Breyta þurfi kennarastarfinu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. júní 2019 08:00 Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, segir að auka þurfi áhuga nemenda. Fréttablaðið/Sigtryggur „Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli. Skóla - og menntamál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli.
Skóla - og menntamál Mest lesið Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Innlent Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Tveggja vikna tvíburasystrum vísað úr landi Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Innlent