Arion tók þátt í 3,7 milljarða hlutafjáraukningu Stoða Hörður Ægisson skrifar 22. maí 2019 06:00 Jón Sigurðsson, stjórnarformaður Stoða. Arion banki, næststærsti hluthafi Stoða, tók þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins með því að leggja félaginu til rúmlega 700 milljónir króna í nýtt hlutafé og hið sama gerðu ýmsir lífeyrissjóðir sem eiga hver um sig lítinn hluta í Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og hefur á síðustu vikum fjárfest í Símanum og Arion banka fyrir samanlagt um 9 milljarða, nemur núna liðlega 20 prósentum. Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, ákvað hins vegar að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni, sem fór fram með forgangsréttarútboði til hluthafa og lauk síðastliðinn fimmtudag, en bankinn átti um 15 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu fyrir útboðið. Samtals söfnuðust um 3,7 milljarðar króna í forgangsréttarútboðinu, samkvæmt heimildum Markaðarins, en hluthafar gátu greitt fyrir nýja hluti í félaginu með bæði reiðufé eða hlutabréfum. Hluthafar sem áttu um 85 prósent af útistandandi hlutafé félagsins tóku þátt í útboðinu. Eigið fé Stoða var 18,3 milljarðar króna í lok mars og nemur því núna eftir hlutafjáraukninguna, sem var ætlað að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins, um 22 milljörðum króna. Markaðurinn upplýsti um það fyrir viku að Stoðir hefðu í hyggju að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna. Þá var einnig greint frá því að þreifingar hefðu átt sér stað að undanförnu við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Eignarhaldsfélagið S121, sem fer með meirihluta í Stoðum, lagði félaginu til um 2,3 milljarða króna í nýtt hlutafé og á núna um 64,6 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu, eins og greint var frá í flöggun til Kauphallarinnar í liðinni viku. Félögin Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Stoða, Einir, sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM, og Riverside Capital, sem er í eigu Örvars Kjærnested, stjórnarformanns TM, greiddu fyrir hlutafjárhækkun S121 í Stoðum með öllum bréfum sínum í tryggingafélaginu. Í kjölfarið eru Stoðir nú stærsti hluthafi TM með um tíu prósenta hlut. Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Sjá meira
Arion banki, næststærsti hluthafi Stoða, tók þátt í nýafstaðinni hlutafjáraukningu fjárfestingafélagsins með því að leggja félaginu til rúmlega 700 milljónir króna í nýtt hlutafé og hið sama gerðu ýmsir lífeyrissjóðir sem eiga hver um sig lítinn hluta í Stoðum, samkvæmt heimildum Markaðarins. Eignarhlutur Arion banka í Stoðum, sem er eitt stærsta fjárfestingafélag landsins og hefur á síðustu vikum fjárfest í Símanum og Arion banka fyrir samanlagt um 9 milljarða, nemur núna liðlega 20 prósentum. Landsbankinn, þriðji stærsti hluthafi Stoða, ákvað hins vegar að taka ekki þátt í hlutafjáraukningunni, sem fór fram með forgangsréttarútboði til hluthafa og lauk síðastliðinn fimmtudag, en bankinn átti um 15 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu fyrir útboðið. Samtals söfnuðust um 3,7 milljarðar króna í forgangsréttarútboðinu, samkvæmt heimildum Markaðarins, en hluthafar gátu greitt fyrir nýja hluti í félaginu með bæði reiðufé eða hlutabréfum. Hluthafar sem áttu um 85 prósent af útistandandi hlutafé félagsins tóku þátt í útboðinu. Eigið fé Stoða var 18,3 milljarðar króna í lok mars og nemur því núna eftir hlutafjáraukninguna, sem var ætlað að styrkja enn frekar fjárfestingargetu félagsins, um 22 milljörðum króna. Markaðurinn upplýsti um það fyrir viku að Stoðir hefðu í hyggju að auka hlutafé félagsins um allt að fjóra milljarða króna. Þá var einnig greint frá því að þreifingar hefðu átt sér stað að undanförnu við hóp fjárfesta, meðal annars sjóðastýringarfyrirtækið Stefni, sem hafa lýst yfir áhuga á að kaupa hlut Arion banka í Stoðum. Eignarhaldsfélagið S121, sem fer með meirihluta í Stoðum, lagði félaginu til um 2,3 milljarða króna í nýtt hlutafé og á núna um 64,6 prósenta hlut í fjárfestingafélaginu, eins og greint var frá í flöggun til Kauphallarinnar í liðinni viku. Félögin Helgafell, sem er stýrt af Jóni Sigurðssyni, stjórnarformanni Stoða, Einir, sem er í eigu Einars Arnar Ólafssonar, fyrrverandi forstjóra Skeljungs og stjórnarmanns í TM, og Riverside Capital, sem er í eigu Örvars Kjærnested, stjórnarformanns TM, greiddu fyrir hlutafjárhækkun S121 í Stoðum með öllum bréfum sínum í tryggingafélaginu. Í kjölfarið eru Stoðir nú stærsti hluthafi TM með um tíu prósenta hlut.
Birtist í Fréttablaðinu Íslenskir bankar Tengdar fréttir Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45 Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15 Mest lesið „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Viðskipti innlent Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ Atvinnulíf Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Viðskipti innlent Mayoral til Íslands Viðskipti innlent Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs Viðskipti innlent Verð í Bónus hækkað meira en í Krónunni Neytendur Arion tilkynnir um lækkun vaxta Viðskipti innlent Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Viðskipti innlent Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Viðskipti innlent Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Fjárfestar tóku vel í uppgjör Festi Fetar í fótspor Herra hnetusmjörs „Held þeir vilji hafa þetta á Samfylkingarpóstinum“ Öllum skerðingum aflétt Arion tilkynnir um lækkun vaxta Mayoral til Íslands Rafn Heiðar ráðinn veitingastjóri Olís Seldu hugvitið og ríkissjóður stórgræðir Íslandsbanki tilkynnir vaxtabreytingu Stór hópur komist nú í gegnum greiðslumat eftir 50 punkta lækkun Tollastríðið gæti haft gríðarleg áhrif á íslenskan efnahag Skagi skráð sem formlegt nafn samstæðunnar Bein útsending: Rökstyðja ákvörðun peningastefnunefndar Seðlabankinn lækkar vextina um 50 punkta Anna nýr sjóðstjóri hjá SIV eignastýringu Tugmilljarða hagsmunir í húfi Eyrir skuldlaus og með 62 milljarða hlut í JBT Marel Kjarninn farinn úr Heimildinni Frá Sjálfstæðisflokknum til Viðskiptaráðs Gísli Rafn til Rauða krossins Eiga von á um 10 þúsund gestum Fara í steininn ef þeir punga ekki út tveimur milljörðum innan mánaðar Jarðefnaeldsneytisbílar um fimmtungur nýskráðra fólksbíla Ráðin til fyrirtækjaráðgjafar Íslandsbanka Rafrettukóngur og Drekaeigandi sektaðir um 1,1 milljarð hvor 22 sagt upp í einu hópuppsögn janúarmánaðar Heimsfræg bangsaverksmiðja opnuð í Smáralind 40 prósent ódýrara að leigja af óhagnaðardrifnum félögum Vænta þess að eigendur hússins leysi málið Milla ráðin rekstrarstjóri hjá Ólafi Darra og félögum Sjá meira
Hlutafé Stoða aukið um allt að 4 milljarða Styrkja enn frekar fjárfestingargetu Stoða með forgangsréttarútboði til hluthafa. Fjárfest í Arion banka og Símanum fyrir um tíu milljarða. Hópur fjárfesta, meðal annars Stefnir, skoðar kaup á 18 prósenta hlut Arion í Stoðum. 15. maí 2019 07:45
Stoðir með um 4,5 prósenta hlut í Arion Fjárfestingafélagið Stoðir keypti um þriðjung af þeim tíu prósenta hlut sem Kaupþing seldi í síðustu viku. Er nú orðinn stærsti íslenski hluthafi bankans. 10. apríl 2019 06:15