Samkaup buðust til þess að hafa opið á næturnar Kristinn Ingi Jónsson skrifar 22. maí 2019 06:00 Samkaup reka verslanir Nettó. Fréttablaðið/Pjetur Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða. Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Forsvarsmenn Samkaupa, þriðju stærstu matvörukeðju landsins, buðust til þess hafa tvær verslanir á annars vegar Akureyri og hins vegar í Reykjanesbæ opnar allan sólarhringinn í sex mánuði og hafa jafnframt sama verð í sambærilegum verslunum keðjunnar um allt land til þess að liðka fyrir kaupum hennar á tveimur verslunum Basko í bæjarfélögunum. Samkeppniseftirlitið taldi sáttatillögur Samkaupa ekki ganga nógu langt til þess að leysa þau samkeppnislegu vandamál sem annars myndu leiða af kaupunum og ógilti þau. Þetta er á meðal þess sem fram kemur í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins í málinu sem birt var í síðustu viku. Í ákvörðuninni tekur eftirlitið sérstaklega fram að tillögur Samkaupa myndu ekki breyta þeirri staðreynd að með kaupunum hyrfi Basko, sem hefur rekið verslanir undir merkjum Iceland og 10-11, af matvörumarkaði og keppinautum fækkaði úr þremur í tvo á Akureyri og úr fjórum í þrjá í Reykjanesbæ. Stjórnendur Samkaupa, sem keyptu í fyrra tólf verslanir Basko á höfuðborgarsvæðinu, töldu hins vegar ekki forsendur til þess að bjóða fram skilyrði sem gengju lengra og bentu á að sáttatillögur keðjunnar væru henni verulega íþyngjandi, „enda hefðu nýlega verið samþykktir kjarasamningar sem sköpuðu verulega óvissu í rekstri verslananna og leiddu þeir sérstaklega til þess að næturopnun yrði félaginu enn þungbærari en áður hefði verið,“ eins og segir í ákvörðun Samkeppniseftirlitsins. Matvörukeðjan taldi að sáttatillögur hennar hefðu verið til þess fallnar að mæta þeim vanda sem eftirlitið taldi að stafaði af kaupunum, svo sem að þau myndu leiða til minni samkeppni á kvöldin og næturnar og eins þegar kæmi að verðlagningu. Eftirlitið lýsti sig ósammála því og sagði forsendur vart standa til þess að samþykkja kaupin á grundvelli hegðunarskilyrða.
Birtist í Fréttablaðinu Neytendur Samkeppnismál Tengdar fréttir Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33 Mest lesið Gervihjónabönd: Að eiga vinnueiginmann eða vinnueiginkonu Atvinnulíf Heiðrún Lind kaupir í Sýn Viðskipti innlent Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Viðskipti innlent Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Viðskipti innlent „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Viðskipti innlent Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Viðskipti innlent Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Viðskipti innlent Framkvæmdastjóri Olís: „Ekki hleypa henni að græjunum“ Atvinnulíf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Hryllingssögur og dæmi: „Slúbbertar halda heilu stofnunum í gíslingu“ Atvinnulíf Fleiri fréttir „Óhóflegt gjald“ fyrir símanotkun í Bretlandi heyri fljótt sögunni til Elín Tinna nýr framkvæmdastjóri 66°Norður á Íslandi Heiðrún Lind kaupir í Sýn Ráðin forstöðukona markaðsmála hjá Olís Eldri stjórnendur sætti sig oftar við slæma hegðun og frammistöðu Farþegum til Íslands fjölgaði um 21 prósent Ekkert tillit tekið til aðstæðna og ljóst að vöruúrval minnki Brutu lög við söluna á Íslandsbanka og greiða yfir 60 milljónir í sektir Pakkarnir séu langt frá því að vera sambærilegir Síminn má dreifa efni Sýnar Húrra opnar þriðju verslunina á höfuðborgarsvæðinu Segir félaginu skylt að skipta sér af „sorgarvegferð“ Play Seldu samheitalyf við hvítblæði og HIV fyrir hundruð milljóna Ráðin nýr fagstjóri hjá Íslandsstofu Greiddu eina krónu fyrir Mannlíf Aukið samstarf opni á fleiri tengimöguleika til vesturstrandar Bandaríkjanna Bein útsending: Sjálfbærnidagur Landsbankans Tekur við starfi forstjóra Samkaupa Hætta með spilakassa á Ölveri Bein útsending: Ársfundur Grænvangs - Samstarf til framtíðar Flytja Emmessís í Grafarvog 78 sagt upp í þremur hópuppsögnum Tveir nýir framkvæmdastjórar hjá Póstinum Segir „vanstilltan“ starfsmann Icelandair kominn úr skotgröfunum Ráðinn nýr fjárfestingastjóri Ísafold Capital Partners Þrjár ráðnar til Krafts Bein útsending: Morgunfundur Svansins: Harðar kröfur – Auðvelt val Opnuðu 64 ný hjúkrunarrými á Hrafnistu í Kópavogi Kaupa bræðurna út: „Við vorum sammála um að vinna ekki lengur saman“ Flestir ánægðir með söluna á Íslandsbanka Sjá meira
Ógilda kaup Samkaupa á tveimur verslunum Samkeppniseftirlitið hefur ógilt samruna sem áformaður var með kaupum Samkaupa hf. á tveimur verslunum Basko verslana ehf. á Akureyri og í Reykjanesbæ. 16. maí 2019 16:33