Upphitun: Mónakó um helgina Bragi Þórðarson skrifar 23. maí 2019 06:00 Það myndast alltaf einstök stemning þegar Formúlan kemur til Mónakó Getty Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur í furstadæminu. Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramót ökumanna með sjö stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Mercedes hefur endað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins sem er met, ekkert lið hefur byrjað tímabil svona vel. „Tímabilið hefur vissulega byrjað vel hjá okkur, en við verðum að muna að Mónakó er mjög sérstök braut,“ hafði Valtteri Bottas að segja á blaðamannafundi á miðvikudag. Finninn bætti við að Mercedes liðið hefur yfirleitt ekki verið með hraðasta bílinn á götum Mónakó síðastliðin ár. Daniel Ricciardo stóð uppi sem sigurvegari í fyrra á sínum Red Bull. Í ár ekur hann fyrir Renault.GettyRed Bull gæti endað sigurgöngu MercedesRed Bull liðið gæti komið sterkt inn í furstadæminu. Max Verstappen, aðalökumaður liðsins, hefur reglulega verið hraðari en Ferrari ökumennirnir í ár. Eftir að liðið skipti yfir í Honda vélar fyrir tímabilið hefur hraðinn alltaf verið að aukast, ekki má gleyma því að Daniel Ricciardo vann Mónakó kappaksturinn í fyrra fyrir Red Bull. Það er ætíð mikil spenna fyrir þessum sögufræga kappakstri en oftar en ekki verða áhorfendur fyrir vonbrigðum. Formúlu bílarnir eru alltaf að verða stærri og því er nánast ómögulegt að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Tímatökurnar á laugardaginn gætu því haft meira að segja en kappaksturinn sjálfur á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með alla helgina í beinni á Stöð 2 Sport. Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira
Sjötta umferðin í Formúlu 1 fer fram á sögufrægum götum Mónakó um helgina. Mercedes hefur verið óstöðvandi það sem af er ári en Red Bull þykir líklegt að taka sigur í furstadæminu. Lewis Hamilton leiðir heimsmeistaramót ökumanna með sjö stiga forskot á liðsfélaga sinn, Valtteri Bottas. Mercedes hefur endað í fyrsta og öðru sæti í öllum keppnum ársins sem er met, ekkert lið hefur byrjað tímabil svona vel. „Tímabilið hefur vissulega byrjað vel hjá okkur, en við verðum að muna að Mónakó er mjög sérstök braut,“ hafði Valtteri Bottas að segja á blaðamannafundi á miðvikudag. Finninn bætti við að Mercedes liðið hefur yfirleitt ekki verið með hraðasta bílinn á götum Mónakó síðastliðin ár. Daniel Ricciardo stóð uppi sem sigurvegari í fyrra á sínum Red Bull. Í ár ekur hann fyrir Renault.GettyRed Bull gæti endað sigurgöngu MercedesRed Bull liðið gæti komið sterkt inn í furstadæminu. Max Verstappen, aðalökumaður liðsins, hefur reglulega verið hraðari en Ferrari ökumennirnir í ár. Eftir að liðið skipti yfir í Honda vélar fyrir tímabilið hefur hraðinn alltaf verið að aukast, ekki má gleyma því að Daniel Ricciardo vann Mónakó kappaksturinn í fyrra fyrir Red Bull. Það er ætíð mikil spenna fyrir þessum sögufræga kappakstri en oftar en ekki verða áhorfendur fyrir vonbrigðum. Formúlu bílarnir eru alltaf að verða stærri og því er nánast ómögulegt að taka framúr á þröngum götum Mónakó. Tímatökurnar á laugardaginn gætu því haft meira að segja en kappaksturinn sjálfur á sunnudaginn. Hægt verður að fylgjast með alla helgina í beinni á Stöð 2 Sport.
Formúla Mest lesið Dagur sló í gegn á sviðinu: „Gefið honum ríkisborgararétt“ Handbolti Pavel rýfur þögnina: „Þetta kemur Keflavík ekkert við“ Körfubolti Ekki komið að kveðjustund hjá Gunnari Nelson Sport Þunnskipuð og ísköld framlína ekki endilega stærsta vandamál Amorim Enski boltinn Franska stórliðið staðfestir komu Dags Handbolti Ný tækifæri fyrir syni Péturs: „Auðvitað saknar maður þess að vera með þeim“ Körfubolti Tiger syrgir móður sína Golf Sonur Jordans handtekinn með kókaín Körfubolti Markahrókur City varð fyrir kvenhatri og rasisma Enski boltinn Dagskráin í dag: Skytturnar hans Arteta Sport Fleiri fréttir Hamilton klessti Ferrari-inn á fyrsta degi Arftaki Hamiltons fékk bílprófið sex vikum fyrir fyrstu keppni tímabilsins Mun harðari refsingar á nýju formúlu 1 tímabili Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Sjá meira