Sigurður Ingi við þingmenn Miðflokksins: „Þér er ekki boðið!“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 7. júní 2019 20:39 Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, talaði um Miðflokkinn í ræðu sinni. vísir/anton brink „Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Umrætt klofningsbrot eru þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Miðflokks, hætti í Framsóknarflokknum í september árið 2017 til að stofna til nýs stjórnmálaafls.Sjá nánar: Sigmundur hættir í Framsókn Sigurður Ingi vitnaði í fleyg orð íslensku rappsveitarinnar XXX Rottweiler hunda til að orða hugsanir sínar í garð þingmanna Miðflokksins sem hann kallar í sífellu „klofningabrot“ í ræðu sinni. „Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: Þér er ekki boðið!“ Sigurður Ingi sagði að Framsóknarflokkurinn hefði verið í sárum fyrir síðustu þingkosningar vegna málsins. „Það reyndi á okkur, bæði sem flokk og okkur persónulega. Við fórum samt inn í kosningabaráttuna sem sameinað afl og stóðum styrkum fótum á hugsjónum Framsóknar og sögu,“ segir Sigurður sem bætir við að Framsókn sé ekki sundrungarafl. Sigurður Ingi útskýrði hvers vegna þingmenn Miðflokksins áttu ekki lengur samleið með Framsóknarflokknum. Framsókn sé hófsamur og ábyrgur og flokksmenn beri virðingu hver fyrir öðrum. „Þetta flokksbrot hefur lagt mikið á sig til að komast á dagskrá þessa fundar með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi á Alþingi,“ segir Sigurður Ingi sem tekur mið af rúmlega hálfsmánaða löngu málþófi Miðflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Framsókn er flokkur þar sem fólk getur verið ósammála, flokkur þar sem við berum virðingu fyrir skoðunum hvert annars og skoðunum annarra. Í anda samvinnunnar komumst við að niðurstöðu sem er í þágu heildarinnar, þjóðarinnar allrar.“ Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
„Því er ekki að leyna að hart hefur verið sótt að okkur af því klofningsbroti sem átti ekki lengur samleið með okkur,“ segir Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, í ræðu sem hann flutti á miðstjórnarfundi Framsóknarflokksins í dag. Umrætt klofningsbrot eru þingmenn Miðflokksins en Sigmundur Davíð Gunnlaugsson, fyrrverandi forsætisráðherra og núverandi formaður Miðflokks, hætti í Framsóknarflokknum í september árið 2017 til að stofna til nýs stjórnmálaafls.Sjá nánar: Sigmundur hættir í Framsókn Sigurður Ingi vitnaði í fleyg orð íslensku rappsveitarinnar XXX Rottweiler hunda til að orða hugsanir sínar í garð þingmanna Miðflokksins sem hann kallar í sífellu „klofningabrot“ í ræðu sinni. „Við þetta brot segi ég eins og sagt er í frægu lagi: Þér er ekki boðið!“ Sigurður Ingi sagði að Framsóknarflokkurinn hefði verið í sárum fyrir síðustu þingkosningar vegna málsins. „Það reyndi á okkur, bæði sem flokk og okkur persónulega. Við fórum samt inn í kosningabaráttuna sem sameinað afl og stóðum styrkum fótum á hugsjónum Framsóknar og sögu,“ segir Sigurður sem bætir við að Framsókn sé ekki sundrungarafl. Sigurður Ingi útskýrði hvers vegna þingmenn Miðflokksins áttu ekki lengur samleið með Framsóknarflokknum. Framsókn sé hófsamur og ábyrgur og flokksmenn beri virðingu hver fyrir öðrum. „Þetta flokksbrot hefur lagt mikið á sig til að komast á dagskrá þessa fundar með fordæmalausu og innihaldslausu málþófi á Alþingi,“ segir Sigurður Ingi sem tekur mið af rúmlega hálfsmánaða löngu málþófi Miðflokksins um innleiðingu þriðja orkupakkans. „Framsókn er flokkur þar sem fólk getur verið ósammála, flokkur þar sem við berum virðingu fyrir skoðunum hvert annars og skoðunum annarra. Í anda samvinnunnar komumst við að niðurstöðu sem er í þágu heildarinnar, þjóðarinnar allrar.“
Framsóknarflokkurinn Miðflokkurinn Tengdar fréttir Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56 Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06 Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53 Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33 Mest lesið Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Innlent Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Innlent Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Innlent „Öll kosningaloforð eru svikin“ Innlent „Íslendingar eru allt of þungir“ Innlent „Pavarotti á ís“ vekur reiði ekkju stórsöngvarans Erlent Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Innlent Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Innlent Bjóða Rússum flotastöð við Rauðahafið Erlent Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Innlent Fleiri fréttir Þingmenn mæta í vinnuna á laugardögum í desember Bíða með að skipa lögreglustjóra á Suðurnesjum á meðan nýs ríkislögreglustjóra er leitað Hvetja Seðlabankann til að rýmka lánþegaskilyrði enn frekar Parísar- og Rómarferð fjárlaganefndar sætir gagnrýni Vita enn ekki hvernig maðurinn lést Gott sé að draga úr notkun einkabílsins í dag og næstu daga „Íslendingar eru allt of þungir“ „Öll kosningaloforð eru svikin“ Halldór frá ASÍ til ríkisstjórnarinnar Fjárlögin tekið miklum breytingum fyrir aðra umræðu Með kíló af kókaíni í bakpokanum Skipaður forstöðumaður Stafrænnar heilsu Ekkert prófkjör hjá Sjálfstæðismönnum í Garðabæ Alvarlegt umferðarslys á Suðurstrandarvegi Gekk út af fíknigeðdeild og fannst látinn sólarhring síðar Leggja til breytingar um hærri útgjöld og meiri skatttekjur Sagði hvern sem er hafa getað fyllt BMW-inn af kókaíni Var að horfa á þátt í farsímanum á meðan hann ók Tónhöfundar spyrja út í notkun gervigreindar Borgaði sig fyrir kirkjuna að breyta um merki Þota til Egilsstaða í kvöld til að flytja veðurteppta Tíu prósent leikskólastarfsmanna hafi ekki meðalhæfni í íslensku Ræningjarnir hefðu aldrei sloppið á Íslandi Ókyrrð í lægri flughæðum raskar innanlandsfluginu Leitar bróður sem hún hefur aldrei hitt Dorrit, leit að bróður og pakkaflóð Miðflokkurinn áfram á flugi Myndskeið þingmannsins féll í grýttan jarðveg hjá kennurum Viðrar hugmynd um að gera fullveldisdaginn að rauðum degi Þorgerður Katrín opnaði nýtt sendiráð í Madríd Sjá meira
Sigmundur Davíð hættir í Framsókn Sigmundur Davíð vinnur að stofnun nýs flokks. 24. september 2017 11:56
Gunnar Bragi í framboð fyrir Miðflokkinn Fyrrverandi þingmaður og ráðherra Framsóknarflokksins stefnir á framboð. 5. október 2017 06:06
Gunnar Bragi hættir í Framsóknarflokknum Gunnar Bragi Sveinsson, þingmaður Framsóknarflokksins og fyrrverandi utanríkisráðherra, hefur ákveðið að segja sig úr Framsóknarflokknum. 29. september 2017 11:53
Dapurlegt að fyrrverandi forystumaður gangi úr flokknum Sigurður Ingi Jóhannsson formaður Framsóknarflokksins segir það dapurlegt að Sigmundur Davíð fyrrverandi formaður segi skilið við flokkinn. 24. september 2017 14:33