“ Viðskipti innlent „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðskipti innlent Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn Viðskipti innlent Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Viðskipti erlent Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Viðskipti innlent Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Viðskipti innlent Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Viðskipti innlent Búið að greiða laun og barnabætur Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segir stjórnendur ætla að skilja skuldirnar eftir á Íslandi „Það verður andskoti flókið“ Kaupfélagið á bak við risaviðskipti í Iceland Seafood Múlakaffi nýtir farþegamiðstöðina yfir veturinn „Við munum gæta réttar kröfuhafa í hvívetna“ Viðkvæm staða í björgunaraðgerðum Play Europe Horfa fram á tugmilljarða samdrátt og bíða í ofvæni eftir loðnufréttum Hætti korteri eftir peppfund með Möltufólkinu Isavia gefur strandaglópum engin grið Ásgeir og Darri til Landslaga Sahara og Olís tilnefnd til tvennra alþjóðlegra verðlauna Hvetur stjórnvöld til að veita ferðaskrifstofum lán eins og í Covid Búið að greiða laun og barnabætur Stefna á að hefja starfsemi á Möltu innan tíu vikna Snaps teygir anga sína út á Hlemm „Það er svo langt síðan að við höfðum ekki trú á Play“ Arnar Þór og Unnur Lilja skipta búi Play Bændaferðir færa sig í skemmtiferðasiglingar Fallið frá kröfum um neyðarfjarskipti á hálendinu Play með sex prósent flugsæta til og frá landinu Hrun í makríl og kolmunna Fall Play áfall en að einhverju leyti fyrirséð Segir ekki honum að kenna að Play hafi farið á hausinn Eðlilegt ef farið verður yfir eftirlit með flugfélögum Höggið á íslenska ferðaþjónustu ætti að vera takmarkað Þjóðarskútan sé „vel í stakk búin til að sigla milli skers og báru í úfnum sjó“ Gjaldþrotaskiptabeiðni Play tekin fyrir í héraðsdómi Atvinnuleysi 5,3 prósent í ágúst Kalla ráðherra og forstjóra Samgöngustofu fyrir samgöngunefnd Hækkun flugfargjalda muni skila sér í meiri verðbólgu Sjá meira
Vilja nýta kaupréttinn í HS Orku Tillaga stjórnar Jarðvarma, sem er í eigu fjórtán lífeyrissjóða, um að ganga inn í viðskipti um kaup á 54 prósenta eignarhlut í HS Orku var samþykkt á hluthafafundi félagsins í gærmorgun. 10. apríl 2019 07:00
Lífeyrissjóðir bæta við sig um 13 prósenta hlut í HS Orku Jarðvarmi hefur keypt hlut fagfjárfestasjóðsins ORK fyrir um 8,5 milljarða. Á um 46 prósent eftir kaupin. 8. apríl 2019 09:00