Reif upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar og Jóns Atla á ráðstefnu Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 22. maí 2019 17:28 Konan reif upp gjallarhorn og mótmælti. Mynd/Skjáskot Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík.Ráðstefnan ber yfirskriftina„Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og er haldin á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í samstarfi við Alþjóðlegan Jafnréttisskóla og rannsóknasetrið EDDU við Háskóla Íslands.Ráðstefnan var sett í morgun í Háskólabíói og héldu Katrín og Jón Atli ávörp. Við upphaf athafnarinnar steig einn ráðstefnugestur úr sæti sínu, tók upp gjallarhorn og ávarpaði salinn.„Það er fáranlegt og óásættanlegt að á feminískri ráðstefnu eins og þessari sem á að vera gagnrýnin á valdakerfi sé verið að samþykkja og fagna þeim sem taka þátt í kerfisbundnum ofsóknum á hendur minnihlutahópum,“ sagði konan meðal annars en ávarp hennar má sjá hér fyrir neðan.Protest of the immigration politics of the government of Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/cOHKtWEofM — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Beindist gagnrýnni hennar einkum að Jóni Atla og umdeildum samningi háskólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar á ungum hælisleitendum svo ákvarða megi aldur þeirra. Þá gagnrýndi hún Katrínu fyrir skort á áhuga á því að binda enda á ofbeldi sem hælisleitendur verða fyrir.Starfsmenn ráðstefnunnar gerðu heiðarlega tilraun til þess að vísa konunni úr salnum en eftir að hún bað um að fá að tala virtust þeir verða við ósk hennar. Þegar hún hafði lokið máli sínu klappaði salurinn.„Augnablik, ég vil koma þessum skilaboðum á framfæri, takk fyrir,“ sagði konan áður en hún hvatti ráðstefnugesti til að snúa baki í Katrínu og Jón Atla er þau fluttu ávörp sín. Átti það að vera táknræn aðgerð þar sem þau hefði að mati konunnar sem truflaði ráðstefnuna snúið baki við hælisleitendum.Katrín svaraði gagnrýni konunnar stuttlega í upphafi ávarps síns.„Ég ætla ekki að verja hvern króka og kima kerfisins sem sér um að meðhöndla umsóknir hælisleitenda. Ég mun hins vegar ekki samþykkja það að ég sé ábyrg fyrir evrópska lagaramannum um réttindi hælisleitenda,“ sagði Katrín áður en hún fjallaði um hvernig bandalag öfgahægriflokka í Evrópu hafi ráðist gegn innflytjendum og hælisleitendum og gert þá að blórabögglum fyrir það sem hefur farið úrskeiðis við hnattvæðingu undanfarinna ára.Some of the response from Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/J0ev31aUmy — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira
Mótmælandi greip upp gjallarhorn og mótmælti veru Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra og Jóns Atla Benediktssonar, rektor Háskóla Íslands á setningarathöfn ráðstefnu sem haldin er þessa dagana í Reykjavík.Ráðstefnan ber yfirskriftina„Border Regimes, Territorial Discourses and Feminist Politics“ og er haldin á vegum RIKK – Rannsóknastofnunar í jafnréttisfræðum í samstarfi við Alþjóðlegan Jafnréttisskóla og rannsóknasetrið EDDU við Háskóla Íslands.Ráðstefnan var sett í morgun í Háskólabíói og héldu Katrín og Jón Atli ávörp. Við upphaf athafnarinnar steig einn ráðstefnugestur úr sæti sínu, tók upp gjallarhorn og ávarpaði salinn.„Það er fáranlegt og óásættanlegt að á feminískri ráðstefnu eins og þessari sem á að vera gagnrýnin á valdakerfi sé verið að samþykkja og fagna þeim sem taka þátt í kerfisbundnum ofsóknum á hendur minnihlutahópum,“ sagði konan meðal annars en ávarp hennar má sjá hér fyrir neðan.Protest of the immigration politics of the government of Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/cOHKtWEofM — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019 Beindist gagnrýnni hennar einkum að Jóni Atla og umdeildum samningi háskólans við Útlendingastofnun um tanngreiningar á ungum hælisleitendum svo ákvarða megi aldur þeirra. Þá gagnrýndi hún Katrínu fyrir skort á áhuga á því að binda enda á ofbeldi sem hælisleitendur verða fyrir.Starfsmenn ráðstefnunnar gerðu heiðarlega tilraun til þess að vísa konunni úr salnum en eftir að hún bað um að fá að tala virtust þeir verða við ósk hennar. Þegar hún hafði lokið máli sínu klappaði salurinn.„Augnablik, ég vil koma þessum skilaboðum á framfæri, takk fyrir,“ sagði konan áður en hún hvatti ráðstefnugesti til að snúa baki í Katrínu og Jón Atla er þau fluttu ávörp sín. Átti það að vera táknræn aðgerð þar sem þau hefði að mati konunnar sem truflaði ráðstefnuna snúið baki við hælisleitendum.Katrín svaraði gagnrýni konunnar stuttlega í upphafi ávarps síns.„Ég ætla ekki að verja hvern króka og kima kerfisins sem sér um að meðhöndla umsóknir hælisleitenda. Ég mun hins vegar ekki samþykkja það að ég sé ábyrg fyrir evrópska lagaramannum um réttindi hælisleitenda,“ sagði Katrín áður en hún fjallaði um hvernig bandalag öfgahægriflokka í Evrópu hafi ráðist gegn innflytjendum og hælisleitendum og gert þá að blórabögglum fyrir það sem hefur farið úrskeiðis við hnattvæðingu undanfarinna ára.Some of the response from Katrin Jakobsdottir #NORAgender2019pic.twitter.com/J0ev31aUmy — Kristian Møller (@kristianmj) May 22, 2019
Hælisleitendur Reykjavík Skóla - og menntamál Mest lesið „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Innlent Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns Innlent Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Innlent Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Innlent Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Innlent Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Innlent „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ Innlent Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Innlent Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Innlent MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Innlent Fleiri fréttir Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Bílar fullir af bensínbrúsum séu úti um alla borg Áhyggjur af tollum ESB, olíuþjófur gómaður og fífldjarfir ferðamenn „Í minningu sonar - og allra þeirra sem aldrei komu heim“ MBA-nemi kvartaði og kveinaði en beið lægri hlut Hjólreiðamaður slasaður við Kerlingarfjöll Árekstur í Öxnadal Ung stúlka varð fyrir húsbíl og hljóp af vettvangi Vilja að ríkisstjórnin leggi allt kapp í að afstýra tollunum Sagði sig úr þingmannahóp: „Ég læt ekki nota mig í slíkum tilgangi“ Ekkert hægt að gera nema húseigendur kæri Segir afkomu hundraða ógnað með beinum hætti Mikil umferð á gosstöðvunum og óvissa á Grundartanga Gripinn glóðvolgur í skjóli nætur við að tappa af bílnum Sóttu veikan ferðamann í Loðmundarfjörð Óteljandi skiptin sem lögregla hefur þurft að vísa sömu mönnum út Vara fólk við því að ganga á nýrunnu hrauninu Stór jarðskjálfti í Vatnajökli Foreldrar ómeðvitaðir um fjárhagstjón barnanna í fjárhættuspilum Sjáanlega nóg komið þegar þjóðarleiðtogar taka undir Eldur í yfirgefnu húsi í Borgartúni Tvítugur Akureyringur með rafskutluleigu fyrir ferðamenn Þekktum Íslendingum lögð orð í munn með gervigreind Fulltrúar minnihlutans á einu um að tollarnir hafi ekki verið ræddir Gervigreind leggur Íslendingum orð í munn, bátabruni og veðrið um versló Atvinnubílstjóri með farþega undir áhrifum áfengis í vinnunni Sjá meira