Er ekki hægt að fá vinnufrið hérna? Þórlindur Kjartansson skrifar 7. júní 2019 07:00 Nú til dags eru fáar setningar sem virka eins „kallakarla“-legar eins og þegar þess er krafist í fjölmiðlum að „mennirnir“ fái „vinnufrið“ til þess að útkljá málin án þess að vera truflaðir. Á síðustu árum finnst mér frasinn um að heimta vinnufrið einkum dúkka upp í kringum aðstæður þar sem fólk hefur komið sér í einhvern bobba. Ég sé fyrir mér hóp fjölmiðlafólks sem umkringir stjórnmálamann og allir garga spurningar í átt að stjórnmálamanninum: „Hver er staða málsins?“ „Er útlit fyrir að stjórnin springi?“ „Verður einhver dreginn til ábyrgðar?“ „Hefur ráðherrann íhugað afsögn vegna málsins?· Og stjórnmálamaðurinn segir fast og ákveðið: „Nú er verið að fara yfir allar hliðar málsins og öll sjónarmið verða rædd. Það sem er mikilvægast núna er að fá vinnufrið til þess að greiða úr þeirri stöðu sem komin er upp, þakka ykkur fyrir.“ En fjölmiðlar láta sér ekki segjast. „Ertu að segja að það komi til greina að ráðherrann segi af sér?“ Og eftir að hafa lagt kurteislega fram bónina um vinnufrið, og lagt áherslu á mikilvægi hans, þá leyfir stjórnmálamaðurinn sér að byrsta sig, og segir nú með valdsmannslegri röddu. „Eins og ég var að enda við að segja þá þarf að ríkja hér vinnufriður. Ég mun ekki svara fleiri spurningum. Þakka ykkur fyrir.“Merkileg mál Frasinn um að „fá vinnufrið“ virðist í margra augum hafa töframátt. Í orðunum felst ekki kurteisleg beiðni um að sýnt sé tillit heldur eru þau stundum yfirlýsing sem segir: „Það sem ég er að gera er miklu mikilvægara en það sem þið eruð að gera. Hættið nú að flækjast fyrir fullorðnu fólki, skottist heim til ykkar og látið lítið fara fyrir ykkur og svo látum við mikilmennin vita þegar óhætt er að gefa sér tíma til þess að sinna ykkur, ormarnir ykkar.“ Að fárast yfir því að fá ekki vinnufrið er setning og hugsunarháttur sem á sér eflaust djúpar rætur–virðing fyrir vinnu er djúpstæð. Ég hef til dæmis að því í mínu fjölskyldulífi að hægt er að ala börnin upp í því að bera mikla lotningu fyrir öllum hlutum sem eru skilgreindir sem „vinnu-eitthvað.“ Vinnu-pennar, vinnu-tölvur, vinnu-töskur, vinnu-bækur og vinnu-gleraugu. Allt eru þetta raunverulegir hlutir sem að jafnaði eru látnir vera í friði á heimilinu. Velgengni mín við að skilgreina hluti sem „vinnu-þetta-og-hitt“ hefur kannski farið smám saman út í öfgar. Nú eru til á heimilinu vinnu-hátalarar, vinnu-vasaljós, vinnu-strokleður, vinnu-litir og vinnu-kaffibollar og margt fleira „vinnu“dót sem á ekki nokkurn skapaðan hlut skylt við vinnu, en eru algjörlega forboðnir sem leiktæki. Ég yrði hins vegar hleginn út úr húsinu ef mér dytti það í hug að fara fram á „vinnu-frið“. Má þá ekki kveikja á sjónvarpinu og þremur tölvum á sama tíma, skella ísskápshurðum, gala spurningar milli herbergja, glamra á skemmtara, hoppa um, hrópa og kalla? Kanntu annan?Skarkala drekkt með síbylju Mig grunar að það sé ekki bara í mínu nánasta umhverfi sem hugtakið „vinnufriður“ hafi misst gildi sitt. Allri hugsun varðandi aðstæður til vinnu hefur smám saman verið snúið á haus. Í stað þess að það teljist dónaskapur að trufla manneskju sem situr niðursokkin í vinnu þá er sá talinn dónalegur sem ekki er tilbúinn til þess að hlýða umsvifalaust öllu utanaðkomandi áreiti og láta trufla sig. Yfirlýsingar um að maður þurfi vinnufrið hafa líklega einhvern tímann þótt ósköp eðlilegar. Fyrir tíma sífelldrar tengingar og stöðugs áreitis frá símum og snjallforritum þá leið vinnudagur flestra án mikilla utanaðkomandi truflana. Fólk gat eflaust notið þess mun oftar en nú að komast í hið þægilega sæluástand fullkominnar einbeitingar þegar viðfangsefnin virðast viðráðanleg, vandamálin skýrast og lausnirnar birtast. Við slíkar aðstæður er truflun dýrkeypt því þá reikar hugurinn í burtu frá viðfangsefninu og ómögulegt getur verið að komast aftur á réttan kjöl í hugsun og flæði. En nú eru slíkar stundir fágætar fyrir flesta. Margir vinna í opnum rýmum, jafnvel með fólki sem á ekki innirödd og víða grípur fólk til þess ráðs að útiloka hávaða og truflun með enn meiri hávaða og síbylju. Starfsfólk situr með hljóðeinangrandi heyrnartól með dynjandi teknótónlist eða djöflarokki inn á skrifstofum til þess að drekkja hinum óreiðukennda skarkala umhverfisins með útreiknanlegri skarkala Spotify-lagalistans „Einbeiting“. Að láta sér detta í hug að heimta að ró, friður og kyrrsæld ríki á vinnustað virkar nánast árásargjarnt korteri frá burnouti.Lof okkur að trufla Þetta endurspeglast meðal annars í þeirri breytingu sem orðið hefur á samskiptum fólks við stór þjónustufyrirtæki á borð við banka. Einu sinni þótti það til marks um slaka þjónustu ef ekki var svarað hratt í símann þegar viðskiptavinurinn hringdi með erindi sín. Svo fengu þjónustustjórar fyrirtækjanna bráðsnjalla hugmynd að í staðinn fyrir að fólk þyrfti að bíða eftir svari þá gæti það einfaldlega skilið eftir skilaboð og bankinn, tryggingafélagið eða símafyrirtækið myndi einfaldlega hringja til baka síðar. Frábær lausn, enginn þarf að bíða á línunni En það sem raunverulega felst í þjónustubreytingunni er að fyrirtækin segja við viðskiptavini sína: „Hey, hvernig væri að í staðinn fyrir að þú hringir í okkur með þín mál þegar þér hentar, að í staðinn þá hringjum við bara í þig þegar okkur hentar.“ Það sem á yfirborðinu virkar sem þægindi er í raun staðfesting á því viðhorfi sem orðið er ríkjandi í samfélaginu að það sé ofsalega slæmt að þurfa að bíða eftir einhverju, en nánast algjörlega kostnaðarlaust að vera truflaður frá því sem maður er að gera.Sorrí með mig Þetta er vitaskuld ekki rétt. Það er mjög dýrkeypt að vera truflaður frá vinnu. Og þótt blessaður kallakarlinn sé alltaf að koma sér í vandræði þessa dagana og sé eflaust orðinn þreyttur á að segja: „Sorrí með mig,“ þá er sumt sem er kannski rétt að afskrifa ekki sem algjöra vitleysu. Nú hrannast upp sannanir þess hversu skaðleg heilsufarsáhrif stöðugur hávaði hefur á fólk; og þeir sem komast öðru hverju út í kyrrsæla sveit eða út á einangraða víðáttu vita vel hversu góð áhrif það hefur á heilsu og hugsun að vera laus við áreiti, skarkala og klið. Kannski er orðið tímabært að hlusta aðeins á kallakarlinn og gefa gamla góða vinnufriðinum meira vægi á ný. Við þá sem hvorki botna upp né niður í þessum skrifum vil ég segja sjálfum mér til varnar: Ég fékk ekki vinnufrið. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Þórlindur Kjartansson Mest lesið Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir Skoðun Það er allt í lagi að vera þú sjálfur - Opið bréf til Snorra Mássonar Kári Stefánsson Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar Skoðun Hvers vegna halda Íslendingar með Dönum? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Hvað varð um þinn minnsta bróður? Birna Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rétturinn til að verða bergnuminn Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Þriðja leiðin í námsmati stuðlar að snemmtækri íhlutun Íris E. Gísladóttir skrifar Skoðun Alþjóðadagur sjálfsvígsforvarna Alma D. Möller skrifar Skoðun Hækkun skrásetningargjalds – Segjum sannleikann Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar Skoðun Hvaða módel ertu? Heiðdís Geirsdóttir skrifar Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Sjá meira
Nú til dags eru fáar setningar sem virka eins „kallakarla“-legar eins og þegar þess er krafist í fjölmiðlum að „mennirnir“ fái „vinnufrið“ til þess að útkljá málin án þess að vera truflaðir. Á síðustu árum finnst mér frasinn um að heimta vinnufrið einkum dúkka upp í kringum aðstæður þar sem fólk hefur komið sér í einhvern bobba. Ég sé fyrir mér hóp fjölmiðlafólks sem umkringir stjórnmálamann og allir garga spurningar í átt að stjórnmálamanninum: „Hver er staða málsins?“ „Er útlit fyrir að stjórnin springi?“ „Verður einhver dreginn til ábyrgðar?“ „Hefur ráðherrann íhugað afsögn vegna málsins?· Og stjórnmálamaðurinn segir fast og ákveðið: „Nú er verið að fara yfir allar hliðar málsins og öll sjónarmið verða rædd. Það sem er mikilvægast núna er að fá vinnufrið til þess að greiða úr þeirri stöðu sem komin er upp, þakka ykkur fyrir.“ En fjölmiðlar láta sér ekki segjast. „Ertu að segja að það komi til greina að ráðherrann segi af sér?“ Og eftir að hafa lagt kurteislega fram bónina um vinnufrið, og lagt áherslu á mikilvægi hans, þá leyfir stjórnmálamaðurinn sér að byrsta sig, og segir nú með valdsmannslegri röddu. „Eins og ég var að enda við að segja þá þarf að ríkja hér vinnufriður. Ég mun ekki svara fleiri spurningum. Þakka ykkur fyrir.“Merkileg mál Frasinn um að „fá vinnufrið“ virðist í margra augum hafa töframátt. Í orðunum felst ekki kurteisleg beiðni um að sýnt sé tillit heldur eru þau stundum yfirlýsing sem segir: „Það sem ég er að gera er miklu mikilvægara en það sem þið eruð að gera. Hættið nú að flækjast fyrir fullorðnu fólki, skottist heim til ykkar og látið lítið fara fyrir ykkur og svo látum við mikilmennin vita þegar óhætt er að gefa sér tíma til þess að sinna ykkur, ormarnir ykkar.“ Að fárast yfir því að fá ekki vinnufrið er setning og hugsunarháttur sem á sér eflaust djúpar rætur–virðing fyrir vinnu er djúpstæð. Ég hef til dæmis að því í mínu fjölskyldulífi að hægt er að ala börnin upp í því að bera mikla lotningu fyrir öllum hlutum sem eru skilgreindir sem „vinnu-eitthvað.“ Vinnu-pennar, vinnu-tölvur, vinnu-töskur, vinnu-bækur og vinnu-gleraugu. Allt eru þetta raunverulegir hlutir sem að jafnaði eru látnir vera í friði á heimilinu. Velgengni mín við að skilgreina hluti sem „vinnu-þetta-og-hitt“ hefur kannski farið smám saman út í öfgar. Nú eru til á heimilinu vinnu-hátalarar, vinnu-vasaljós, vinnu-strokleður, vinnu-litir og vinnu-kaffibollar og margt fleira „vinnu“dót sem á ekki nokkurn skapaðan hlut skylt við vinnu, en eru algjörlega forboðnir sem leiktæki. Ég yrði hins vegar hleginn út úr húsinu ef mér dytti það í hug að fara fram á „vinnu-frið“. Má þá ekki kveikja á sjónvarpinu og þremur tölvum á sama tíma, skella ísskápshurðum, gala spurningar milli herbergja, glamra á skemmtara, hoppa um, hrópa og kalla? Kanntu annan?Skarkala drekkt með síbylju Mig grunar að það sé ekki bara í mínu nánasta umhverfi sem hugtakið „vinnufriður“ hafi misst gildi sitt. Allri hugsun varðandi aðstæður til vinnu hefur smám saman verið snúið á haus. Í stað þess að það teljist dónaskapur að trufla manneskju sem situr niðursokkin í vinnu þá er sá talinn dónalegur sem ekki er tilbúinn til þess að hlýða umsvifalaust öllu utanaðkomandi áreiti og láta trufla sig. Yfirlýsingar um að maður þurfi vinnufrið hafa líklega einhvern tímann þótt ósköp eðlilegar. Fyrir tíma sífelldrar tengingar og stöðugs áreitis frá símum og snjallforritum þá leið vinnudagur flestra án mikilla utanaðkomandi truflana. Fólk gat eflaust notið þess mun oftar en nú að komast í hið þægilega sæluástand fullkominnar einbeitingar þegar viðfangsefnin virðast viðráðanleg, vandamálin skýrast og lausnirnar birtast. Við slíkar aðstæður er truflun dýrkeypt því þá reikar hugurinn í burtu frá viðfangsefninu og ómögulegt getur verið að komast aftur á réttan kjöl í hugsun og flæði. En nú eru slíkar stundir fágætar fyrir flesta. Margir vinna í opnum rýmum, jafnvel með fólki sem á ekki innirödd og víða grípur fólk til þess ráðs að útiloka hávaða og truflun með enn meiri hávaða og síbylju. Starfsfólk situr með hljóðeinangrandi heyrnartól með dynjandi teknótónlist eða djöflarokki inn á skrifstofum til þess að drekkja hinum óreiðukennda skarkala umhverfisins með útreiknanlegri skarkala Spotify-lagalistans „Einbeiting“. Að láta sér detta í hug að heimta að ró, friður og kyrrsæld ríki á vinnustað virkar nánast árásargjarnt korteri frá burnouti.Lof okkur að trufla Þetta endurspeglast meðal annars í þeirri breytingu sem orðið hefur á samskiptum fólks við stór þjónustufyrirtæki á borð við banka. Einu sinni þótti það til marks um slaka þjónustu ef ekki var svarað hratt í símann þegar viðskiptavinurinn hringdi með erindi sín. Svo fengu þjónustustjórar fyrirtækjanna bráðsnjalla hugmynd að í staðinn fyrir að fólk þyrfti að bíða eftir svari þá gæti það einfaldlega skilið eftir skilaboð og bankinn, tryggingafélagið eða símafyrirtækið myndi einfaldlega hringja til baka síðar. Frábær lausn, enginn þarf að bíða á línunni En það sem raunverulega felst í þjónustubreytingunni er að fyrirtækin segja við viðskiptavini sína: „Hey, hvernig væri að í staðinn fyrir að þú hringir í okkur með þín mál þegar þér hentar, að í staðinn þá hringjum við bara í þig þegar okkur hentar.“ Það sem á yfirborðinu virkar sem þægindi er í raun staðfesting á því viðhorfi sem orðið er ríkjandi í samfélaginu að það sé ofsalega slæmt að þurfa að bíða eftir einhverju, en nánast algjörlega kostnaðarlaust að vera truflaður frá því sem maður er að gera.Sorrí með mig Þetta er vitaskuld ekki rétt. Það er mjög dýrkeypt að vera truflaður frá vinnu. Og þótt blessaður kallakarlinn sé alltaf að koma sér í vandræði þessa dagana og sé eflaust orðinn þreyttur á að segja: „Sorrí með mig,“ þá er sumt sem er kannski rétt að afskrifa ekki sem algjöra vitleysu. Nú hrannast upp sannanir þess hversu skaðleg heilsufarsáhrif stöðugur hávaði hefur á fólk; og þeir sem komast öðru hverju út í kyrrsæla sveit eða út á einangraða víðáttu vita vel hversu góð áhrif það hefur á heilsu og hugsun að vera laus við áreiti, skarkala og klið. Kannski er orðið tímabært að hlusta aðeins á kallakarlinn og gefa gamla góða vinnufriðinum meira vægi á ný. Við þá sem hvorki botna upp né niður í þessum skrifum vil ég segja sjálfum mér til varnar: Ég fékk ekki vinnufrið.
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun
Skoðun Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur sjálfsvígsforvarnardagur – mikilvægi samtals og samkenndar Ellen Calmon skrifar
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Dagur sjálfsvígsforvarna – tryggjum raunverulegt aðgengi að sálfræðimeðferð Pétur Maack Þorsteinsson Skoðun