Körfubolti

Sjáðu Magic Johnson fara yfir það af hverju hann hætti hjá Lakers

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Magic Johnson tilkynnir hér að hann sé hættur sem forseti Lakers og yfirmaður körfuboltamála hjá félaginu.
Magic Johnson tilkynnir hér að hann sé hættur sem forseti Lakers og yfirmaður körfuboltamála hjá félaginu. Getty/Harry How
Einn af óvæntustu atburðum tímabilsins í NBA-deildinni í körfubolta var þegar Magic Johnson hætti skyndilega störfum hjá Los Angeles Lakers.

Magic Johnson er einn af dáðustu sonum NBA-deildarinnar og ein stærsta stjarna hennar frá upphafi. Hann vann fimm NBA-titla með Lakers á níunda áratugnum áður en hann sýkist af HIV-veirunni og varð að hætta haustið 1991.

Magic Johnson spilaði allan sinn feril með Los Angeles Lakers og voru margir spenntir fyrir því þegar hann komst í áhrifastöðu hja félaginu.

Magic Johnson hafði starfað sem forseti Los Angeles Lakers síðan í febrúar 2017 og hafði hann meðal annars fengið LeBron James til Lakers sumarið 2018.

Það gekk mikið á hjá Lakers í vetur og liðið missti óvænt af úrslitakeppninni. Magic boðaði síðan fjölmiðlamenn óvænt á fund eftir lokaleik Lakers á tímabilinu sem var á móti Portland Trail Blazers  í Staples Cebter. Magic tilkynnti heiminum þar að hann væri hættur.

Margir hafa velt fyrir sér ástæðunni fyrir því að Magic Johnson hætti svona snögglega en hér fyrir neðan má sjá hann fara yfir ástæðuna í þættinum First Take á ESPN.



NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×