Hækkun sjávarmáls gæti orðið tvöfalt meiri Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 16:41 Bangladess er eitt láglendasta ríki heims og er þegar hætt við flóðum. Með hækkandi sjávarstöðu gætu stór landsvæði þar sem milljónir búa horfið algerlega komi menn ekki böndum yfir losun sína á kolefni út í andrúmsloftið. Vísir/EPA Hraðari bráðnun jökla á Suðurskautslandinu og Grænlandi gæti þýtt að hækkun yfirborðs sjávar verði allt að tvöfalt meiri á þessari öld en talið hefur verið fram að þessu. Hækkun sjávarmáls gæti hrakið hundruð milljónir manna frá heimilum sínum. Spár um hækkun yfirborðs sjávar sem finna má í skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hafa gert ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um rétt innan við metra vegna loftslagsbreytinga á þessari öld. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og jöklar á landi bráðna. Vísindamenn hafa þó um nokkurt skeið varað við því að þær spár séu of varfærnar. Ný rannsókn sem birtist í Tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) bendir til þess að hækkun yfirborðs sjávar geti orðið allt að tvöfalt meiri. Hún byggist á mati sérfræðinga á örlögum íshellnanna á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram á núverandi hraða megi búast við að yfirborð sjávar hækki um 62 til 238 sentímetra að meðaltali fyrir lok aldarinnar. Í þessar svörtustu sviðsmynd um framtíðarhlýnun upp á allt að fimm gráður gætu um 1,79 milljónir ferkílómetra lands sokkið í sæ. Landsvæðin sem töpuðust yrðu þar að auki mikilvæg landbúnaðarsvæði eins og Nílarósar og stórir hlutar Bangladess. Vísindamennirnir vara við því að allt að tvö hundruð sinnum fleiri flóttamenn yrðu til við slíkar hörmungar en borgarastríðið í Sýrlandi hefur getið af sér.Svartsýnasta spáin en möguleg ef ekkert verður að gert Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°. Við efri mörkin telja vísindamenn að Grænlandsjökull verði helsta orsök hækkunar sjávarmáls af jöklum á landi. Verði hlýnunin meiri geti íshellurnar á Suðurskautslandinu orðið óstöðugar og hækkað sjávarstöðuna enn meira. Sjávarstaðan við Ísland er sérstaklega háð örlögum jökla á Suðurskautslandinu. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í fyrra var gert ráð fyrir að hækkunin við Ísland yrði töluvert minni en að meðaltali á jörðinni, mögulega aðeins 30-40% af henni. Skekkjumörkin væru þó mikil, fyrst og fremst vegna óvissu um hvernig bráðnun jökla á Suðurskautslandinu myndi þróast á öldinni. Líkurnar á dekkstu sviðsmyndinni sem dreginn er upp í nýju rannsókninni eru enn sem komið er sagðar litlar, eða um 5%. „Ef ég segði við þig að líkurnar væru einn á móti tuttugu að þú yrði fyrir bíl ef þú færir yfir götuna þá færirðu hvergi nærri henni,“ segir Jonathan Bamber, prófessor við Bristol-háskóla og einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um eina gráðu frá því að iðnbyltingin hófst. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi hefur verið meginuppspretta losunnar á gróðurhúsalofttegundunum sem valda hnattrænni hlýnun. Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Hraðari bráðnun jökla á Suðurskautslandinu og Grænlandi gæti þýtt að hækkun yfirborðs sjávar verði allt að tvöfalt meiri á þessari öld en talið hefur verið fram að þessu. Hækkun sjávarmáls gæti hrakið hundruð milljónir manna frá heimilum sínum. Spár um hækkun yfirborðs sjávar sem finna má í skýrslum milliríkjanefndar Sameinuðu þjóðanna um loftslagsbreytingar (IPCC) hafa gert ráð fyrir að yfirborð sjávar hækki um rétt innan við metra vegna loftslagsbreytinga á þessari öld. Sjávarstaðan hækkar eftir því sem sjórinn þenst út þegar hann hlýnar og jöklar á landi bráðna. Vísindamenn hafa þó um nokkurt skeið varað við því að þær spár séu of varfærnar. Ný rannsókn sem birtist í Tímariti bandarísku vísindaakademíunnar (PNAS) bendir til þess að hækkun yfirborðs sjávar geti orðið allt að tvöfalt meiri. Hún byggist á mati sérfræðinga á örlögum íshellnanna á Grænlandi og Suðurskautslandinu, að sögn breska ríkisútvarpsins BBC. Haldi losun manna á gróðurhúsalofttegundum áfram á núverandi hraða megi búast við að yfirborð sjávar hækki um 62 til 238 sentímetra að meðaltali fyrir lok aldarinnar. Í þessar svörtustu sviðsmynd um framtíðarhlýnun upp á allt að fimm gráður gætu um 1,79 milljónir ferkílómetra lands sokkið í sæ. Landsvæðin sem töpuðust yrðu þar að auki mikilvæg landbúnaðarsvæði eins og Nílarósar og stórir hlutar Bangladess. Vísindamennirnir vara við því að allt að tvö hundruð sinnum fleiri flóttamenn yrðu til við slíkar hörmungar en borgarastríðið í Sýrlandi hefur getið af sér.Svartsýnasta spáin en möguleg ef ekkert verður að gert Markmið Parísarsamkomulagsins er að halda hnattrænni hlýnun innan við 2°C og helst innan við 1,5°. Við efri mörkin telja vísindamenn að Grænlandsjökull verði helsta orsök hækkunar sjávarmáls af jöklum á landi. Verði hlýnunin meiri geti íshellurnar á Suðurskautslandinu orðið óstöðugar og hækkað sjávarstöðuna enn meira. Sjávarstaðan við Ísland er sérstaklega háð örlögum jökla á Suðurskautslandinu. Í vísindaskýrslu um áhrif loftslagsbreytinga á Íslandi sem gefin var út í fyrra var gert ráð fyrir að hækkunin við Ísland yrði töluvert minni en að meðaltali á jörðinni, mögulega aðeins 30-40% af henni. Skekkjumörkin væru þó mikil, fyrst og fremst vegna óvissu um hvernig bráðnun jökla á Suðurskautslandinu myndi þróast á öldinni. Líkurnar á dekkstu sviðsmyndinni sem dreginn er upp í nýju rannsókninni eru enn sem komið er sagðar litlar, eða um 5%. „Ef ég segði við þig að líkurnar væru einn á móti tuttugu að þú yrði fyrir bíl ef þú færir yfir götuna þá færirðu hvergi nærri henni,“ segir Jonathan Bamber, prófessor við Bristol-háskóla og einn aðalhöfunda rannsóknarinnar. Meðalhiti jarðar hefur þegar hækkað um eina gráðu frá því að iðnbyltingin hófst. Bruni manna á jarðefnaeldsneyti eins og kolum, olíu og gasi hefur verið meginuppspretta losunnar á gróðurhúsalofttegundunum sem valda hnattrænni hlýnun.
Grænland Loftslagsmál Suðurskautslandið Vísindi Tengdar fréttir Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30 Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17 Mest lesið Fjársöfnunin á borð lögreglu í enn eitt skiptið Innlent Ingibjörg æf vegna bókunar meirihlutans í borginni Innlent Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Erlent Reyndu að þvinga mann til að taka úr hraðbanka Innlent Fimmti úrskurðaður í varðhald Innlent Dregur ummælin til baka og biðst afsökunar Innlent Svara fyrir hylmingu í einu stærsta þjófnaðarmáli Íslandssögunnar Innlent Segir ummæli Ásthildar Lóu ekki samræmast stöðu hennar Innlent Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Erlent Egill Heiðar ráðinn Borgarleikhússtjóri Innlent Fleiri fréttir Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Forsvarsmenn Tesla gjalda varhug við tollaaðgerðum stjórnvalda Lúffar af ótta við enn meira niðurrif Trumps Finnar dæma norsk- rússneskan nýnasista fyrir stríðsglæpi í Úkraínu Ítrekar ósk Pólverja um bandarísk kjarnavopn Vínkaup-og veitingamenn uggandi vegna hótana um ofurtolla „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Gerir lítið úr tilkalli Dana til Grænlands Segist opinn fyrir vopnahléi en hafnar tillögu Trumps Vörpuðu sprengju á heimili leiðtoga Íslamsks jíhad Hélt stjúpsyni sínum föngnum í tuttugu ár Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Vonska vegna vambaráns áhrifavalds í Ástralíu Umhverfisvernd ekki lengur meðal markmiða EPA Saka Ísraela um kerfisbundin mannréttindabrot Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Gamall mafíuforingi skotinn til bana í Grenoble Allir vígamenn drepnir og gíslatökunni lokið „Þjóðin er klofin varðandi hvers konar sjálfstæði hún vill“ Sátu með sprengjuvesti meðal gísla Fella hluta Amazon-frumskógarins vegna loftslagsráðstefnu COP Hörfa frá Kúrsk Var útskrifaður og lifði með gervihjarta í yfir 100 daga Sjá meira
Nálgumst þolmörk margra lífvera Margar lífverur við Íslandsstrendur nálgast nú þolmörk vegna loftslagsbreytinga, að mati haffræðings. Breytingarnar á heimsvísu séu einna örastar við Ísland og neikvæðra áhrifa gæti nú þegar. Hann segir nauðsynlegt að ráðast í frekari rannsóknir þar sem mikilvægar tegundir í fæðukeðjunni gætu horfið án þess að tekið verði eftir því. 9. maí 2019 20:30
Styrkur koltvísýrings ekki verið meiri í tíð mannkynsins Styrkur koltvísýrings í lofthjúpi jarðar hefur ekki verið hærri frá því áður en mannkynið kom til sögunnar, líklega ekki í þrjár milljónir ára. 14. maí 2019 23:17