Ekki fallist á endurupptöku í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 21. maí 2019 10:45 Jón Ásgeir Jóhannesson og Tryggvi Jónsson. Vísir/GVA Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Telur rétturinn að ekki sé að finna heimild í íslenskum lögum til þess að endurupptaka málið á grundvelli dóms MDE um að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva. Það var í apríl í fyrra sem endurupptökunefnd féllst á beiðnir Tryggva og Jóns Ásgeirs um endurupptöku málsins en tvímenningarnir voru á sínum tíma dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna meiriháttar brota á skattalögum.Hafa greitt hluta af sektunum Var Jón Ásgeir dæmdur til þess að greiða 62 milljónir króna í sekt og Tryggvi 32 milljónir króna í sekt. Í dómi Hæstaréttar í dag kemur fram að Jón Ásgeir hafi á árunum 2014 til 2017 greitt alls 39,3 milljónir króna af sinni sekt og Tryggvi alls 8,9 milljónir króna. Vísað er í bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra í dómi Hæstaréttar en þar segir jafnframt að sektargreiðslum hafi verið frestað þegar þá lá fyrir að dóms væri að vænta frá MDE. Endurupptökunefnd vísaði í dóm MDE í úrskurði sínum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að íslenska ríkið hefði brotið gegn 4. grein 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu þar sem þeir höfðu verið saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttseminnar í tveimur aðskildum málum sem ekki tengdust með fullnægjandi hætti.Ekki skuldbundin til að tryggja rétt til endurupptöku Í umfjöllun um dóminn á vef Hæstaréttar segir að í dómnum sé meðal annars byggt á því að með aðild að mannréttindasáttmála Evrópu hafi samningsríkin ekki undirgengist þjóðréttarlega skuldbindingu um að tryggja þeim, sem MDE telur að brotið hafi verið á við meðferð máls, rétt til endurupptöku. „Hvergi væri í íslenskum lögum mælt berum orðum fyrir um heimild til endurupptöku máls að gengnum dómi mannréttindadómstólsins. Endurupptaka yrði því ekki reist á beinni lagaheimild. Þá yrði ákvæði d. liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hvorki með rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun talið veita heimild til endurupptöku máls við fyrrgreindar aðstæður. Ekki yrði séð að tilgangur löggjafans með setningu ákvæðisins hafi verið að veita úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu meira vægi en þær höfðu áður í kjölfar niðurstöðu þess dómstóls um að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum. Slík grundvallarbreyting á íslenskri löggjöf hefði þurft að koma fram með ótvíræðum hætti við lagasetninguna,“ segir á vef Hæstaréttar.Óháður og óhlutdrægur dómstóll hafi komist að niðurstöðu Þar segir jafnframt að líta beri til þess að með dómi Hæstaréttar á sínum tíma í máli Tryggva og Jóns Ásgeirs hafi óháður og óhlutdrægur dómstóll komist að niðurstöðu í máli þeirra og sakfellt þá. Í þeim dómi hafi sérstaklega verið fjallað um 4. grein 7. viðauka mannréttindasáttmálans og var þá talið að meðferð málsins hefði ekki verið í andstöðu við ákvæðið. Þá sé það svo að samkvæmt lögum um mannréttindasáttmála Evrópu þá væru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Hæstiréttur féllst því á kröfu ríkissaksóknara og vísaði málinu frá. Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn ríkinu Málið snýst um það að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra með því að þeim hafi verið refsað tvisvar vegna sama atviks. 13. maí 2017 07:00 Heimilt að refsa mönnum tvisvar vegna sama skattalagabrots Það getur ekki verið að Jón Ásgeir sé á sérkjörum hjá Mannréttindadómstólnum, segir Ragnar Hall, verjandi manns sem fékk þriggja mánaða fangelsisdóm 21. september 2017 17:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira
Hæstiréttur vísaði í dag frá endurupptökubeiðni Jóns Ásgeirs Jóhannessonar og Tryggva Jónssonar í máli sem tengist skattalagabrotum þeirra vegna reksturs Baugs og fjárfestingafélagsins Gaums. Telur rétturinn að ekki sé að finna heimild í íslenskum lögum til þess að endurupptaka málið á grundvelli dóms MDE um að íslenska ríkið hafi brotið gegn mannréttindum þeirra Jóns Ásgeirs og Tryggva. Það var í apríl í fyrra sem endurupptökunefnd féllst á beiðnir Tryggva og Jóns Ásgeirs um endurupptöku málsins en tvímenningarnir voru á sínum tíma dæmdir í skilorðsbundið fangelsi og til greiðslu sektar vegna meiriháttar brota á skattalögum.Hafa greitt hluta af sektunum Var Jón Ásgeir dæmdur til þess að greiða 62 milljónir króna í sekt og Tryggvi 32 milljónir króna í sekt. Í dómi Hæstaréttar í dag kemur fram að Jón Ásgeir hafi á árunum 2014 til 2017 greitt alls 39,3 milljónir króna af sinni sekt og Tryggvi alls 8,9 milljónir króna. Vísað er í bréf frá sýslumanninum á Norðurlandi vestra í dómi Hæstaréttar en þar segir jafnframt að sektargreiðslum hafi verið frestað þegar þá lá fyrir að dóms væri að vænta frá MDE. Endurupptökunefnd vísaði í dóm MDE í úrskurði sínum en dómstóllinn komst að þeirri niðurstöðu árið 2017 að íslenska ríkið hefði brotið gegn 4. grein 7. viðauka mannréttindasáttmála Evrópu þar sem þeir höfðu verið saksóttir og refsað tvívegis vegna sömu eða efnislega sömu háttseminnar í tveimur aðskildum málum sem ekki tengdust með fullnægjandi hætti.Ekki skuldbundin til að tryggja rétt til endurupptöku Í umfjöllun um dóminn á vef Hæstaréttar segir að í dómnum sé meðal annars byggt á því að með aðild að mannréttindasáttmála Evrópu hafi samningsríkin ekki undirgengist þjóðréttarlega skuldbindingu um að tryggja þeim, sem MDE telur að brotið hafi verið á við meðferð máls, rétt til endurupptöku. „Hvergi væri í íslenskum lögum mælt berum orðum fyrir um heimild til endurupptöku máls að gengnum dómi mannréttindadómstólsins. Endurupptaka yrði því ekki reist á beinni lagaheimild. Þá yrði ákvæði d. liðar 1. mgr. 228. gr. laga nr. 88/2008 hvorki með rýmkandi lögskýringu né lögjöfnun talið veita heimild til endurupptöku máls við fyrrgreindar aðstæður. Ekki yrði séð að tilgangur löggjafans með setningu ákvæðisins hafi verið að veita úrlausnum Mannréttindadómstóls Evrópu meira vægi en þær höfðu áður í kjölfar niðurstöðu þess dómstóls um að brotið hafi verið gegn mannréttindasáttmála Evrópu við meðferð máls fyrir íslenskum dómstólum. Slík grundvallarbreyting á íslenskri löggjöf hefði þurft að koma fram með ótvíræðum hætti við lagasetninguna,“ segir á vef Hæstaréttar.Óháður og óhlutdrægur dómstóll hafi komist að niðurstöðu Þar segir jafnframt að líta beri til þess að með dómi Hæstaréttar á sínum tíma í máli Tryggva og Jóns Ásgeirs hafi óháður og óhlutdrægur dómstóll komist að niðurstöðu í máli þeirra og sakfellt þá. Í þeim dómi hafi sérstaklega verið fjallað um 4. grein 7. viðauka mannréttindasáttmálans og var þá talið að meðferð málsins hefði ekki verið í andstöðu við ákvæðið. Þá sé það svo að samkvæmt lögum um mannréttindasáttmála Evrópu þá væru úrlausnir MDE ekki bindandi að íslenskum landsrétti. Hæstiréttur féllst því á kröfu ríkissaksóknara og vísaði málinu frá.
Dómsmál Tengdar fréttir Dæmt í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn ríkinu Málið snýst um það að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra með því að þeim hafi verið refsað tvisvar vegna sama atviks. 13. maí 2017 07:00 Heimilt að refsa mönnum tvisvar vegna sama skattalagabrots Það getur ekki verið að Jón Ásgeir sé á sérkjörum hjá Mannréttindadómstólnum, segir Ragnar Hall, verjandi manns sem fékk þriggja mánaða fangelsisdóm 21. september 2017 17:00 Mest lesið Hátt í 400 kynlífsmyndböndum lekið í mögulegu samsæri Erlent Ræddi við Pútín og varaði við stigmögnun Erlent Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Innlent „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Allt að tuttugu stiga hiti Veður Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Innlent Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Innlent Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Innlent Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal Innlent Fleiri fréttir Tálbeitan var með einkabílstjóra og gisti á Edition Segir Heimildarmenn hafa njósnað um son hans Myndaveisla: Grindvíkingar komu saman ári eftir rýmingu Björguðu villtum ferðamönnum í Fljótsdal „Dapurlegt að stjórnmálafólk loki augunum fyrir stöðunni“ „Erfiðir tímar iðulega undanfari betri tíma“ „Ég skildi ekki konuna eina eftir heima í þessum látum“ Þversagnakennt hve lítið sé talað loftslagsmál Sterkar systur á Selfossi keppa á heimsmeistaramóti Nýtt myndefni: Sparkað í blóðmerar á íslenskum sveitarbæ Sparkað í blóðmerar og eitt ár frá rýmingu Grindavíkur Í sjálfheldu á eigin svölum Nýtt líkan nýjung á Íslandi: VG og Sósíalistar nái ekki á þing og óvissa um Miðflokk Maðurinn er fundinn Stöðvun megi rekja til klúðurs og skorts á fjármagni Ótryggðir bændur Ár frá rýmingu í Grindavík: „Með mestu hamförum sem riðið hafa yfir Ísland“ Kom verðmætum fyrir í röngum bíl sem hvarf á brott Ár frá mestu hamförum síðari tíma og útboðshlé hjá Vegagerðinni Dó fjórum árum eftir að hún hvarf Stærsti skjálftinn við Öskju frá ársbyrjun 2022 Kyrrstaða í vegaframkvæmdum, sigur Trumps og kosningabaráttan framundan Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í Skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Sjá meira
Dæmt í máli Jóns Ásgeirs og Tryggva gegn ríkinu Málið snýst um það að þeir Jón Ásgeir og Tryggvi telja að brotið hafi verið gegn mannréttindum þeirra með því að þeim hafi verið refsað tvisvar vegna sama atviks. 13. maí 2017 07:00
Heimilt að refsa mönnum tvisvar vegna sama skattalagabrots Það getur ekki verið að Jón Ásgeir sé á sérkjörum hjá Mannréttindadómstólnum, segir Ragnar Hall, verjandi manns sem fékk þriggja mánaða fangelsisdóm 21. september 2017 17:00