Óðinn Þór Ríkharðsson og félagar eru komnir í úrslit um danska meistaratitilinn í handbolta eftir ótrúlegan sigur á Skjern í oddaleik í undanúrslitunum í dag, 28-25.
Útlitið var ekki gott fyrir GOG sem var tveimur mörkum undir, 21-23, þegar rúmar sex mínútur voru eftir.
GOG átti hins vegar magnaðan endasprett, skoraði sjö af síðustu níu mörkum leiksins og vann þriggja marka sigur, 28-25, á meisturum síðasta tímabils.
Óðinn skoraði tvö mörk úr tveimur skotum fyrir GOG. Björgvin Páll Gústavsson varði eitt vítakast fyrir Skjern en Tandri Már Konráðsson var ekki á meðal markaskorara.
Í úrslitunum mætir GOG Janusi Daða Smárasyni, Ómari Inga Magnússyni og félögum í Aalborg.
Óðinn og félagar í úrslit eftir magnaðan endasprett
Ingvi Þór Sæmundsson skrifar

Mest lesið

„Við erum búnir að brenna skipin“
Íslenski boltinn


„Við bara brotnum“
Körfubolti

„Þetta er fyrir utan teig“
Íslenski boltinn

„Eru greinilega lið sem eru betri en við“
Körfubolti

Markmenn Bestu deildar kvenna: Hásætið laust
Íslenski boltinn

„Mínir menn geta borið höfuðið hátt“
Íslenski boltinn

„Kominn tími fyrir þá að fara í háttinn“
Körfubolti


Daði leggur skóna á hilluna
Íslenski boltinn