Jóhann Berg Guðmundsson skoraði eina mark leiksins en markið kom í fyrri hálfleik eftir magnaðan sprett Jóhanns.
Ísland er því komið með sex stig af níu mögulegum en tap liðsins kom gegn heimsmeisturum Frakka í Frakklandi. Liðið spilar við Tyrki á þriðjudag, einnig á Laugardalsvelli.
Bára Dröfn, ljósmyndari Vísis, var vopnuð myndavélinni í Laugardalnum í dag og hér að neðan má sjá afraksturinn.







