Íhuga reglubreytingar vegna tíðra dauðsfalla á Everest Atli Ísleifsson skrifar 30. maí 2019 10:27 Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. AP Yfirvöld í Nepal íhuga nú að breyta reglum um hverjir fái heimild til að klífa Everest, hæsta fjall heims. Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. Nokkrir þeirra sem hafa látið lífið í hlíðum fjallsins hafa gert það þar sem þeir hafa beðið í röð eftir að komast á tindinn. Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. „Það er kominn tími til að endurskoða gömlu reglurnar,“ segir þingmaðurinn Yagya Raj Sunuwar í samtali við New York Times. Langflestir sem hafa sótt leyfi til að klífa fjallið hafa til þessa fengið umsóknina samþykkta. Fjöldi tiltölulega óreyndra fjallgöngumanna, sem hafa sótt um leyfi til að komast á tindinn, hefur aukist að undanförnu og hefur það aukið á hættu fyrir alla fjallgöngumenn á staðnum. Fjölmargir fulltrúar nepalskra yfirvalda hafa lýst því yfir að verið sé að fara yfir stöðuna og að til skoðunar sé að umsækjendur verði að sýna fram á reynslu og læknisvottorð um að vera við góða heilsu áður en umsókn fáist samþykkt. Fjallgöngumenn þurfa nú að skila inn afriti af vegabréfi, stuttu æviágripi og heilsuvottorði sem kveði á um að þeir séu nægilega heilsuhraustir til að klífa fjallið. Fulltrúar yfirvalda hafa þó staðfest að ekki sé í öllum tilvikum hægt að sannreyna vottorðið. Erlendir fjallgöngumenn þurfa að greiða jafnvirði um 1,5 milljón króna til að fá leyfi til að klífa Everest. Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Yfirvöld í Nepal íhuga nú að breyta reglum um hverjir fái heimild til að klífa Everest, hæsta fjall heims. Ellefu manns hafa á síðustu vikum látið lífið í tilraunum sínum til að komast á tindinn. Nokkrir þeirra sem hafa látið lífið í hlíðum fjallsins hafa gert það þar sem þeir hafa beðið í röð eftir að komast á tindinn. Örtröð hefur á köflum myndast ofarlega í fjallinu. „Það er kominn tími til að endurskoða gömlu reglurnar,“ segir þingmaðurinn Yagya Raj Sunuwar í samtali við New York Times. Langflestir sem hafa sótt leyfi til að klífa fjallið hafa til þessa fengið umsóknina samþykkta. Fjöldi tiltölulega óreyndra fjallgöngumanna, sem hafa sótt um leyfi til að komast á tindinn, hefur aukist að undanförnu og hefur það aukið á hættu fyrir alla fjallgöngumenn á staðnum. Fjölmargir fulltrúar nepalskra yfirvalda hafa lýst því yfir að verið sé að fara yfir stöðuna og að til skoðunar sé að umsækjendur verði að sýna fram á reynslu og læknisvottorð um að vera við góða heilsu áður en umsókn fáist samþykkt. Fjallgöngumenn þurfa nú að skila inn afriti af vegabréfi, stuttu æviágripi og heilsuvottorði sem kveði á um að þeir séu nægilega heilsuhraustir til að klífa fjallið. Fulltrúar yfirvalda hafa þó staðfest að ekki sé í öllum tilvikum hægt að sannreyna vottorðið. Erlendir fjallgöngumenn þurfa að greiða jafnvirði um 1,5 milljón króna til að fá leyfi til að klífa Everest.
Everest Nepal Tengdar fréttir Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52 Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09 Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03 Mest lesið „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Innlent Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Innlent Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Erlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Innlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Fleiri fréttir Stuðningsmenn klerkastjórnarinnar fjölmenna á götum Tehran Hafa lokað yfir hálfri milljón samfélagsmiðlaaðganga Rannsaka nú og skoða ákærur gegn seðlabankastjóranum Trump íhugar íhlutun í Íran Danir standi á krossgötum Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Bandaríkin og Ísrael verði skotmörk verði ráðist að Íran Spítalar yfirfullir af látnum mótmælendum Bandaríkin gerðu loftárásir gegn ISIS í Sýrlandi Óttast innrætingu íslamista í breskum háskólum Hverfi Kúrda í Aleppo í herkví Þeir allra ríkustu búnir með „kolefniskvótann“ Meðal möguleika að greiða Grænlendingum milljónir Nýtt myndband af banaskotinu: „Helvítis tík“ Allt bendi til þess að breytingar séu í farvatninu Annar eigandi skemmtistaðarins í Sviss í haldi Verði að eignast Grænland svo Kína og Rússland geri það ekki Tuga saknað eftir ruslskriðu á Filippseyjum Bresk stjórnvöld segja viðbrögð X „móðgandi“ Ætlar að taka við nóbelnum frá Machado Tóku fimmta olíuskipið: Svona virkar „skuggaflotinn“ Stendur fastur fyrir og fordæmir Trump Flytja áhöfn geimstöðvarinnar heim vegna veikinda Hjón skotin af alríkisútsendurum í Portland Takmarka myndaframleiðslu Grok í skugga gagnrýni Segir Bandaríkin þurfa að eignast Grænland, sáttmálar séu ekki nóg Netsambandslaust meðan mótmælt er í Íran Bandaríkin áður mun öflugri á Grænlandi Telur að Evrópa myndi fórna Grænlandi fyrir NATÓ Sjá meira
Fleiri látist á Everest í ár en allt árið 2018 Alls hafa tíu látist í vikunni á Everest-fjalli eftir að tveir menn, Íri og Breti, létust í gær. 25. maí 2019 09:52
Ekki bara röðin sem valdi auknum fjölda dauðsfalla á Everest Ferðamálayfirvöld í Nepal hafa þvertekið fyrir að rekja megi aukinn fjölda dauðsfalla á Everest-fjallinu, hæsta fjalli heims, til aukningu í fjölda þeirra sem fá leyfi til að klífa fjallið. 26. maí 2019 18:09
Æ fleiri örmagnast í biðröðinni og komast aldrei niður Samtals hafa nú fjórir fjallgöngumenn látist í hlíðum Everest-fjalls undanfarna daga. 24. maí 2019 22:03