Nýtur sín best í sviðsljósinu Kristinn Páll Teitsson skrifar 21. maí 2019 22:30 Koepka fagnar hér á átjándu flöt i gær þegar fuglapútt hans tryggði honum fjórða risatitilinn. Vísir/Getty Kylfingurinn Brooks Koepka komst um helgina í hóp kylfinga sem hafa varið PGA-meistaramótstitilinn með sex öðrum kylfingum þegar hann stóðst síðbúið áhlaup Dustins Johnson og vann verðskuldaðan sigur. Er þetta fjórði risatitill Koepka á stuttum ferli sem er aðeins sex ár og af sex sigrum hans á PGA-mótaröðinni eru fjórir þeirra á risamóti. Með þessu áframhaldi verður hann fljótur að koma sér í hóp með þeim bestu. Jack Nicklaus (18) og Tiger Woods (15) eru í sérflokki þegar kemur að fjölda risatitla en aðeins nítján kylfingar hafa unnið fleiri risatitla en Koepka. Hann vantar tvo risatitla til að fullkomna slemmuna (e. grand slam) í golfi, að vinna alla fjóra risatitlana. Hann náði sjötta sæti á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum en þykir einn af sigurstranglegustu kylfingunum fyrir mótið í sumar. Þá deildi hann öðru sæti á Masters-mótinu í vor eftir að hafa misst af sama móti í fyrra vegna meiðsla. Undirritaður var svo heppinn að vera á staðnum þegar Koepka landaði sama titli í fyrra þegar hann stóðst pressuna sem fylgdi því að halda aftur af Tiger Woods. Allur völlurinn hélt með Tiger í von um að hann myndi, þá, vinna sitt fyrsta mót í sex ár en Koepka reyndist sterkari á lokasprettinum. Í aðdraganda mótsins um helgina minntist hann á að hann hefði lært snemma að takast á við pressu, sem ungur kylfingur hafi hann verið í ráshóp með Tiger og misst einbeitinguna við það að spila með einum besta kylfingi allra tíma. Það hafi kennt honum að halda betur einbeitingu. Það kom að því að Brooks þurfti að standast pressu um helgina. Hann var í sérflokki framan af móti og leiddi með sjö höggum eftir tvo hringi. Forskotið var áfram sjö högg fyrir lokahringinn og þrátt fyrir slakan kafla á lokahringnum tókst Koepka að hrista slenið af sér og sigla sigrinum heim í erfiðum aðstæðum í úthverfi New York um helgina. Birgir Leifur Hafþórsson var meðal kylfinga á þriðja mótinu sem Koepka sigraði sem atvinnukylfingur. Birgir Leifur lenti í 29. sæti á mótinu á sjö höggum undir pari en Koepka var í sérflokki og vann mótið á 24 höggum undir pari. „Ég fylgdist með honum þegar hann vann þrjú af tíu mótum sem hann tók þátt í í Áskorendamótaröðinni eitt árið. Þá sá maður að hann var með allan pakkann eins og sagt er. Brooks er líkur Tiger í því að honum líður best þegar hann er með forskotið,“ sagði Birgir Leifur um Koepka. „Brooks, Dustin og Rory virðast ætla að vera í sérflokki næstu árin og Brooks er búinn að setja fordæmið.“ Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira
Kylfingurinn Brooks Koepka komst um helgina í hóp kylfinga sem hafa varið PGA-meistaramótstitilinn með sex öðrum kylfingum þegar hann stóðst síðbúið áhlaup Dustins Johnson og vann verðskuldaðan sigur. Er þetta fjórði risatitill Koepka á stuttum ferli sem er aðeins sex ár og af sex sigrum hans á PGA-mótaröðinni eru fjórir þeirra á risamóti. Með þessu áframhaldi verður hann fljótur að koma sér í hóp með þeim bestu. Jack Nicklaus (18) og Tiger Woods (15) eru í sérflokki þegar kemur að fjölda risatitla en aðeins nítján kylfingar hafa unnið fleiri risatitla en Koepka. Hann vantar tvo risatitla til að fullkomna slemmuna (e. grand slam) í golfi, að vinna alla fjóra risatitlana. Hann náði sjötta sæti á Opna breska meistaramótinu fyrir tveimur árum en þykir einn af sigurstranglegustu kylfingunum fyrir mótið í sumar. Þá deildi hann öðru sæti á Masters-mótinu í vor eftir að hafa misst af sama móti í fyrra vegna meiðsla. Undirritaður var svo heppinn að vera á staðnum þegar Koepka landaði sama titli í fyrra þegar hann stóðst pressuna sem fylgdi því að halda aftur af Tiger Woods. Allur völlurinn hélt með Tiger í von um að hann myndi, þá, vinna sitt fyrsta mót í sex ár en Koepka reyndist sterkari á lokasprettinum. Í aðdraganda mótsins um helgina minntist hann á að hann hefði lært snemma að takast á við pressu, sem ungur kylfingur hafi hann verið í ráshóp með Tiger og misst einbeitinguna við það að spila með einum besta kylfingi allra tíma. Það hafi kennt honum að halda betur einbeitingu. Það kom að því að Brooks þurfti að standast pressu um helgina. Hann var í sérflokki framan af móti og leiddi með sjö höggum eftir tvo hringi. Forskotið var áfram sjö högg fyrir lokahringinn og þrátt fyrir slakan kafla á lokahringnum tókst Koepka að hrista slenið af sér og sigla sigrinum heim í erfiðum aðstæðum í úthverfi New York um helgina. Birgir Leifur Hafþórsson var meðal kylfinga á þriðja mótinu sem Koepka sigraði sem atvinnukylfingur. Birgir Leifur lenti í 29. sæti á mótinu á sjö höggum undir pari en Koepka var í sérflokki og vann mótið á 24 höggum undir pari. „Ég fylgdist með honum þegar hann vann þrjú af tíu mótum sem hann tók þátt í í Áskorendamótaröðinni eitt árið. Þá sá maður að hann var með allan pakkann eins og sagt er. Brooks er líkur Tiger í því að honum líður best þegar hann er með forskotið,“ sagði Birgir Leifur um Koepka. „Brooks, Dustin og Rory virðast ætla að vera í sérflokki næstu árin og Brooks er búinn að setja fordæmið.“
Birtist í Fréttablaðinu Golf Mest lesið Ræddu brotthvarf Davíðs: „Þetta er eins og köld vatnsgusa“ Íslenski boltinn Davíð Smári hissa: „Sökudólgur sjálfur með því að setja viðmiðið mjög hátt“ Íslenski boltinn „Eina leiðin að segja já og amen við dómaranefndina“ Körfubolti Jón Þór ráðinn í björgunaraðgerðir hjá Vestra Íslenski boltinn Uppgjörið: Þróttur - Breiðablik 3-2 | Aftur mistókst Blikum að tryggja titilinn Íslenski boltinn Aftur tapar Liverpool Fótbolti Fengu nóg af skeytingarleysi og mismunun Íslenski boltinn Héldu vöku fyrir leikmönnum Liverpool Fótbolti Uppgjör: Víkingur - Valur 3-0 | Sannfærandi heimasigur í rigningunni Íslenski boltinn Amorim að verða uppiskroppa með afsakanir Enski boltinn Fleiri fréttir „Ertu að horfa Donald Trump?“ Bjór kastað í konu McIlroy: „Þurfti að þola ótrúlegt magn af svívirðingum“ Evrópa marði Ryder-bikarinn á dramatískan hátt Bandaríkin í brekku en reyna að klóra í bakkann Grínisti hættir og biðst afsökunar á að hafa byrjað níðsöngva í garð Rory Fyrirliði Bandaríkjanna ver gjammandi stuðningsmennina Evrópa með afgerandi forystu fyrir lokadaginn Sagði áhorfanda að naglhalda kjafti Bandaríkin með bakið upp við vegg Fyrirliði Evrópu greinir frá því hvað Trump sagði við hann Trump missir ekki trúna: „Við munum klára þetta“ Bara einn spáði Bandaríkjunum sigri og annar vissi ekkert um Ryder-bikarinn „Keppni sem allir golfáhugamenn elska“ Svona hefst Ryder-bikarinn: „Viljum ná öflugri byrjun“ Þora ekki að horfa á strákinn vegna fúkyrðaflaums Fyrirliði Evrópu baunar á Bandaríkin: „Drifnir áfram af einhverju sem peningar geta ekki keypt“ Stjörnustjarfur þegar hann sá Zola á Ryder bikarnum Varar við áhorfendum á Ryder Cup: „Hey Rahmbo, hvar er Ozempicið?“ Bandarísku kylfingarnir gefa Ryder-launin eftir gagnrýni Gunnlaugur Árni næstefstur og verður á Golf Channel í kvöld Rosalegt prump samherja setti Hatton út af laginu Ragnhildur endaði önnur eftir bráðabana Vaknaði útataður í eigin ælu eftir að hafa komist í Ryder-lið Evrópu Andrea tók sjötta sætið Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Eina breytingin á Ryderliðinu var að skipta um tvíbura Stórkostleg spilamennska hjá Haraldi í Svíþjóð Stjörnurnar samglöddust Fleetwood sem vann loks í 164. tilraun Arnar og Bjarki unnu golfmót Fluga hjálpaði kúlunni ofan í holuna Sjá meira