Khadija Shaw er 22 ára gömul, 180 sentímetrar á hæð og mjög öflugur framherji. Shaw hefur meðal annars skorað 31 mark í 22 landsleikjum fyrir Jamaíku.
Hún spilaði með Eastern Florida State College og University of Tennessee í bandaríska háskólanboltanum og lék síðan með Florida Krush liðinu í WPSL deildinni á síðasta ári.
Nú er hins vegar komið að því hjá Khadija „Bunny" Shaw að velja sér lið í Evrópu. Hún valdi að spila með franska félaginu Bordeaux eins og sjá má hér fyrir neðan.
Une jamaïcaine à Bordeaux ! Bienvenue Khadija Shaw !
https://t.co/MTXbD32iospic.twitter.com/bkVkwCuoYs
— FCGB Féminines (@fcgbgirls) June 7, 2019
Val hennar vakti talsverða athygli enda var vitað um áhuga félaga eins og Manchester City, Bayern München, PSG og Juventus.
Khadija „Bunny" Shaw hefur verið í miklu stuði í lokundirbúningi Jamaíku fyrir HM í Frakklandi en hún hefur þegar skorað sjö landsliðsmörk síðan í mars.
Jamaíka er í riðli með Ástralíu, Ítalíu og Brasilíu á HM og fyrsti leikur liðsins er á móti Brasilíu á sunnudaginn kemur.
Þar fær Khadija „Bunny" Shaw tækifæri til að sýna heiminum á stóra sviðinu hversu öflugur leikmaður hún er.