Landsliðskona vill frekari rannsóknir á tengslum krossbandsslita og tíðahringsins Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 22. maí 2019 15:30 Jordan Nobbs missti af stærstu hluta tímabilsins með Arsenal og missir líka af HM í Frakklandi í sumar. Vísir/Getty Ensk landsliðskona í knattspyrnu sér mikil tengsl á milli krossbandsslita og tíðahringsins eftir að hafa fundið það á eigin skinni. Jordan Nobbs er frábær leikmaður en hún missir af HM kvenna í Frakklandi í sumar vegna slíkra hnémeiðsla. Hún er leikmaður Englandsmeistara Arsenal og enska landsliðsins. Hin 26 ára gamli miðjumaður hefur ekkert spilað síðan í nóvember þegar hún sleit krossband í leik á móti Everton.England and Arsenal midfielder Jordan Nobbs has called for more research into the links between cruciate knee ligament injuries and menstrual cycles. More https://t.co/PaBg2cGf8d#ChangeTheGamepic.twitter.com/FC9rlIwUFe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Nobbs er á því að tíðahringurinn hafi haft mikil áhrif þegar hún meiddist. Hún byrjaði á túr um morguninn á sama degi og hún sleit krossbandið á móti Everton. „Áður en ég meiddist þá vissi ég ekki af því að margar konur hafi slitið krossband þegar þær eru á túr,“ sagði Jordan Nobbs í viðtali við breska ríkisútvarpið. Rannsóknir benda til þess að krossbandsslit, alvarlegustu hnémeiðslin, séu algengari hjá konum en körlum. Ein af ástæðunum er að estrógen, hormón sem losnar þegar konur eru á túr, getur aukið á teygjanleika liðamóta. Það eykur síðan líkurnar á alvarlegri meiðslum þegar íþróttamaður snýr upp á hnéð. „Ég var mjög þreytt þessa viku og þetta var fyrsti dagurinn minn á túr. Ég er ekki að segja að þetta sé ástæðan en dæmin sýna að svo margar konur hafa meiðst svona á hné þegar þær voru á túr,“ sagði Jordan Nobbs sem er varafyrirliði enska landsliðsins þegar hún er heil.Jordan Nobbs thinks period was a "very high factor" in her picking up a knee injury. The Arsenal midfielder now wants more research to be done into the issue. More https://t.co/KJvEROyrok#ChangeTheGamepic.twitter.com/gndL2Y6PXe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Jordan Nobbs vill frekari rannsóknir á tíðahringnum og krossbandsslitum. „Ég vissi ekki mikið um krossbandið og bjóst aldrei við að slíta mitt. Það var barnalegt hjá mér,“ sagði Nobbs sem hefur spilað 56 leiki fyrir enska landsliðið. „Hvað vita félögin okkar, sjúkraþjálfararnir og vísindamennirnir mikið um stöðu mála þegar við erum á túr? Það þurfa að vera frekari rannsóknir á þessu svo að við getum passað upp á að íþróttafólk geri allt rétt til að minnka líkurnar á hnémeiðslum,“ sagði Nobbs. HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira
Ensk landsliðskona í knattspyrnu sér mikil tengsl á milli krossbandsslita og tíðahringsins eftir að hafa fundið það á eigin skinni. Jordan Nobbs er frábær leikmaður en hún missir af HM kvenna í Frakklandi í sumar vegna slíkra hnémeiðsla. Hún er leikmaður Englandsmeistara Arsenal og enska landsliðsins. Hin 26 ára gamli miðjumaður hefur ekkert spilað síðan í nóvember þegar hún sleit krossband í leik á móti Everton.England and Arsenal midfielder Jordan Nobbs has called for more research into the links between cruciate knee ligament injuries and menstrual cycles. More https://t.co/PaBg2cGf8d#ChangeTheGamepic.twitter.com/FC9rlIwUFe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Nobbs er á því að tíðahringurinn hafi haft mikil áhrif þegar hún meiddist. Hún byrjaði á túr um morguninn á sama degi og hún sleit krossbandið á móti Everton. „Áður en ég meiddist þá vissi ég ekki af því að margar konur hafi slitið krossband þegar þær eru á túr,“ sagði Jordan Nobbs í viðtali við breska ríkisútvarpið. Rannsóknir benda til þess að krossbandsslit, alvarlegustu hnémeiðslin, séu algengari hjá konum en körlum. Ein af ástæðunum er að estrógen, hormón sem losnar þegar konur eru á túr, getur aukið á teygjanleika liðamóta. Það eykur síðan líkurnar á alvarlegri meiðslum þegar íþróttamaður snýr upp á hnéð. „Ég var mjög þreytt þessa viku og þetta var fyrsti dagurinn minn á túr. Ég er ekki að segja að þetta sé ástæðan en dæmin sýna að svo margar konur hafa meiðst svona á hné þegar þær voru á túr,“ sagði Jordan Nobbs sem er varafyrirliði enska landsliðsins þegar hún er heil.Jordan Nobbs thinks period was a "very high factor" in her picking up a knee injury. The Arsenal midfielder now wants more research to be done into the issue. More https://t.co/KJvEROyrok#ChangeTheGamepic.twitter.com/gndL2Y6PXe — BBC Sport (@BBCSport) May 21, 2019Jordan Nobbs vill frekari rannsóknir á tíðahringnum og krossbandsslitum. „Ég vissi ekki mikið um krossbandið og bjóst aldrei við að slíta mitt. Það var barnalegt hjá mér,“ sagði Nobbs sem hefur spilað 56 leiki fyrir enska landsliðið. „Hvað vita félögin okkar, sjúkraþjálfararnir og vísindamennirnir mikið um stöðu mála þegar við erum á túr? Það þurfa að vera frekari rannsóknir á þessu svo að við getum passað upp á að íþróttafólk geri allt rétt til að minnka líkurnar á hnémeiðslum,“ sagði Nobbs.
HM 2019 í Frakklandi Mest lesið Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Fótbolti Coote dómari í enn verri málum Enski boltinn Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Enski boltinn Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Fótbolti Gerði aðeins betur en mamma sín og jafnaði met landsliðsins Körfubolti Popovich fékk heilablóðfall Körfubolti Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Fótbolti Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Enski boltinn Rúnar frábær í sigri á gamla heimavelli sínum í Eyjum Handbolti Er HSÍ í samstarfi við Adidas eða ekki? Handbolti Fleiri fréttir Cristiano Ronaldo óttast að tími hans sé að renna út Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Martröð fyrir markakónginn í lokaumferðinni Coote dómari í enn verri málum Misskemmtilegt kvöld hjá íslensku konunum í Meistaradeildinni Kanté fær fyrirliðabandið hjá Frökkum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Sá sem beit mótherja mætir ekki Íslandi Reiddist blaðamanni: „Þú ert alveg vonlaus“ Furða sig á fangelsisdómnum sem forsetinn fékk Tómas tryggði strákunum sigur á Aserum Skuldar engum neitt vegna Guðjohnsen nafnsins Blysin kostuðu 200 þúsund en engin refsing vegna brettamálsins Skagamenn sökuðu mbl um „smellubeitu“ en fá samt sekt Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Tengdasonur Roy Keane í enska landsliðinu Óþekkjanlegur Adriano: „Ég drekk á hverjum degi“ Hætt eftir drónaskandalinn Frönsk fótboltastjarna fékk fangelsisdóm fyrir kynferðisbrot Leika fyrir luktum dyrum í öðru landi eftir lætin í Amsterdam Markvörðurinn Mary fyrst á Madame Tussauds Guðný á leið í aðgerð og missir af næsta verkefni landsliðsins Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Fyrirliðinn Glódís Perla og Bayern enn með fullt hús stiga „Áran yfir Meistaravöllum er ólýsanleg“ Bruno til bjargar Arsenal í bílstjórasætið eftir stórsigur á Juventus Kristófer áfram í Kópavogi Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ten Hag gæti farið strax til Ítalíu Sjá meira