Skáldað viðtal við Ólaf Jóhann leppur fyrir netsvindl Stefán Ó. Jónsson skrifar 31. maí 2019 22:00 Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum. Lögreglumál Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira
Óþekktir svikahrappar höfðu hundruð þúsunda króna af íslenskri konu, sem féll fyrir gerviútgáfu af íslenskri fréttasíðu. Lögreglumaður í netglæpadeild segir að fólk þurfi að vera á varðbergi og taka öllum ótrúlegum gróðatækifærum með fyrirvara. Hinar ýmsu svikasíður hafa skotið hafa upp kollinum á síðustu árum. Allar eiga þær sammerkt að lofa lesendum skjótfengnum gróða, oft á bjagaðri íslensku, með það fyrir augum að komast yfir bankaupplýsingarnar fólks Til þess að auka trúverðugleikann eru svikasíðunum oft stillt upp sem viðtölum við þjóðþekkta einstaklinga á vinsælum fréttasíðum, þar sem þeir segja lesendum frá misgáfulegum viðskiptatækifærum. Nýjasta dæmið er uppdiktað viðtal við Ólaf Jóhann Ólafsson um rafmyntabrask, sem hefur fengið töluverða dreifingu á Facebook. Viðtalið birtist á vefsíðu sem er keimlík Vísi og er markmiðið svikahrappana að fá lesendur til að smella á hlekki í viðtalinu sem sendir þá áfram á heimasíðu svindlaranna. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild lögreglunnar.Vísir/baldurFréttastofu hafa borist símtöl frá fólki sem ýmist kveðst forvitið um þessa nýjustu fjárfestingu Ólafs Jóhanns eða segist hafa fallið fyrir svindlinu. Eitt fórnarlambanna er kona á eftirlaunaaldri sem tjáði fréttastofu í dag að hún hafi lagt 250 þúsund krónur inn á svikahrappana eftir lestur á viðtalinu. Það hafi hún gert því hún beri virðingu fyrir Ólafi Jóhanni og treysti Vísi, auk þess sem hún hafi einfaldlega viljað ávaxta takmarkaðan ellilífeyri sinn. Daði Gunnarsson, lögreglufulltrúi í netglæpadeild, segir að fólk ætti að vara sig á auglýsingum á Facebook sem lofa gulli og grænum skógum. „Það fyrsta sem ég gerði þegar ég sá eina svona auglýsingu var að tilkynna hana til Facebook. Það er hnappur þar sem tilkynnir auglýsingarnar og lætur vita að þetta séu svik. Þá yfirleitt loka þau fljótt á þetta ef nógu margir tilkynna,“ segir Daði. Þá megi senda lögreglu ábendingar um svikasíður á netfangið cybercrime@lrh.is „Við höfum náð að loka nokkrum síðum, þegar við höfum fengið tilkynningar um þetta.“ Fréttastofa hefur farið þess á leit við Facebook að gerviviðtalið verði tekið úr dreifingu. Það hefur Ólafur Jóhann að sama skapi gert, sem segir í samtali við fréttastofu að sér þyki miður að verið sé að nota persónu sína til að svindla á grunlausum Íslendingum.
Lögreglumál Tækni Mest lesið Þrír látnir í risaöldum á Tenerife Erlent Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Innlent „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Innlent Aflýsa yfir þúsund flugferðum Erlent „Dagur, enga frasapólitík hér“ Innlent Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Innlent Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Innlent Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Innlent Gestir Bylgjunnar fá að synda undir þessu þaki Erlent Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ Innlent Fleiri fréttir Nýtt lánafyrirkomulag varanleg lausn til að losa um stífluna Lestir 205 steypubíla fóru í nýja brú yfir Breiðholtsbraut Íslandsbanki ríður á vaðið og svipast um í Hegningarhúsinu „Gramsaði í munum“ og ók síðan brott á stolnum bíl undir áhrifum Vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Reykjanesbæ „Dagur, enga frasapólitík hér“ Ákvörðun ráðherra megi ekki litast af almenningsáliti Húsæðis- og efnahagsmál brenna á ungu fólki „Hann hlýtur að leggja allt kapp á Reykjavík“ Margir keypt fleiri en einn vegna fordómafullrar umræðu Borgarstjórnarsigur lífsnauðsynlegur Sjálfstæðismönnum Brunaði af stað frá ölvunarpósti en var handtekinn við Hamraborg Var komin á slæman stað og fór ekki úr húsi án fylgdar Þriggja stiga skjálfti í Öskju Getur ríkislögreglustjóri setið áfram? Píratar kjósa formann í lok mánaðar Reyndi að flýja lögreglu en endaði uppi á kanti Engin ástæða til að breyta neinu Fölsuð megrunarlyf líklega á leið til landsins Óljóst hvað olli því að rútan hafnaði utan vegar Geta haft opið um helgar en algjör óvissa um húsnæðismálin Brosið fer ekki af Hrunamönnum Eldur bak við innstungu reyndist minni háttar Hætta á fölsuðum megrunarlyfjum og leitað í ræturnar Útkall á mesta forgangi vegna kajakræðara í vanda „Mikið svakalega hlakka ég til að hreinsa til í ráðhúsinu“ Í beinni: Skyndifundur Sjálfstæðismanna á Grand Hotel Alltaf hægt að gera betur á meðferðarheimilunum Menningarverðlaun Árborgar til hjóna á Eyrarbakka Seatrips gert að greiða hundrað milljónir vegna tjóns á flutningaskipi Sjá meira