Segir að Coutinho sjái eftir því að hafa farið frá Liverpool Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 31. maí 2019 11:30 Philippe Coutinho Getty/ Andrew Powell Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Maður sem þekkir vel til hjá Liverpool er viss um að Philippe Coutinho sjái mikið eftir því að hafa farið frá Liverpool í janúar 2018. Philippe Coutinho vildi ólmur komast til Barcelona sem endaði með því að Liverpool seldi hann til spænska félagsins fyrir upphæð sem byrjaði í 105 milljónum punda en gæti endað í 142 milljónum punda. Fyrsta eina og hálfa tímabil Philippe Coutinho á Nývangi hefur aftur á móti ekki verið neinn dans á rósum. Coutinho hefur verið harðlega gagnrýndur, bæði af fjölmiðlum en líka af stuðningsmönnum Barcelona.Philippe Coutinho "regrets" leaving Liverpool, according to Anfield chiefhttps://t.co/F6pEG2bntXpic.twitter.com/lLo9pStDub — Mirror Football (@MirrorFootball) May 31, 2019Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, sagði í viðtali við Liverpool Echo að Coutinho sjái líklega eftir því að hafa farið frá Liverpool. Werner vill ráðleggja stórstjörnum Liverpool í dag um að skoða sögu hans Coutinho. Eins og áður þá eru stóru stjörnur Liverpool liðsins stanslaust orðaðir við spænsku stórliðin. Það er ekkert nýtt en Liverpool hefur á síðustu árum selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona. Þetta gekk upp hjá Suarez en sömu sögu er ekki að segja af Coutinho. „Ég vil bara benda á sögu Philippe Coutinho. Ég hef ekkert nema gott að segja um Philippe. Ég tel að hann hafi yfirgefið Liverpool af því að hann vildi spila fyrir annað af risafélögunum á Spáni,“ sagði Tom Werner. Werner segir að Coutinho hafi átt að trúa á það að Liverpool væri að verða eitt af stóru klúbbunum í Evrópu á nýjan leik.Tom Werner has vowed that FSG are fully committed to helping to deliver a golden era for Liverpool as he admitted: “We're hungry for silverware" Exclusive interview from @JamesPearceEchohttps://t.co/JyMOiCezJx — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 30, 2019„Við reyndum að sannfæra hann um að félagið okkar væri á réttri leið og hann fengi að upplifa stóra leiki í Meistaradeildinni ef hann yrði áfram. Ég held að hann sjái líklega eftir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Warner. Philippe Coutinho hefur skorað 13 mörk í 51 deildarleik með Barcelona en var með 41 deildarmark í 152 leikjum með Liverpool. Hann var lánaður til Spánar tímabilið 2011-12 og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum með Espanyol. Philippe Coutinho er að öllum líkindum á förum frá Barcelona en það eru ekki öll félög sem eru tilbúin að borga launin hans. Mestar líkur eru þó að hann fari aftur til Englands þar sem hann spilaði mjög vel með Liverpool liðinu. Chelsea er nýjasta félagið sem er sagt hafa mikinn áhuga á brasilíska landsliðsmanninum. Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Síðan að Philippe Coutinho yfirgaf Anfield hefur Liverpool komist tvisvar í úrslitaleik Meistaradeildarinnar og var síðan hársbreidd frá því að vinna enska titilinn í fyrsta sinn í 29 ár. Maður sem þekkir vel til hjá Liverpool er viss um að Philippe Coutinho sjái mikið eftir því að hafa farið frá Liverpool í janúar 2018. Philippe Coutinho vildi ólmur komast til Barcelona sem endaði með því að Liverpool seldi hann til spænska félagsins fyrir upphæð sem byrjaði í 105 milljónum punda en gæti endað í 142 milljónum punda. Fyrsta eina og hálfa tímabil Philippe Coutinho á Nývangi hefur aftur á móti ekki verið neinn dans á rósum. Coutinho hefur verið harðlega gagnrýndur, bæði af fjölmiðlum en líka af stuðningsmönnum Barcelona.Philippe Coutinho "regrets" leaving Liverpool, according to Anfield chiefhttps://t.co/F6pEG2bntXpic.twitter.com/lLo9pStDub — Mirror Football (@MirrorFootball) May 31, 2019Tom Werner, stjórnarformaður Liverpool, sagði í viðtali við Liverpool Echo að Coutinho sjái líklega eftir því að hafa farið frá Liverpool. Werner vill ráðleggja stórstjörnum Liverpool í dag um að skoða sögu hans Coutinho. Eins og áður þá eru stóru stjörnur Liverpool liðsins stanslaust orðaðir við spænsku stórliðin. Það er ekkert nýtt en Liverpool hefur á síðustu árum selt bæði Luis Suarez og Philippe Coutinho til Barcelona. Þetta gekk upp hjá Suarez en sömu sögu er ekki að segja af Coutinho. „Ég vil bara benda á sögu Philippe Coutinho. Ég hef ekkert nema gott að segja um Philippe. Ég tel að hann hafi yfirgefið Liverpool af því að hann vildi spila fyrir annað af risafélögunum á Spáni,“ sagði Tom Werner. Werner segir að Coutinho hafi átt að trúa á það að Liverpool væri að verða eitt af stóru klúbbunum í Evrópu á nýjan leik.Tom Werner has vowed that FSG are fully committed to helping to deliver a golden era for Liverpool as he admitted: “We're hungry for silverware" Exclusive interview from @JamesPearceEchohttps://t.co/JyMOiCezJx — Liverpool FC News (@LivEchoLFC) May 30, 2019„Við reyndum að sannfæra hann um að félagið okkar væri á réttri leið og hann fengi að upplifa stóra leiki í Meistaradeildinni ef hann yrði áfram. Ég held að hann sjái líklega eftir þessari ákvörðun sinni,“ sagði Warner. Philippe Coutinho hefur skorað 13 mörk í 51 deildarleik með Barcelona en var með 41 deildarmark í 152 leikjum með Liverpool. Hann var lánaður til Spánar tímabilið 2011-12 og skoraði þá 5 mörk í 16 leikjum með Espanyol. Philippe Coutinho er að öllum líkindum á förum frá Barcelona en það eru ekki öll félög sem eru tilbúin að borga launin hans. Mestar líkur eru þó að hann fari aftur til Englands þar sem hann spilaði mjög vel með Liverpool liðinu. Chelsea er nýjasta félagið sem er sagt hafa mikinn áhuga á brasilíska landsliðsmanninum.
Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Mest lesið Sjáðu Tyson slá Jake Paul á vigtuninni Sport Þjálfari Vals ekki með atvinnuleyfi og þarf að fara úr landi Körfubolti Steig á tána á Mike Tyson Sport Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi Enski boltinn „Schumacher lét mér finnast ég vera gagnslaus og hæfileikalaus“ Formúla 1 Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti Langlíklegast að Ísland fari í umspil í mars og lítinn HM-riðil Fótbolti Fyrsta stóra fótboltafélagið sem yfirgefur X-ið: „Hatursvél“ Fótbolti United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enski boltinn Svona var blaðamannafundur KSÍ í Podgorica Fótbolti Fleiri fréttir Amorim gerir lítið úr pressunni: Ég er mjög afslappaður Amorim hitti heppna stuðningsmenn United í klefanum Coote skipulagði dóppartí rétt fyrir leik sem hann dæmdi United gæti skorið niður framlög til fatlaðra stuðningsmanna Enn vesen með atvinnuleyfi Rúben Amorim Enskur úrvalsdeildarleikmaður sakaður um margar nauðganir Gæti fengið sjö leikja bann fyrir rasisma í garð samherja Fyrrverandi kærasta kærir leikmann Liverpool Sjáðu allt sem Rúben Amorim gerði á móti Man. Utd í Meistaradeildinni Coote dómari í enn verri málum Viðurkennir mistök sem bitnuðu illa á Man Utd í lokaleik Ten Hag Vildi ekki deila Match of the Day með konu og hafnaði tilboði BBC Jón Daði lagði upp mark í sínum fyrsta byrjunarliðsleik Bruno til bjargar Murphy um Coote: „Hann er búinn“ Ödegaard strax aftur heim Lampard sótti um starfið hjá Coventry Liverpool langlíklegast til að verða meistari samkvæmt ofurtölvunni Hareide segir Ødegaard milli steins og sleggju Stuðningsmenn Liverpool rifja upp gamlar syndir Coote Lineker hættir með Match of the Day eftir tímabilið Nkunku til sölu þrátt fyrir að vera markahæstur Nistelrooy yfirgefur Man United með tilkomu Amorim Fékk símtal frá Arteta en bætti Ödegaard í hópinn Myndband sýnir dómara urða yfir Liverpool og kalla Klopp kuntu Fundað um framtíð Guardiola í vikunni Amorim getur ekki byrjað alveg strax í nýju vinnunni Arteta svekktur eftir jafntefli á Brúnni: „Snýst um að vinna“ „Frammistaðan var góð“ Nistelrooy þakklátur en veit ekki hvað tekur nú við Sjá meira
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti
Uppgjörið: Þór Þ. - Tindastóll 75-96 | Flugeldasýning hjá Stólum í fjórða leikhluta fleytir Skagfirðingum á toppinn Körfubolti