Góð byrjun hjá Ólafíu á Opna bandaríska Ísak Jasonarson skrifar 31. maí 2019 06:30 Opna bandaríska 2019 er sjöunda risamótið sem Ólafía keppir á. vísir/getty Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á 71 höggi eða á parinu og er jöfn í 25. sæti af 156 keppendum. Ólafía, sem hóf leik á 10. teig í dag, fékk sinn fyrsta fugl á 12. holu og var þá komin á högg undir par. Á næstu níu holum fékk Ólafía þrjá skolla og var því á 2 höggum yfir pari þegar sex holur voru eftir af hringnum. Við tók flottur kafli þar sem Ólafía fékk þrjá fugla á móti einum skolla og því var niðurstaðan 71 högg. Ólafía er sem fyrr segir jöfn í 25. sæti í mótinu en leikið er á hinum erfiða Charleston velli í Suður-Karólínu. Hin japanska Mamiko Higa er í forystu í mótinu á 6 höggum undir pari. Hringurinn hennar var sá besti hjá nýliða í sögu mótsins. Higa er höggi á undan Þjóðverjanum Esther Henseleit sem er önnur. Sigurvegari síðasta árs, Ariya Jutanugarn, lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og er jöfn í 42. sæti. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og komast um 60 efstu kylfingarnir áfram að honum loknum. Vísir var með beina textalýsingu frá fyrsta hring mótsins. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Ólafía Þórunn Kristinsdóttir lék í dag fyrsta hringinn á Opna bandaríska mótinu á 71 höggi eða á parinu og er jöfn í 25. sæti af 156 keppendum. Ólafía, sem hóf leik á 10. teig í dag, fékk sinn fyrsta fugl á 12. holu og var þá komin á högg undir par. Á næstu níu holum fékk Ólafía þrjá skolla og var því á 2 höggum yfir pari þegar sex holur voru eftir af hringnum. Við tók flottur kafli þar sem Ólafía fékk þrjá fugla á móti einum skolla og því var niðurstaðan 71 högg. Ólafía er sem fyrr segir jöfn í 25. sæti í mótinu en leikið er á hinum erfiða Charleston velli í Suður-Karólínu. Hin japanska Mamiko Higa er í forystu í mótinu á 6 höggum undir pari. Hringurinn hennar var sá besti hjá nýliða í sögu mótsins. Higa er höggi á undan Þjóðverjanum Esther Henseleit sem er önnur. Sigurvegari síðasta árs, Ariya Jutanugarn, lék fyrsta hring mótsins á höggi yfir pari og er jöfn í 42. sæti. Annar hringur mótsins fer fram á morgun, föstudag, og komast um 60 efstu kylfingarnir áfram að honum loknum. Vísir var með beina textalýsingu frá fyrsta hring mótsins. Hana má sjá hér fyrir neðan.
Golf Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Fótbolti Fleiri fréttir Gunnlaugur í úrvalslið Evrópu og bestur ásamt Huldu Meiddist við að elda jólasteikina og missir af fyrstu mótum ársins Charlie Woods fór holu í höggi í fyrsta sinn Tiger og sonur í forystu á feðgamótinu Verða að hafa fæðst sem konur til að fá að keppa á LPGA Vill verðlaunafé á Ryder Cup til að styrkja góð málefni Meiddur Tiger segist enn hafa eldmóðinn Sjá meira