Breyta þurfi kennarastarfinu Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 8. júní 2019 08:00 Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá OECD, segir að auka þurfi áhuga nemenda. Fréttablaðið/Sigtryggur „Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli. Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira
„Ég held að Íslendingar þurfi að leggja mikið á sig til þess að tryggja að allir nemendur sýni betri námsárangur“ segir doktor Andreas Schleicher, yfirmaður menntamála hjá Efnahags- og framfarastofnun Evrópu (OECD). Schleicher hélt erindi í Háskóla Íslands í gær þar sem hann ræddi stöðu Íslands í menntamálum samanborið við önnur lönd OECD. Þar var frammistaða íslenskra ungmenna í PISA-könnuninni meðal annars rædd, en Ísland hefur komið illa út úr könnuninni undanfarin ár. „Það sem hefur að mínu mati gerst á Íslandi er að starf kennarans er farið að líkjast iðnaðarstarfi,“ segir Schleicher. „Kennslan er orðin eins og færiband sem hefur í för með sér einangrun kennara og minni samskipti og samvinnu kennara á milli. Kennarar eru ekki að kynnast nemendum sínum og þekkja því ekki áhugamál þeirra og langanir.“ Skólar víða um land hafa tekið upp aukna tækni í kennslustofum sem svar við hröðum tæknibreytingum og breyttu námsumhverfi og -árangri, svo sem notkun spjaldtölva. Schleicher segir tækni geta stuðlað að auknum áhuga nemenda ásamt því að bæta kennslu en á sama tíma segir hann tæknina ekki geta tekið við af kennurum. „Tækni kemur aldrei í staðinn fyrir kennslu, og hún getur ekki tekið við af okkur mönnunum. Ef það á að nýta tækni við kennslu þá þarf að gera það varfærnislega.“ Schleicher telur kennara hér á landi hafa mikið frelsi til margbreyttra kennsluaðferða en að mikilvægt sé að vekja áhuga barna á námi. „Skólar á Íslandi þurfa að leggja sig fram við að gera nám áhugavert. Skýringar á stórum hluta brottfalls úr skólum eru þær að krökkum finnst námið ekki áhugavert, þeir sjá ekki námið sem eitthvað sem skiptir máli og finnst það gamaldags,“ segir hann. „Ef þú værir að reka matvöruverslun og á hverju ári kæmi í hana ákveðinn fjöldi fólks og á sama tíma myndi alltaf ákveðinn fjöldi hætta að koma, þá yrði einhverju breytt,“ segir Schleicher og aðspurður að því hvað sé til ráða segir hann að mikilvægt sé að minnka ekki þær væntingar sem gerðar eru til nemenda. „Ég held að lausnin sé fólgin í því að auka væntingar til nemenda. Kennarar eru of fljótir að minnka væntingarnar sem þeir hafa til nemenda sinna um leið og vandi kemur upp.“ Þrátt fyrir að Ísland komi ekki vel út í PISA-könnuninni segir Schleicher Íslendinga veita fordæmi á ýmsum sviðum. Þar nefnir hann sérstaklega ánægju barna í skóla, lífsánægju og mikil samskipti barna á milli.
Skóla - og menntamál Mest lesið Læknar á sautján sólarhringa bakvakt Innlent Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Innlent Jafngildi uppgjöf fyrir Úkraínumenn Erlent Tuttugu og fjórir létust í árásum Ísraels þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Innlent Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Innlent Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Innlent Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Innlent Stakk af frá hörðum árekstri Innlent Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Innlent Fleiri fréttir Stakk af frá hörðum árekstri Læknar á sautján sólarhringa bakvakt „Elvis Presley“ skemmti á hjúkrunarheimili á Selfossi Þótti grunsamlegur og reyndist vera með mikið þýfi á sér Nokkur börn lögð inn vegna flensu og gervigreindarbylting fyrir blinda Skilji ekki þörfina á grenndarkynningu Læknar veigri sér við álaginu við að vinna úti á landi Nágranni brást hratt við og stöðvaði útbreiðslu eldsins Brutu dyrakarm til að bjarga heimilismanni Nýjungar og mörg tækifæri í ferðaþjónustu í Ölfusi „Helvítis kerling“ sé eitt en hótun um íkveikju annað Staðsetning flugeldanna endurskoðuð vegna drengsins Björk og Rosalía í hart við íslenska ríkið Þrír læknar hafa sagt upp á Akureyri vegna álags Læknaskortur á Akureyri og Björk og Rosalía í hart við ríkið Endaði á ljósastaur eftir flótta undan lögreglu Kvígurnar kvaddar eftir meinta kúvendingu Landsvirkjunar Ungt fólk glími við offitu eftir einangrun í kjölfar Covid Ungur drengur fékk púður úr flugeldi í augað Íbúar grátandi og í miklu uppnámi yfir flutningi Kaffistofunnar Viðreisn hafi tekið upp málflutning Miðflokksins Hernaðarstuðningur hækkar ekki og Rutte kunnugt um „íslenska öryggismódelið“ 80% nemenda á Laugarvatni eru í kór menntaskólans Ráðherra hvatti börn til þess að mótmæla bókstafakerfi Flestir vilja að störf sérstaks saksóknara verði rannsökuð Meira í varnarmál og heitar umræður í beinni Erlendum vasaþjófum vísað úr landi Stöðvuðu stækkun Sigöldustöðvar Kanna fýsileika landeldis á Bakka Hyggjast reisa fjörutíu íbúðir í raðhúsum í Breiðholti Sjá meira