Dr John frá New Orleans fallinn frá Atli Ísleifsson skrifar 7. júní 2019 07:36 Dr John hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Getty Bandaríski tónlistarmaðurinn Dr John, sem ætíð verður tengdur við tónlistarsenuna í New Orleans, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Greint var frá andláti Dr John á Twitter-síðu tónlistarmannsins. Í frétt BBC segir að í tónlist sinni hafi Dr John blandað saman ólíkum tónlistarstefnum – blús, popptónlist, djass og rokki. Hann hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Tónlistarferill hans hófst á sjötta áratugnum þar sem hann vakti athygli sem píanóleikari á skemmtistöðum í New Orleans. Hann sló svo í gegn með plötu sinni Gris-Gris sem kom út árið 1968. Hann er þó þekkastur fyrir lag sitt Right Place, Wrong Time frá árinu 1973.Dr John, sem glímdi lengi við fíkniefnadjöfulinn, var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 2011. Hann gaf út 35 plötur á ferli sínum. Hann gekk tvívegis í hjónaband og sagði í viðtaki við New York Times að hann ætti „fullt af börnum“.pic.twitter.com/9ph7kisvHx — Dr. John (@akadrjohn) June 6, 2019 Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Bandaríski tónlistarmaðurinn Dr John, sem ætíð verður tengdur við tónlistarsenuna í New Orleans, er látinn, 77 ára að aldri. Hann lést í gær eftir að hafa fengið hjartaáfall. Greint var frá andláti Dr John á Twitter-síðu tónlistarmannsins. Í frétt BBC segir að í tónlist sinni hafi Dr John blandað saman ólíkum tónlistarstefnum – blús, popptónlist, djass og rokki. Hann hét Malcolm John Rebennack yngri réttu nafni og vann hann á ferli sínum sex sinnum til Grammyverðlauna. Tónlistarferill hans hófst á sjötta áratugnum þar sem hann vakti athygli sem píanóleikari á skemmtistöðum í New Orleans. Hann sló svo í gegn með plötu sinni Gris-Gris sem kom út árið 1968. Hann er þó þekkastur fyrir lag sitt Right Place, Wrong Time frá árinu 1973.Dr John, sem glímdi lengi við fíkniefnadjöfulinn, var tekinn inn í Frægðarhöll rokksins árið 2011. Hann gaf út 35 plötur á ferli sínum. Hann gekk tvívegis í hjónaband og sagði í viðtaki við New York Times að hann ætti „fullt af börnum“.pic.twitter.com/9ph7kisvHx — Dr. John (@akadrjohn) June 6, 2019
Andlát Bandaríkin Tónlist Mest lesið Ástin kviknaði á Kaffibarnum Lífið Heitustu trendin í haust Lífið Staðfesta þátttöku í Eurovision með fyrirvara um þátttöku Ísraela Lífið Rokkar pils sem bol og snýr flíkum öfugt Tíska og hönnun Segist ekki dauður heldur „sprelllifandi“ Lífið Sonur Hersis og Rósu kominn með nafn Lífið „Ég elskaði þig í fyrra lífi, ég elska þig í þessu lífi og mun finna þig í næsta“ Lífið Óvíst hvort Ísland verði með í Eurovision Lífið Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Tónlist Dóttir Arons Kristins og Láru komin með nafn Lífið Fleiri fréttir Troðfull Þorlákskirkja minntist Karls Sighvatssonar Einvalalið kemur fram á Karlsvöku Laufey Lín endar Evróputúrinn á Íslandi Fjarsambandinu loksins lokið Frumsýning á Vísi: Fyrsta lag Valdimars í sjö ár og liðsmenn eru Bieber ævinlega þakklátir Raftónlistarhátíðin Extreme Chill haldin í sextánda sinn næstu helgi Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“ Lög Sálarinnar verða að kvikmynd Enginn fær að skipta sér af tónlist Laufeyjar Tilkynnti tólftu plötuna í hlaðvarpi kærastans Sjá meira
Laufey syngur á íslensku á nýrri plötu: „Hver annar af kynslóð Laufeyjar er að gera tónlist eins og þessa?“