Stöðvum feluleikinn Bergsteinn Jónsson skrifar 22. maí 2019 07:00 Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Rúmlega 80 þúsund börn búa hér á landi. Nýjar tölur frá Rannsóknum og greiningu benda til þess að fleiri en 13 þúsund þeirra verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Sum hver daglega. Afleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi sem barn eru margfaldar á við fullorðna. Það sýna gögn sem bæði Stígamót og UNICEF á Íslandi hafa safnað. Á Íslandi ríkir feluleikur þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hann birtist meðal annars í því að fullorðnir bregðast of sjaldan við þegar þau grunar að barn sé beitt ofbeldi. Í flestum tilfellum veit fólk ekki til hvaða aðgerða er best að taka. Feluleikurinn birtist í því að börn þora oft ekki að segja frá. Feluleikurinn birtist auk þess í því að stjórnvöld hafa hingað til ekki tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegri festu og ekki haft fullnægjandi eftirlit með umfangi vandans. Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta jafnframt á stjórnvöld að standa vaktina. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að fara á slóðina www.unicef.is og skrifa undir ákall okkar. Saman sköpum við breiðfylkingu fólks á Íslandi sem heitir því að breyta samfélaginu fyrir börnin okkar. Breiðfylkingu hugsjónafólks sem vill læra hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi. UNICEF á Íslandi mun nota slagkraftinn sem myndast með undirskriftunum til að þrýsta á ríki og sveitarfélög að berjast enn harðar gegn ofbeldi gegn börnum. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn!Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Mest lesið Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Milljarðasóun í boði andvaraleysis – Illa farið með almannafé og fólk Davíð Bergmann Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ísland einn jaðar á einum stað? Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Skoðun Ný rannsókn með stórfrétt? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Eru kórallar á leið í sögubækurnar? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Frjálshyggja með fyrirvara Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Apar í fæðingarorlofi Haukur Þorgeirsson skrifar Skoðun Hvaða eðli? Viktor Orri Valgarðsson skrifar Skoðun Við þurfum Dóru Björt í borgarstjórn Íris Stefanía Skúladóttir skrifar Skoðun Samfylking til framtíðar Bjarnveig Birta Bjarnadóttir,Stein Olav Romslo skrifar Skoðun Steinunni í borgarstjórn Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Drengirnir á matseðlinum Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Ó borg, mín borg Eva Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Villtur lax má ekki vera fórnarkostnaður Dagur Fannar Ólafsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Raunsæi eða tálsýn? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Fjárfesting í vatni er fjárfesting í framtíðinni Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðræðisveisla Guðný Birna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mótmæli bænda í ESB náðu eyrum þingsins í Strassborg Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Borgin sem við byggjum er borg framtíðarinnar Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Um tvo frídaga að vetri: Annan nýjan, hinn eldri Guðmundur D. Haraldsson skrifar Skoðun Viðhaldsstjórnun Sveinn V. Ólafsson skrifar Skoðun Yfir 250 milljarðar út í loftið Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Inga Sæland Árný Björg Blandon skrifar Skoðun Afnám lagaskyldu til jafnlaunavottunar er gott - en gullhúðað Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Happafengur í Reykjavík Hjálmar Sveinsson skrifar Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Sjá meira
Ofbeldi er ein helsta ógn sem steðjar að börnum á Íslandi. Rúmlega 80 þúsund börn búa hér á landi. Nýjar tölur frá Rannsóknum og greiningu benda til þess að fleiri en 13 þúsund þeirra verði fyrir líkamlegu eða kynferðislegu ofbeldi fyrir 18 ára afmælisdaginn sinn. Sum hver daglega. Afleiðingar þess að verða fyrir ofbeldi sem barn eru margfaldar á við fullorðna. Það sýna gögn sem bæði Stígamót og UNICEF á Íslandi hafa safnað. Á Íslandi ríkir feluleikur þegar kemur að ofbeldi gegn börnum. Hann birtist meðal annars í því að fullorðnir bregðast of sjaldan við þegar þau grunar að barn sé beitt ofbeldi. Í flestum tilfellum veit fólk ekki til hvaða aðgerða er best að taka. Feluleikurinn birtist í því að börn þora oft ekki að segja frá. Feluleikurinn birtist auk þess í því að stjórnvöld hafa hingað til ekki tekið á ofbeldi gegn börnum af nægilegri festu og ekki haft fullnægjandi eftirlit með umfangi vandans. Í ljósi þessa kallar UNICEF eftir byltingu fyrir börn. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn, læra að bregðast við ofbeldi og þrýsta jafnframt á stjórnvöld að standa vaktina. Við hvetjum alla sem láta sig velferð barna varða að fara á slóðina www.unicef.is og skrifa undir ákall okkar. Saman sköpum við breiðfylkingu fólks á Íslandi sem heitir því að breyta samfélaginu fyrir börnin okkar. Breiðfylkingu hugsjónafólks sem vill læra hvernig á að bregðast við þegar grunur leikur á að barn sé beitt ofbeldi. UNICEF á Íslandi mun nota slagkraftinn sem myndast með undirskriftunum til að þrýsta á ríki og sveitarfélög að berjast enn harðar gegn ofbeldi gegn börnum. Við þurfum öll að taka höndum saman til að stöðva feluleikinn!Höfundur er framkvæmdastjóri UNICEF á Íslandi
Skoðun Formannsslagur FF – breytingar, samfella og spurningin um forgangsröðun Bogi Ragnarsson skrifar
Skoðun Gervigreindin er risi á brauðfótum: Hve tæpt stöndum við í raun? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar