IV. orkupakkinn samþykktur Ari Brynjólfsson skrifar 23. maí 2019 06:00 Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð í átt að hreinni orkugjöfum. Fréttablaðið/stefán „Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun. Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira
„Þetta snýst um að það er verið að bregðast við áskorunum á orkumörkuðum sem að tengjast markmiðum ESB að auka, og á endanum nýta eingöngu, hreina orkugjafa. Svona breytingar eru ekki gerðar nema vegna áskorana. Þetta er ekki gert af því bara,“ segir Kristín Haraldsdóttir, lektor við lagadeild HR og sérfræðingur í orkurétti. Í gær samþykkti ráðherraráð ESB síðustu fjórar gerðirnar í fjórða orkupakkanum, oft kallaður vetrarpakkinn. Búið var að samþykkja fyrstu fjögur atriðin [MOU1] , það fyrsta í maí í fyrra og þrjú í desember síðastliðnum. Með samþykkt ráðherraráðsins lýkur þriggja ára vegferð sem á að tryggja lagalega umgjörð utan um breytingar í átt að hreinni orkugjöfum. Kristín, sem er vel kunnug þriðja orkupakkanum, segir fjórða orkupakkann að mestu leyti snúast um að þörf er á að nálgast markmið ESB sem tengjast orkumálum með heildstæðum hætti. Þessi orkupakki snýr að markmiðum um innri markað með raforku og þá sérstaklega vernd neytenda, loftslagsmarkmið sem snerta meðal annars notkun hreinna og endurnýjanlegra orkugjafa og markmiðum um orkuöryggi,“ segir Kristín. „Ætlunin er að stuðla að því að aðgerðir sem gripið er til til þess að ná einu markmiði vinni ekki gegn öðru. Það er verið að bregðast við áskorunum sem m.a. tengjast því að raforkumarkaðurinn er að verða samtengdari og ýmis stjórnunarleg og tæknileg vandamál sem eru því samfara.“ Aukin notkun óstöðugra orkugjafa, eins og sólar- og vindorku, fela í sér kerfisleg vandamál, auk þess sem hvatar til að auka notkun hreinna orkugjafa hafi leitt til þess að dregið hefur úr fjárfestingum í stöðugri orkugjöfum á borð við kjarnorku.Kristín Haraldsdóttir, lektor við Háskólann í Reykjavík„Með því er dregið úr orkuöryggi. Síðast en ekki síst eru raforkumarkaðir að breytast og smærri framleiðendur og raforkunotendur hafa orðið mikilvægari leikendur á framboðshliðinni. Til þess að styðja við þessa þróun þarf að uppfæra kerfin og reglurnar.“ Fram kemur í fréttatilkynningu frá Evrópuráðinu að stefnt sé að því að 32 prósent allrar orku innan ESB komi frá endurnýjanlegum orkugjöfum. Er það gert til að ná markmiðum Parísarsamkomulagsins um að draga úr notkun jarðefnaeldsneytis. Sem dæmi um það sem fjórði orkupakkinn tæklar eru sólar- eða vindorka sem fólk framleiðir sjálft. Geta einstaklingar og fyrirtæki framleitt eigin orku. Ef til verður umframorka fer hún inn á sameiginlega dreifikerfið, og verður mælt með þartilgerðum snjallmælum. Reglugerðirnar sem snúa meðal annars að hreinum og endurnýjanlegum orkugjöfum voru samþykktar á síðasta ári, þessar sem voru samþykktar í gær voru umdeildari og snúa m.a. að stjórnskipan. „Upphaflegu tillögurnar gerðu ráð fyrir því að ACER fengi meira hlutverk en nú er gert ráð fyrir. Orkumál eru viðkvæm víðar en á Íslandi.“ Það er alls óvíst hvenær fjórði orkupakkinn kemur til kasta Alþingis. „Tíminn sem það tók að afgreiða þriðja orkupakkann hjá sameiginlegu EES-nefndinni, nærri 10 ár, var óvenjulega langur. Sérstaklega þar sem efni hans átti klárlega undir EES-samninginn,“ segir Kristín. Fjórði orkupakkinn tekur gildi 1. janúar 2020. Hafa þá aðildarríkin 18 mánuði til að innleiða hann. Í tilviki Íslands fer hann fyrst inn á borð sameiginlegu EES-nefndarinnar. Þar þarf að meta hvort allt sem í honum er falli undir EES-samninginn og hvort þörf sé á að semja um aðlögun.
Birtist í Fréttablaðinu Loftslagsmál Orkumál Þriðji orkupakkinn Mest lesið Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Innlent „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Innlent „Brast eitthvað innra með mér og ég sá að ekki var allt með felldu“ Innlent MAST búið að snúa hnífnum Innlent Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Innlent Þórunn biðst afsökunar: „Bara mannleg eins og annað fólk“ Innlent Hiti gæti náð upp undir 10 gráður Veður „Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk“ Innlent Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Innlent Þakkar fyrir að hafa ekki verið búinn að rýja kindurnar Innlent Fleiri fréttir Hvelfingin um Tsjernobyl-verið stöðvar ekki kjarnorkugeislun Telja Evrópu traðka niður andóf gegn Úkraínustríðinu Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Vellinum í Edinborg lokað um stund og seinkanir mögulegar Norðmenn kaupa langdræg vopn og kafbáta fyrir milljarða Biðla til Belga en tvær tillögur á borðinu Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Óheimilt að skjóta niður ólöglega dróna nema af þeim stafi hætta Krefja Farage um heiðarleika og afsökunarbeiðni Færeyingar rýmka verulega lög um þungunarrof Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Handtóku sprengjumann eftir nærri því fimm ára leit Ógnaði öryggi hermanna með Signal-spjalli Vöruðu við því að Bandaríkin gætu svikið Úkraínu og Evrópu Telja Pútín siðferðislega ábyrgan fyrir dauða breskrar konu Dæmdur í fangelsi fyrir að selja Perry ketamín Leggja fram áætlun um haldlagningu frystra sjóða Rússa Braust inn í vínbúð og „drapst“ á klósettinu Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Rússneskur geimfari sakaður um njósnir Náðar Demókrata sakaðan um mútuþægni Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Lögregla vaktar hægðir meints skartgripaþjófs Stöðva afgreiðslu umsókna innflytjenda frá nítján ríkjum Hefja aftur leit að MH370 Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Engin niðurstaða á annars „gagnlegum“ fundi Fyrrverandi forseti Hondúras laus eftir náðun Trumps Segist tilbúinn í stríð við Evrópu Sjá meira