Sendi nektarmyndir af barnsmóður sinni á yfir 200 netföng Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 23. maí 2019 06:00 Úr húsnæði Landsréttar í Kópavogi. Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með dreifingu nektarmynda af henni, skuli sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent myndirnar á 235 netföng og að hafa birt þær á samfélagsmiðlum. Myndirnar á hann meðal annars að hafa sent til fjölskyldu konunnar, vina hennar, foreldra barna í bekk sonar þeirra og fleiri. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins hafi hafist í febrúar þegar konan lagði fram kæru á hendur manninum. Hún lýsti því í skýrslutökum að síðastliðin fjögur ár hefði maðurinn beitt hana miklu andlegu ofbeldi, og sagði hann hafa tryllst þegar hún vísaði honum út af heimili sínu. Í kjölfarið hefði hann byrjað að dreifa um tuttugu nektarmyndum af henni, sparkað í síðu hennar, hellt yfir hana mjólk og slegið son þeirra kinnhest. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að í febrúar og mars hafi 121 tölvupóstur verið sendur á 235 mismunandi netföng, en talið er að fleiri en einn viðtakandi geti verið að baki nokkrum þeirra póstfanga. Afrit af meirihluta tölvupóstanna var sent konunni. Maðurinn hefur neitað að tjá sig við lögreglu, að öðru leyti en því að hann kannist ekki við netföngin sem tölvupóstarnir voru sendir úr. Héraðsdómur féllst á að rökstuddur grunur væri um að hann hefði gerst sekur um brotin, og taldi ekki útilokað að hann gæti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, gangi hann laus. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira
Landsréttur staðfesti í gær að karlmaður sem grunaður er um að hafa beitt barnsmóður sína kynferðislegu ofbeldi, meðal annars með dreifingu nektarmynda af henni, skuli sæta tveggja vikna gæsluvarðhaldi. Maðurinn er grunaður um að hafa sent myndirnar á 235 netföng og að hafa birt þær á samfélagsmiðlum. Myndirnar á hann meðal annars að hafa sent til fjölskyldu konunnar, vina hennar, foreldra barna í bekk sonar þeirra og fleiri. Fram kemur í úrskurðinum að rannsókn málsins hafi hafist í febrúar þegar konan lagði fram kæru á hendur manninum. Hún lýsti því í skýrslutökum að síðastliðin fjögur ár hefði maðurinn beitt hana miklu andlegu ofbeldi, og sagði hann hafa tryllst þegar hún vísaði honum út af heimili sínu. Í kjölfarið hefði hann byrjað að dreifa um tuttugu nektarmyndum af henni, sparkað í síðu hennar, hellt yfir hana mjólk og slegið son þeirra kinnhest. Rannsókn lögreglu leiddi í ljós að í febrúar og mars hafi 121 tölvupóstur verið sendur á 235 mismunandi netföng, en talið er að fleiri en einn viðtakandi geti verið að baki nokkrum þeirra póstfanga. Afrit af meirihluta tölvupóstanna var sent konunni. Maðurinn hefur neitað að tjá sig við lögreglu, að öðru leyti en því að hann kannist ekki við netföngin sem tölvupóstarnir voru sendir úr. Héraðsdómur féllst á að rökstuddur grunur væri um að hann hefði gerst sekur um brotin, og taldi ekki útilokað að hann gæti torveldað rannsókn málsins, svo sem með því að eyða rafrænum sönnunargögnum, gangi hann laus.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Kynferðisofbeldi Mest lesið Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Erlent Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Innlent Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Erlent Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Innlent Óttast gremju uppgjafahermanna í Rússlandi Erlent „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Innlent Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Innlent Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Innlent „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Innlent Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Erlent Fleiri fréttir Quang Le stefnir Landsbankanum Fékk milljón vegna afmælis kattarins Ríkisstjórnin feli sig á bak við mistök þeirrar fyrri Um 100 þúsund lömbum slátrað hjá SS á Selfossi „Ísland á betra skilið“ Biður þingmenn að gæta orða sinna Stefnuræða forsætisráðherra á dagskrá í kvöld Óásættanlegt hversu margir falla fyrir eigin hendi Áhyggjuefni að menn missi stjórn á atburðarásinni Fundu fyrir jarðskjálfta í Hveragerði Kærður fyrir fjársvik fyrir að neita að borga Einbeittur brotavilji og óásættanlegur fjöldi sjálfsvíga Ellefu vilja vera ritstjóri Kveiks Samfélagslega mikilvæg innviðafjárfesting að efla íslenska tungu Alþingi efnir til stefnuræðubingós Stúdentar klóra sér í kollinum yfir hækkun Loga Húsbrot á höfuðborgarsvæðinu: Oft sama fólkið sem brýst ítrekað inn í fleiri fjölbýlishús „Sérstök“ ræða forseta sem hafi hoppað á umræðuvagninn Segir gott að brugðist var við með valdi og NATO þurfi að sýna styrk Stilltu til friðar á óformlegum fundi í gær Talinn ógn við samfélagið og vísað úr landi Hugsanlega verið að reyna á einingu NATO-ríkja Hrókeringar í þingnefndum og Grímur segir af sér Rússneskir drónar í pólskri lofthelgi og „sérstök“ ræða forseta Íslands Tekist á um hvort framlag í séreign sé launagreiðsla Mikill meirihluti óánægður með leigubílamarkaðinn „Ég hef alveg heyrt mun verri hugmyndir en þetta“ Stjórnarandstaðan þurfi ný tæki í hendur eftir darraðardans sumarsins Með töskurnar fullar af marijúana Umboðsmaður afgreiddi 566 mál og skilaði 21 áliti Sjá meira