Lærdómurinn Hörður Ægisson skrifar 31. maí 2019 10:00 Það er hægur leikur að draga upp dökka mynd af stöðunni. Samkvæmt öllum hagspám sem birst hafa á undanförnum vikum – Seðlabankanum, Hagstofunni og Arion banka – verður samdráttur á þessu ári í fyrsta sinn frá 2010. Ástæða er til að ætla, meðal annars með hliðsjón af tíðum fréttum af fjöldauppsögnum og ört hækkandi atvinnuleysi, að efnahagssamdrátturinn verði meiri en bjartsýnni spárnar gera ráð fyrir. Vöxtur einkaneyslunnar, sem er helsti drifkraftur hagvaxtar, verður í lágmarki og útflutningstekjur munu dragast saman í fyrsta sinn í þrettán ár. Sá mikli og viðvarandi viðskiptaafgangur sem hefur verið allt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 gæti snúist upp í halla. Þar ráða mestu áföll í ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem stendur núna frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Það verður ekki sársaukalaust. Seðlabankinn hefur lagt sitt af mörkum til að vinna gegn kólnun hagkerfisins. Myndarleg vaxtalækkun bankans í síðustu viku – úr 4,5 prósentum í fjögur prósent – var í senn nauðsynleg og kærkomin. Þá ætti sú ákvörðun að heimila fjármálafyrirtækjum að leggja nú fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í viðskiptum við Seðlabankann að vera til þess fallin að auka lánsfjármagn í umferð. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm hennar til þess að mæta efnahagsamdrætti væri töluvert og þá einkum ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við 2,5 prósenta markmið bankans. Verðbólguvæntingar hafa farið hratt lækkandi að undanförnu og samhliða því hafa vextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hrapað. Hægt er að slá því föstu að allt útlit sé fyrir enn frekari vaxtalækkanir og að vextir Seðlabankans verði farnir að nálgast þrjú prósent á næsta ári. Stóru tíðindin eru þessi: Seðlabankinn er nú í þeirri stöðu að geta lækkað vexti í niðursveiflu án þess að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Slíkt er fáheyrt frá seinna stríði og þýðir að bankinn getur loksins beitt vaxtatækinu til þess að mýkja lendinguna með því að lækka fjármagnskostnað fyrirtækja og heimila nú þegar kreppir að í efnahagslífinu og tekjur eru að dragast saman. Vegna stórbættrar efnahagsstöðu eru allar forsendur fyrir hendi að þegar fram í sæki verði vaxtastigið hér á landi líkara því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Jákvæð eignastaða þjóðarbúsins við útlönd, stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður og myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði gerir þetta meðal annars raunhæft. Þetta hefði samt getað farið á annan veg. Ef ekki væri fyrir kjarasamninga um hóflegar launahækkanir, sem var alls ekki í kortunum lengst af, þá er ljóst að verðbólguvæntingar væru mun hærri og því útilokað að Seðlabankanum hefði verið stætt á að hefja vaxtalækkunarferli. Litið til baka er lærdómurinn þess vegna sá, sem margir neita stundum að horfast í augu við, að það eru engar töfralausnir í boði – eins og til dæmis upptaka annars gjaldmiðils – að baki því að draga úr sveiflum og skapa þannig grunn að lægra vaxtastigi. Mestu máli skiptir er skynsamleg hagstjórn ásamt stöðugleika á vinnumarkaði þar sem ekki er reglulega samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er nefnilega undir okkur sjálfum komið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hörður Ægisson Mest lesið Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Þau eru fá en þörfin er stór Sif Huld Albertsdóttir skrifar Skoðun Samvinnufélög, valkostur í atvinnurekstri Elín H. Jónsdóttir,Guðrún Johnsen skrifar Skoðun Leiðin til helvítis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Eitruð kvenmennska Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Hinn nýi íslenski aðall Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar Skoðun Gjaldskrár munu ekki virka til að koma aftur framleiðslu af stað Sæþór Randalsson skrifar Skoðun Mannúð og samvinna á tímum sögulegra þjáninga Sólrún María Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar Skoðun Þegar rykið hefur sest Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Búum til réttlátt lífeyriskerfi Hrafn Magnússon skrifar Skoðun Á undan jarðýtu komi fornleifafræðingur… Stefán Pálsson skrifar Skoðun Hin raunverulega byggðastefna Jón Þór Kristjánsson skrifar Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar Skoðun Rúmir 30 milljarðar í fangelsi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Sérstök staða orkusveitarfélaga! Guðmundur Haukur Jakobsson skrifar Skoðun Miklar endurbætur á lánum menntasjóðs námsmanna Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar Skoðun Er almenningur rusl? Sigurður Ingi Friðleifsson skrifar Skoðun Líffræðilega ómögulegt Björn Ólafsson skrifar Skoðun Veiðigjaldið stendur undir kostnaði Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Minn gamli góði flokkur Hólmgeir Baldursson skrifar Skoðun Hve lengi tekur sjórinn við? Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Orkan okkar, börnin og barnabörnin Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að fjárfesta í sjálfbærri verðmætasköpun Ingibjörg Ösp Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að bregðast ungu fólki í viðkvæmri stöðu Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Hliðarveruleiki hræðsluáróðurs og „pólitískur forarpyttur“ Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Fyrir hverja er Sjúkratryggingar Íslands? Hrefna Sif Jónsdóttir skrifar Skoðun Nauðsynlegar breytingar á Menntasjóði námsmanna Ragna Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Það er hægur leikur að draga upp dökka mynd af stöðunni. Samkvæmt öllum hagspám sem birst hafa á undanförnum vikum – Seðlabankanum, Hagstofunni og Arion banka – verður samdráttur á þessu ári í fyrsta sinn frá 2010. Ástæða er til að ætla, meðal annars með hliðsjón af tíðum fréttum af fjöldauppsögnum og ört hækkandi atvinnuleysi, að efnahagssamdrátturinn verði meiri en bjartsýnni spárnar gera ráð fyrir. Vöxtur einkaneyslunnar, sem er helsti drifkraftur hagvaxtar, verður í lágmarki og útflutningstekjur munu dragast saman í fyrsta sinn í þrettán ár. Sá mikli og viðvarandi viðskiptaafgangur sem hefur verið allt frá falli fjármálakerfisins haustið 2008 gæti snúist upp í halla. Þar ráða mestu áföll í ferðaþjónustunni, okkar stærstu gjaldeyrisskapandi atvinnugrein, sem stendur núna frammi fyrir þeirri áskorun að aðlaga sig að nýju jafnvægi eftir ofurvöxt síðustu ára. Það verður ekki sársaukalaust. Seðlabankinn hefur lagt sitt af mörkum til að vinna gegn kólnun hagkerfisins. Myndarleg vaxtalækkun bankans í síðustu viku – úr 4,5 prósentum í fjögur prósent – var í senn nauðsynleg og kærkomin. Þá ætti sú ákvörðun að heimila fjármálafyrirtækjum að leggja nú fram sértryggð skuldabréf sem tryggingu í viðskiptum við Seðlabankann að vera til þess fallin að auka lánsfjármagn í umferð. Í yfirlýsingu peningastefnunefndar var sérstaklega tekið fram að svigrúm hennar til þess að mæta efnahagsamdrætti væri töluvert og þá einkum ef verðbólga og verðbólguvæntingar héldust við 2,5 prósenta markmið bankans. Verðbólguvæntingar hafa farið hratt lækkandi að undanförnu og samhliða því hafa vextir óverðtryggðra ríkisskuldabréfa hrapað. Hægt er að slá því föstu að allt útlit sé fyrir enn frekari vaxtalækkanir og að vextir Seðlabankans verði farnir að nálgast þrjú prósent á næsta ári. Stóru tíðindin eru þessi: Seðlabankinn er nú í þeirri stöðu að geta lækkað vexti í niðursveiflu án þess að slíkt valdi gengisfalli og aukinni verðbólgu. Slíkt er fáheyrt frá seinna stríði og þýðir að bankinn getur loksins beitt vaxtatækinu til þess að mýkja lendinguna með því að lækka fjármagnskostnað fyrirtækja og heimila nú þegar kreppir að í efnahagslífinu og tekjur eru að dragast saman. Vegna stórbættrar efnahagsstöðu eru allar forsendur fyrir hendi að þegar fram í sæki verði vaxtastigið hér á landi líkara því sem við þekkjum í okkar nágrannalöndum. Jákvæð eignastaða þjóðarbúsins við útlönd, stóraukinn þjóðhagslegur sparnaður og myndarlegur óskuldsettur gjaldeyrisforði gerir þetta meðal annars raunhæft. Þetta hefði samt getað farið á annan veg. Ef ekki væri fyrir kjarasamninga um hóflegar launahækkanir, sem var alls ekki í kortunum lengst af, þá er ljóst að verðbólguvæntingar væru mun hærri og því útilokað að Seðlabankanum hefði verið stætt á að hefja vaxtalækkunarferli. Litið til baka er lærdómurinn þess vegna sá, sem margir neita stundum að horfast í augu við, að það eru engar töfralausnir í boði – eins og til dæmis upptaka annars gjaldmiðils – að baki því að draga úr sveiflum og skapa þannig grunn að lægra vaxtastigi. Mestu máli skiptir er skynsamleg hagstjórn ásamt stöðugleika á vinnumarkaði þar sem ekki er reglulega samið um launahækkanir langt umfram verðmætasköpun hagkerfisins. Þetta er nefnilega undir okkur sjálfum komið.
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun
Skoðun Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta skrifar
Skoðun Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir skrifar
Skoðun Sameining Garðabæjar og Hafnarfjarðar – kostir – ókostir - skynsemi Ó. Ingi Tómasson skrifar
Skoðun Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal skrifar
Skoðun Þekkir þú áhrifavaldana í lífi barnsins þíns? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Drögum úr fordómum í garð Breiðholts Alex Vor Ólafs,Jörundur Þór Hákonarson,Theodóra Líf Reykdal Skoðun
Hvernig getum við notað nýjar ráðleggingar um mataræði? Óla Kallý Magnúsdóttir,Jóhanna E. Torfadóttir Skoðun
Samningur HSÍ við Rapyd – Opið bréf til frambjóðenda í formannskjöri Hópur stuðningsmanna Íslands í handbolta Skoðun