Nýr forseti Úkraínu vill að landar hans taki sér íslenska landsliðið til fyrirmyndar Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 20. maí 2019 23:30 Forseti Úkraínu og það sem hann vill meina að eigi að vera fyrirmynd úkraínsku þjóðarinnar, íslenska karlalandsliðið í fótbolta. Myndin er samsett. Vísir/Getty Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu. Úkraína Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira
Grínistinn Volodymyr Zelensky sór í morgun embættiseið sem nýr forseti Úkraínu. Í ræðu sinni hvatti hann úkraínsku þjóðina til að taka sér íslenska karlalandsliðið í knattspyrnu sér til fyrirmyndar.Hinn 41 árs Zelensky vann sigur í forsetakosningunum í síðasta mánuði þar sem hann hafði betur gegn sitjandi forseta, Petró Pórósjenkó, með miklum mun. Hefur hann heitið því að taka á víðtækri spillingu í landinu og hélt hann innblásna ræðu er hann tók við embættinu í dag.Þar reyndi hann að hvetja íbúa Úkraínu til dáða og sagði hann mikilvægt að þjóðin stæði saman sem eitt svo byggja mætti betri framtíð fyrir alla Úkraínumenn.„Það eru ekki til litlir Úkraníumenn eða stórir Úkraínumenn, réttir Úkraníumenn eða rangir Úkraníumenn. Við erum allir Úkraníumenn,“ sagði Zelensky. Í ræðu sinni sagði hann að allir sem væru tilbúnir til þess að byggja upp nýja og sterka Úkraínu yrðu velkomnir til Úkraínu.Hér má sjá Hannes Halldórsson sporðrenna Lionel Messi á HM í Rússlandi árið 2018.Vísir/gettyMögulega myndu einhverjir hafa sínar efasemdir um að hægt væri að sameina úkraínsku þjóðina enda væri verkefnið stórt, jafn vel ómögulegt. Skorti íbúum Úkraínu innblástur þyfti ekki að leita lengra en til íslenska karlalandsliðsins í knattspyrnu. „Munið þið eftir íslenska knattspyrnulandsliðinu á heimsmeistaramótinu? Nemendur, ræstitæknar og flugmenn. Þeir börðust fyrir landið sitt og þeim tókst það, jafn vel þótt enginn hafi haft trú á þeim. Við þurfum að vera eins og íslenska þjóðin er í fótbolta,“ sagði Zelensky. Mögulega hefur forsetinn ekki fengið alveg réttar upplýsingar um atvinnu landsliðsmannanna sem mönnuðu landsliðið á heimsmeistaramótinu, en allir voru þeir atvinnumenn í knattspyrnu ef frá er talinn Birkir Már Sævarsson sem spilar fyrir Val hér heima á Íslandi og starfar einnig hjá Saltverk, eins og víða var fjallað um í tengslum við heimsmeistaramótið sem haldið var í Rússlandi á síðasta ári. Landsliðinu tókst reyndar ekki að endurtaka leikinn á HM frá því á EM í knattspyrnu í Frakklandi árið 2016 þegar liðið fór alla leið í 8-liða úrslit, en í Rússlandi komst liðið ekki upp úr riðlinum þrátt fyrir frækna frammistöðu, ekki síst gegn Argentínu.Horfa má ræðu Zelensky hér fyrir neðan. Ummæli hans um íslenska karlalandsliðið má heyra þegar 48.40 mínútur eru liðnar af myndbandinu.
Úkraína Mest lesið Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Innlent „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina Erlent Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Innlent Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Innlent Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Innlent Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Innlent Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Innlent Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Innlent Magnús Guðmundsson er látinn Innlent Mæðgurnar svöruðu engu Innlent Fleiri fréttir „Fasistinn“ og „kommúnistinn“ grófu stríðsöxina „Annaðhvort þessir 28 liðir eða gífurlega erfiður vetur“ Skaut fimmtán skotum 25 sekúndum eftir að hann mætti Hóta að skera á flæði vopna og upplýsinga skrifi Selenskí ekki fljótt undir Drógu í land með að afnema bann við hakakrossum eftir fjölmiðlafár Svona lítur friðaráætlun Bandaríkjamanna og Rússa út Segja friðarverðlaunahafann á flótta undan „réttvísinni“ sæki hann verðlaunin Ísland sagt meðal ríkja sem mótmæla útvatnaðri ályktun COP30 Tugir látnir í flóðum í Víetnam Pras úr Fugees dæmdur í fjórtán ára fangelsi Aðgerðir í þágu jafnréttis munu jafngilda mannréttindabrotum Mynd eftir Fridu Kahlo sló met í New York Selenskí heldur ró sinni og hyggst ræða við Trump Kallar Demókrata landráðamenn og ýjar að hengingu Vilja fá Selenskí til að samþykkja „óskalista“ Pútíns Birta nærmyndir af halastjörnu úr öðru sólkerfi Breski raðnauðgarinn fær enn einn lífstíðardóminn Viðurkenndu að kviðdómendur sáu ekki ákæruskjalið Trump staðfestir Epstein-lögin Tugir látnir eftir árás á íbúðarhúsnæði Tilkynna yngri en 16 ára að reikningum að Facebook og Instagram verði lokað Reiði í Hvíta húsinu: „Demókratar munu sjá eftir þessu“ Sagðir vinna að nýju friðarsamkomulagi án Úkraínu og Evrópu Grunaður um að myrða stúlku sem fannst látin í skotti Teslu hans Loka síðustu ræðismannsskrifstofu Rússa Stærsti bæjarbruni í landinu frá 1976 Merz í vandræðum með ungliðana 100 ára yfirráðum Jafnaðarmanna í Kaupmannahöfn lokið Gerði lítið úr morðinu á Khashoggi á blaðamannafundi með bin Salman Öldungadeild samþykkir líka birtingu Epstein-skjalanna Sjá meira