Gefur þingmönnum lokatækfæri til að afgreiða Brexit Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifar 21. maí 2019 23:03 Theresa May, forsætisráðherra Bretlands. gETTY/Kirsty Wigglesworth Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn hafi lokatækifæri til að afgreiða Brexit eftir mánaðarmót. Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. Þegar hefur útgöngusáttmálinn sem ríkisstjórn Bretlands hefur samið við Evrópusambandið verið felldur þrisvar sinnum í breska þinginu. Theresa May er þó staðráðin í að fá sáttmálann samþykktan og mun leggja hann fram í fjórða sinn í fyrstu vikunni í júní. Munurinn nú er að May hefur lagt upp með tíu punkta aðgerðaráætlun sem fylgir sáttmálanum. Hún segir að í áætluninni megi finna eitthvað sem flestir flokkar ættu að geta sætt sig við. „Þessi nýi Brexit-samningur inniheldur miklar frekari breytingar til að standa vörð um efnahags- og stjórnskipunarleg heilindi Bretlands og sigla Brexit í höfn. Hann er klæðskerasaumuð lausn sem svarar sértækum áhyggjum allra hluta samfélagsins á Norður-Írlandi.“ Meðal þess sem felst í tíu punkta áætlun forsætisráðherrann er að ríkisstjórnin verði lagalega bindandi til að finna viðunandi lausn á framtíðarsambandi við Norður-Írlands án þess að það innlimist á tollasvæði Evrópusambandsins. Þar má finna fyrirheit um vinnuréttarlöggjöf sem tryggir jöfn réttindi á við réttindi verkamanna innan ESB og svipað ákvæði um umhverfislöggjöf svo eitthvað sé nefnt. Þá segir hún að samþykki þingið sáttmálann muni hún opna á þann valmöguleika þingsins að skjóta sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörgum Íhaldsmönnum hugnast ekki önnur þjóðaratkvæðagreiðsla og hafa þegar lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn nýja Brexitsáttmálanum. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt að nýji sáttmálinn sé lítið annað en endurvinnsla á fyrri sáttmálum sem þegar hafa verið felldir. Bretland Brexit Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að þingmenn hafi lokatækifæri til að afgreiða Brexit eftir mánaðarmót. Samþykki þingið nýjan Brexit-sáttmála forsætisráðherrans gæti farið fram þjóðaratkvæðagreiðsla um staðfestingu á honum. Þegar hefur útgöngusáttmálinn sem ríkisstjórn Bretlands hefur samið við Evrópusambandið verið felldur þrisvar sinnum í breska þinginu. Theresa May er þó staðráðin í að fá sáttmálann samþykktan og mun leggja hann fram í fjórða sinn í fyrstu vikunni í júní. Munurinn nú er að May hefur lagt upp með tíu punkta aðgerðaráætlun sem fylgir sáttmálanum. Hún segir að í áætluninni megi finna eitthvað sem flestir flokkar ættu að geta sætt sig við. „Þessi nýi Brexit-samningur inniheldur miklar frekari breytingar til að standa vörð um efnahags- og stjórnskipunarleg heilindi Bretlands og sigla Brexit í höfn. Hann er klæðskerasaumuð lausn sem svarar sértækum áhyggjum allra hluta samfélagsins á Norður-Írlandi.“ Meðal þess sem felst í tíu punkta áætlun forsætisráðherrann er að ríkisstjórnin verði lagalega bindandi til að finna viðunandi lausn á framtíðarsambandi við Norður-Írlands án þess að það innlimist á tollasvæði Evrópusambandsins. Þar má finna fyrirheit um vinnuréttarlöggjöf sem tryggir jöfn réttindi á við réttindi verkamanna innan ESB og svipað ákvæði um umhverfislöggjöf svo eitthvað sé nefnt. Þá segir hún að samþykki þingið sáttmálann muni hún opna á þann valmöguleika þingsins að skjóta sáttmálanum í þjóðaratkvæðagreiðslu. Mörgum Íhaldsmönnum hugnast ekki önnur þjóðaratkvæðagreiðsla og hafa þegar lýst því yfir að þeir muni greiða atkvæði gegn nýja Brexitsáttmálanum. Þá hefur Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, sagt að nýji sáttmálinn sé lítið annað en endurvinnsla á fyrri sáttmálum sem þegar hafa verið felldir.
Bretland Brexit Tengdar fréttir Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53 Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00 Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51 Mest lesið Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu Innlent Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Erlent „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Innlent Stofna ný samtök gegn ESB aðild Innlent Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Erlent Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Erlent Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Innlent Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Innlent Gæsluvarðhaldskröfu yfir grunuðum barnaníðingi hafnað Innlent Martraðakennd flugferð: „Það voru allir að öskra á Allah og hágrátandi“ Innlent Fleiri fréttir Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Mikil spenna í Minneapolis eftir banaskot ICE-liða Veikindi geimfara gætu flýtt heimför áhafnar geimstöðvar Segist hafa grænt ljós frá Trump fyrir frekari refsiaðgerðum gegn Rússum Enn mótmælt í Íran og átök að aukast Gervigreind Musk sögð hafa búið til kynferðislegar myndir af ellefu ára gömlum börnum Þingmaður Svíþjóðardemókrata tekin full undir stýri með kókaín í poka Trump-liðar hóta fauta Maduros sömu örlögum eða dauða Trump sé tilbúinn að ganga „eins langt og nauðsynlegt er“ gagnvart Grænlandi Sjá meira
Sleit viðræðum við May um Brexit Jeremy Corbyn, leiðtogi Verkamannaflokksins, tilkynnti nú í morgun að viðræðum hans og Theresu May, forsætisráðherra og leiðtoga Íhaldsflokksins, um úrgöngu Bretlands úr Evrópusambandinu væri lokið. 17. maí 2019 11:53
Johnson mælist vinsælastur Boris Johnson, fyrrverandi utanríkisráðherra Bretlands og einn helsti baráttumaðurinn fyrir útgöngu Breta úr Evrópusambandinu, mælist með mest fylgi í nýrri könnun YouGov um mögulega arftaka Theresu May sem leiðtogi flokksins. 18. maí 2019 09:00
Útgöngusamningur May enn fyrir breska þingið Frumvarp um að leiða útgöngusamninginn í bresk lög verður lagður fyrir breska þingið í byrjun júní. 14. maí 2019 21:51