Krefur Boeing um milljarða vegna flugslyssins í Eþíópíu Kjartan Kjartansson skrifar 21. maí 2019 13:38 Boeing hefur verið til náinnar skoðunar eftir tvö keimlík flugslys á skömmum tíma. Vísir/EPA Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis. Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Frönsk ekkja manns sem fórst með Boeing 737 Max-farþegaþotu Ethiopian Airlines í mars hefur stefnt bandaríska flugvélaframleiðandanum. Í stefnunni sakar hún Boeing um að hafa ekki gert flugmönnum nægilega grein fyrir hættu sem stafaði af sjálfstýringu vélarinnar. Enginn þeirra 157 sem voru um borð komust lífs af þegar þotan hrapaði nærri Addis Ababa. Þeirra á meðal var eiginmaður Nadege Dubois-Seex. Hún krefst 276 milljóna dollara í miskabætur frá Boeing, jafnvirði 34 milljarða íslenskra króna. Talið er að hugbúnaður sem átti að koma í veg fyrir ofris hafi stefnt þotunni ítrekað niður á við þar til hún brotlenti. Bandarískir fjölmiðlar hafa greint frá því að stjórnendum Boeing hafi verið kunnugt um galla í sjálfstýringunni en að þeir hafi ekki gert flugmálayfirvöldum viðvart fyrr en eftir að samskonar þota indónesíska flugfélagsins Lion Air fórst með 189 manns um borð í október. Í stefnunni vísar lögmaður ekkjunnar til þess að yfir tvö hundruð tilkynningar um flugatvik hafi borist vegna skynjara sem sjálfstýring þotunnar reiddi sig á, að því er segir í frétt Reuters. „Enn og aftur hefur græðgi fyrirtækja sett hagnað ofar öryggi með sorglegum afleiðingum fyrir almenning,“ segir Nomaan Husain, bandarísku lögmaður konunnar. 737 Max-þoturnar voru kyrrsettar eftir seinna flugslysið. Boeing vonast til þess að koma þeim í loftið aftur í sumar þegar flugmálayfirvöld hafa lagt blessun sína yfir uppfærslu á hugbúnaði þeirra. Tugir fjölskyldna hafa stefnt Boeing vegna slyssins í Indónesíu og fleiri mál hafa verið höfðuð vegna mannskaðans í Eþíópíu sömuleiðis.
Boeing Fréttir af flugi Tengdar fréttir Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13 Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07 Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39 Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15 Mest lesið Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Erlent „Mjög miður að við séum komin á þennan stað“ Innlent Lögregla lýsir eftir vitnum að mannaferðum við Stardal Innlent Syrgja fallið kornabarn: „Það er ekkert plan, engin lausn“ Innlent Einn fluttur á Landspítalann frá Fjallabaki Innlent Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Erlent Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Erlent Engin slys á fólki þegar hjólhýsi valt Innlent Gleði og samvera í 60 plús leikfimi á Selfossi Innlent Brimborg og Askja innkalla bifreiðar Bílar Fleiri fréttir Bera kennsl á mann fimmtíu árum eftir að hann lét sig hverfa Líklega snúin staða sama hvernig fer í Noregi Tölvuleikjaspilandi táningur tekinn í dýrlingatölu Finnski þjóðsöngurinn gleðilegastur af þjóðsöngvum Norðurlandanna Vilja skylda samskiptaforrit til að skanna einkaskilaboð fólks Rafmagnsflugvél reynd í áætlunarflugi í Noregi „Markmiðið er að innlima Úkraínu í áhrifasvæði Rússlands“ Forsætisráðherra Japan segir af sér Bandaríkjamenn handtóku yfir þrjú hundruð Suður-Kóreumenn Aðsetur ríkisstjórnarinnar logar eftir árásir næturinnar Hótar að beita stríðsmálaráðuneytinu: „Chipocalypse Now“ Webb smellti af nýburamyndum Harðlega gagnrýndur af bæði Demókrötum og Repúblikönum Fundu ofgnótt ferskvatns undir sjávarbotninum í Atlantshafi Segir af sér sem ráðherra og varaformaður Verkamannaflokksins „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Hertogaynjan af Kent er látin Konungssinninn Anutin Charnvirakul nýr forsætisráðherra Taílands Bretar, Kanadamenn, Suður-Kóreubúar og Þjóðverji meðal látinna í Lissabon Sér ekki tilgang í öryggistryggingum þar sem Rússum sé treystandi Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Svíar saka Rússa um auknar truflanir í staðsetningarbúnaði Gekkst undir aðgerð vegna húðkrabbameins Kynnir stríðsmálaráðuneytið til leiks Gerðu loftárás á vinnusvæði danskra hjálparsamtaka Yfir tvö þúsund látnir eftir jarðskjálftann Segir 26 ríki vilja senda hermenn til Úkraínu Sá sem ók á skrúðgöngu Liverpool-manna lýsti yfir sakleysi Mátti ekki stöðva fjárveitingar til Harvard Tískugoðsögnin Giorgio Armani er fallin frá Sjá meira
Boeing vissi af vandanum fyrir flugslysin mannskæðu Verkfræðingar Boeing uppgötvuðu að viðvörunarmerki sem hefði getað hjálpað flugmönnum tveggja flugvéla sem fórust væri ekki virkt í öllum vélum áður en sú fyrri hrapaði í Indónesíu í október. 6. maí 2019 12:13
Boeing lýkur við uppfærslu á hugbúnaði 737 MAX vélanna Boeing hyggst nú vinna með fulltrúum bandarískra flugmálayfirvalda með að skipuleggja tilraunaflug og fá tilskilin leyfi þannig að aftur verði hægt að taka vélarnar í notkun. 16. maí 2019 22:07
Hermdu eftir flugi Lion Air: „Hræðileg staða til að vera í“ "Þetta er hræðileg staða til að vera í, það er erfitt að ímynda sér þetta,“ sagði ástralski flugmaðurinn Chris Brady í fréttaskýringaþættinum 60 Minutes Australia sem sýndur var í gær. Þar var farið ofan í saumana á þeim vandamálum sem hrjáð hafa Boeing 737 MAX-vélarnar að undanförnu og meðal annars hermt eftir flugi Lion Air sem hrapaði í Indónesíu á síðasta ári. 8. maí 2019 13:39
Leiðbeiningar Boeing komu ekki í veg fyrir slysið Sjálfstýring Boeing-vélarinnar sem fórst í Eþíópíu virðist hafa kveikt á sér þó að flugmennirnir hafi fylgt leiðbeiningum um að slökkva á henni. 3. apríl 2019 10:15