Niður á jörðina Hörður Ægisson skrifar 20. maí 2019 07:00 Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Hörður Ægisson Mest lesið Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen Skoðun Af töppum Einar Bárðarson Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson Skoðun Harka af sér og halda áfram Hulda Jónsdóttir Tölgyes Skoðun Skoðun Skoðun Djarfar áherslur – sterkara VR Þorsteinn Skúli Sveinsson skrifar Skoðun Við höfum tækifæri, sjálfstæðismenn! Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Síðasti naglinn í líkkistuna? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Af töppum Einar Bárðarson skrifar Skoðun Plasttappamálið og skrækjandi þingmenn Birgir Dýrfjörð skrifar Skoðun Áfastur plasttappi lýðræðisins? Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Stétt með stétt? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Áfram kennarar! Kristbjörg Þórisdóttir,Bragi Reynir Sæmundsson skrifar Skoðun Landshornalýðurinn á Hálsunum Hákon Gunnarsson skrifar Skoðun Minni kvenna - lofræða gervigreindar til hinnar íslensku konu Steinar Birgisson skrifar Skoðun Forvarnarsamtök óska skýringa á seinagangi Árni Einarsson skrifar Skoðun Hugleiðing á konudag Sigurður Ingi Arnars Unuson skrifar Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar Skoðun Viðbrögð barna við sorg Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hvort er meira í anda Sjálfstæðisflokksins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Áslaug Arna er leiðtoginn sem Sjálfstæðisflokkurinn þarf Hafrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Aðgát skal höfð... Hildur Þöll Ágústsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sameinumst – stétt með stétt Sævar Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til bæjarstjóra Kópavogs Ágústa Dröfn Kristleifsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar Skoðun Söngvakeppnin og hömlulaus áfengisdýrkun Björn Sævar Einarsson skrifar Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar Skoðun Á hlóðum Mennta- og barnamálaráðuneytisins Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Að verja friðinn Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 12 spor ríkisstjórnarinnar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Færni í nýsköpun krefst þjálfunar Ingibjörg Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður áttar sig á gildi fullveldisins Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þetta var viðbúið. Þegar fjármálaráðherra kynnti fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar í lok mars, sem grundvallaðist á spám um að ekkert lát yrði á einu lengsta hagvaxtarskeiði lýðveldissögunnar, mátti flestum vera ljóst að þær forsendur sem hún grundvallaðist á myndu bresta innan skamms. Það varð reyndin og örfáum dögum síðar var WOW air orðið gjaldþrota. Höggið á ferðaþjónustuna við fall flugfélagsins virðist ætla að vera meira til skemmri tíma litið en margir höfðu áður talið. Vandræði Icelandair vegna kyrrsetningar á Max-vélunum gerir illt verra og þýðir að skarðið sem WOW air skilur eftir sig fyrir flugframboð til og frá landinu í sumar verður nánast ekkert fyllt af öðrum flugfélögum. Niðurstaðan verður því líklega nærri 20 prósenta samdráttur í komum ferðamanna á árinu sem þýðir að gjaldeyristekjur vegna ferðaþjónustunnar minnka um liðlega 100 milljarða. Áhrifin eiga eftir að verða umtalsverð á rekstur margra fyrirtækja og um leið er ljóst að tekjuáætlanir ríkissjóðs og sveitarfélaga eru brostnar. Áætlun um tæplega eins prósents afgang á fjárlögum ríkisins mun að óbreyttu ekki ganga eftir. Hversu djúp verður niðursveiflan? Samkvæmt nýrri þjóðhagsspá Hagstofunnar er gert ráð fyrir að landsframleiðslan skreppi saman á þessu ári um 0,2 prósent en í fyrra mældist hagvöxturinn 4,6 prósent. Hætt er hins vegar við því að sú spá eigi eftir að reynast helst til of bjartsýn. Hagkerfið hefur orðið fyrir tvöföldum skelli á skömmum tíma – bæði vegna loðnubrests og gjaldþrots WOW air – sem á eftir að valda því að útflutningstekjur þjóðarbúsins munu dragast nokkuð saman. Fyrirtæki í ferðaþjónustu, sem eru mörg hver núna að horfa upp á tugprósenta samdrátt á milli ára, munu fækka starfsfólki og sum eiga eftir að lenda í rekstrarerfiðleikum. Bankarnir þurfa að búa sig undir frekari afskriftir vegna útlána tengdum atvinnugreininni. Það er hins vegar lítil ástæða til að örvænta. Hagkerfið hefur aldrei verið betur í stakk búið til að takast á við skammvinnar efnahagsþrengingar. Ísland er orðið að lánveitanda við útlönd, Seðlabankinn ræður yfir meira en 700 milljarða óskuldsettum gjaldeyrisforða og skuldir heimila, fyrirtækja og ríkissjóðs eru lágar í sögulegu samhengi. Nú þegar slaki hefur tekið við af spennu hljóta stjórnvöld við þær aðstæður að horfa til þess hvort hægt sé að ráðast í enn umfangsmeiri fjárfestingar í innviðum landsins á komandi árum. Slíkt myndi ekki aðeins sporna gegn því að samdrátturinn verði dýpri en ella heldur einnig skapa grunn að hagvexti framtíðarinnar og um leið styrkja grunnstoðir ferðaþjónustunnar. Kjöraðstæður eru að skapast fyrir Seðlabankann til að lækka vexti verulega á komandi misserum. Það endurspeglast meðal annars í því að verðbólguálag á skuldabréfamarkaði sem og verðbólguvæntingar markaðsaðila hafa lækkað mikið að undanförnu. Næstkomandi miðvikudag verður fyrsta vaxtaákvörðunin eftir fall WOW air og gerð nýrra kjarasamninga á almennum vinnumarkaði. Ágætis fyrsta skref peningastefnunefndarinnar til að leggja sitt af mörkum í þessum breytta efnahagsveruleika væri að lækka vexti bankans úr 4,5 prósent í fjögur prósent. Það hlýtur að ganga eftir.
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun
Skoðun Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir til formanns Sjálfstæðisflokksins -Kraftur nýrra tíma Svanur Guðmundsson skrifar
Skoðun Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Stjórn Sambands íslenskra sveitarfélaga er sama um menntun barna en hvað með foreldra? Helga C Reynisdóttir skrifar
Skoðun Íþróttastarf fyrir alla Guðmundur Sigurbergsson,Ingvar Sverrisson,Hrafnkell Marínósson skrifar
Opið bréf til Einars Þorsteinssonar og Hildar Björnsdóttur - Hafið þið enga sómakennd? Linda Ósk Sigurðardóttir Skoðun
Gervigreind í læknisfræði: Nýjustu tækniframfarirnar sem gætu bjargað mannslífum Sigvaldi Einarsson Skoðun
Hafnaðir þú Margrét Sanders? Páll Erlingsson,María Petrína Berg,Fjóla Ævarsdóttir,Sigrún Gróa Magnúsdóttir Skoðun