Kallaður nauðgari og beittur ofbeldi án þess að vita ástæðuna fyrir því Nadine Guðrún Yaghi skrifar 22. maí 2019 19:30 26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ungur maður, sem hinn dæmdi þóttist vera til að nálgast konuna, ítrekað áreittur vegna málsins en vissi ekki hverju það sætti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Maðurinn, sem hafði kynnst konunni í framhaldsskóla, stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður sem konan kannaðist við. Þar áttu sér stað samskipti í tuttugu mánuði en alltaf hélt konan að hún væri að tala við hinn unga manninn. Í gegnum falskan Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum og taka þau upp og senda sér. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann henni í gíslingu.Með alvarlegri málum Þá leitaði konan til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í maí árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu unga mannsins. Frá Bjarkarhlíð fór málið til lögreglu þar sem kom í ljós að sá sem konan taldi sig hafa verið í samskiptum við allan tímann og hitt á hótelinu reyndist vera annar maður, hinn dæmdi. Héraðsdómur Reykjaness dæmi manninn í fjögurra ára fangelsi í gær, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur og rúmlega 7 milljónir í sakarkostnað. Dómurinn var skýr um að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. „Þetta er með alvarlegri málum sem við sjáum,“ segir Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Alvarleikinn felist í blekkingunni. „Og síðan þessi mikli sálfræðihernaður sem fer fram í gegn um samfélagsmiðlininn,“ segir Ragna Björg. Hafði gríðarleg áhrif á unga manninn Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem var allan tímann ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið, málið fyrir sitt leiti til lögreglu. Málið hafði gríðarleg áhrif á unga manninn enda grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Ungi maðurinn var til dæmis ítrekað áreittur af ýmsum aðilum án þess að vita ástæðuna fyrir því. Hann var beittur ofbeldi og kallaður nauðgari en áttaði sig ekki á því af hverju hann sætti slíku áreiti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Samfélagsmiðlar geti verið stórhættulegir Ragna Björg segir að með vaxandi tækni hafi umfang stafræns kynferðisofbeldis aukist. Hún hafi þó ekki séð samfélagsmiðla notaða með þessum hætti áður.„Að bæði vera upphaf af samskiptunum og síðan notað til þess að ná fram valdi yfir einstaklingum og að vera þessi mikli skaðvaldur,“ segir Ragna Björg. Hún hvetur foreldra til að taka samtalið við börnin sín. „Eins vinsælt og þetta tæki er þá er það bara stórhættulegt,“ segir Ragna Björg. Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
26 ára karlmaður var í gær dæmdur í fjögurra ára fangelsi fyrir að hafa villt á sér heimildir í um tuttugu mánuði og þannig fengið unga konu til að eiga í kynferðislegum samskiptum við sig. Hann kúgaði hana til kynmaka með öðrum mönnum og nauðgaði henni á hótelherbergi þar sem hún hélt að hann væri annar maður. Verkefnastjóri í Bjarkarhlíð segir málið með alvarlegri kynferðisbrotamálum sem sést hafa. Samkvæmt heimildum fréttastofu var ungur maður, sem hinn dæmdi þóttist vera til að nálgast konuna, ítrekað áreittur vegna málsins en vissi ekki hverju það sætti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Hinn dæmdi var 22 til 24 ára þegar brotin áttu sér stað en konan tveimur árum yngri. Maðurinn, sem hafði kynnst konunni í framhaldsskóla, stofnaði snap-chat reikning þar sem hann þóttist vera annar ungur karlmaður sem konan kannaðist við. Þar áttu sér stað samskipti í tuttugu mánuði en alltaf hélt konan að hún væri að tala við hinn unga manninn. Í gegnum falskan Snapchat-reikning fékk maðurinn konuna til að hitta sig í tvígang á hóteli þar sem hann fór fram á hún yrði með bundið fyrir augu á meðan þau höfðu samræði. Konan taldi sig vera með hinum unga manninum. Þegar leið á samskiptin fór maðurinn að stjórna konunni með hótunum þar sem hann neyddi hana til að stunda kynferðismök með öðrum mönnum og taka þau upp og senda sér. Ella myndi hann birta myndir af konunni sjálfri. Þannig hélt hann henni í gíslingu.Með alvarlegri málum Þá leitaði konan til Bjarkarhlíðar, miðstöðvar fyrir þolendur ofbeldis, í maí árið 2017 vegna kynferðisofbeldis sem hún taldi sig hafa orðið fyrir af hálfu unga mannsins. Frá Bjarkarhlíð fór málið til lögreglu þar sem kom í ljós að sá sem konan taldi sig hafa verið í samskiptum við allan tímann og hitt á hótelinu reyndist vera annar maður, hinn dæmdi. Héraðsdómur Reykjaness dæmi manninn í fjögurra ára fangelsi í gær, auk þess sem hann var dæmdur til að greiða konunni 1,5 milljónir króna í miskabætur og rúmlega 7 milljónir í sakarkostnað. Dómurinn var skýr um að ásetningur mannsins hafi verið einbeittur og brot hans alvarleg og óvenjuleg. „Þetta er með alvarlegri málum sem við sjáum,“ segir Ragna Björk Guðbrandsdóttir, verkefnastjóri hjá Bjarkarhlíð. Alvarleikinn felist í blekkingunni. „Og síðan þessi mikli sálfræðihernaður sem fer fram í gegn um samfélagsmiðlininn,“ segir Ragna Björg. Hafði gríðarleg áhrif á unga manninn Samkvæmt heimildum fréttastofu kærði hinn ungi maðurinn, sem var allan tímann ómeðvitaður um allt sem fram hafði farið, málið fyrir sitt leiti til lögreglu. Málið hafði gríðarleg áhrif á unga manninn enda grunaður um alvarlegt ofbeldi um nokkurra mánaða skeið. Ungi maðurinn var til dæmis ítrekað áreittur af ýmsum aðilum án þess að vita ástæðuna fyrir því. Hann var beittur ofbeldi og kallaður nauðgari en áttaði sig ekki á því af hverju hann sætti slíku áreiti fyrr en löngu eftir að brotin voru framin. Málið var látið niður falla þar sem það þótti ekki líklegt til sakfellingar. Samfélagsmiðlar geti verið stórhættulegir Ragna Björg segir að með vaxandi tækni hafi umfang stafræns kynferðisofbeldis aukist. Hún hafi þó ekki séð samfélagsmiðla notaða með þessum hætti áður.„Að bæði vera upphaf af samskiptunum og síðan notað til þess að ná fram valdi yfir einstaklingum og að vera þessi mikli skaðvaldur,“ segir Ragna Björg. Hún hvetur foreldra til að taka samtalið við börnin sín. „Eins vinsælt og þetta tæki er þá er það bara stórhættulegt,“ segir Ragna Björg.
Dómsmál Kynferðisofbeldi Lögreglumál Tengdar fréttir Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44 Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Innlent Þjófar réðust á starfsmann verslunar Innlent Fleiri fréttir „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Framkvæmdir á hólmanum í fullum gangi Þingmenn slá Íslandsmet Krefst svara frá MAST vegna eftirlits með blóðmerum Sjá meira
Dæmdur fyrir að nauðga og kúga unga konu til kynmaka með öðrum með því að þykjast vera annar maður Dæmdur í fjögurra ára fangelsi í Héraðsdómi Reykjaness í gær. 22. maí 2019 14:44