Mette Frederiksen komin með umboð til stjórnarmyndunar Margrét Helga Erlingsdóttir og Stefán Rafn Sigurbjörnsson skrifa 6. júní 2019 20:41 Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að borgaraleg blokk hægriflokka missti þingmeirihluta sinn í dönsku þingkosningunum í gær. Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan. „Þið hafið valið að Danmörk fái nýjan meirihluta og að Danmörk taki upp nýja stefnu. Og þið hafið valið að Danmörk fái nýja ríkisstjórn,“ sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn er stærsti flokkur Danmerkur eftir kosningarnar í gær. Þrátt fyrir það fékk Venstre, flokkur fráfarandi forsætisráðherra, merktur V, betri kosningu en reiknað var með. Það var Danski þjóðarflokkurinn sem galt afhroð og tapaði tuttugu þingmönnum. Rauðu flokkarnir í vinstriblokkinni fögnuðu einnig góðu fylgi og felldu bláan meirihluta borgaralegu flokkanna, 91 þingmaður gegn 79.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ morgun baðst Lars Løkke Rasmussen svo lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Drottningin ráðfærði sig við fulltrúa flokkanna í dag og veitti að lokum Mette Fredriksen, formanni Jafnaðarmannaflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef fengið umboð til að reyna stjórnarmyndun. Nú hefjast viðræður innan þingsins um það hvernig ríkisstjórnin verði en einnig stjórnmálaviðræður um það að hverju verði unnið næstu fjögur ár í Kristjánsborgarhöll,“ sagði Mette við fjölmiðla að loknum fundi með Danadrottningu. Mette hefur lýst því yfir að hún vilji að jafnaðarmenn sitji einir í minnihlutastjórn. Það kann að vera snúið að mynda ríkisstjórn þar sem mögulegir stuðningsflokkar munu vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Til dæmis að jafnaðarmenn slái af kröfum sínum um harða innflytjendastefnu og gefi ríflega í á útgjaldahlið ríkisins. Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Lars Løkke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, baðst lausnar fyrir sig og ráðuneyti sitt í morgun eftir að borgaraleg blokk hægriflokka missti þingmeirihluta sinn í dönsku þingkosningunum í gær. Margrét Þórhildur Danadrottning hefur veitt Mette Fredriksen, formanni jafnaðarmanna, stjórnarmyndunarumboð og fær hún því að reyna fyrir sér fyrst allra formanna. Þrátt fyrir öruggan meirihluta vinstriflokkanna eru snúnar stjórnarmyndunarviðræður framundan. „Þið hafið valið að Danmörk fái nýjan meirihluta og að Danmörk taki upp nýja stefnu. Og þið hafið valið að Danmörk fái nýja ríkisstjórn,“ sagði Mette í ávarpi sínu á kosningavöku Jafnaðarmannaflokksins. Jafnaðarmannaflokkurinn er stærsti flokkur Danmerkur eftir kosningarnar í gær. Þrátt fyrir það fékk Venstre, flokkur fráfarandi forsætisráðherra, merktur V, betri kosningu en reiknað var með. Það var Danski þjóðarflokkurinn sem galt afhroð og tapaði tuttugu þingmönnum. Rauðu flokkarnir í vinstriblokkinni fögnuðu einnig góðu fylgi og felldu bláan meirihluta borgaralegu flokkanna, 91 þingmaður gegn 79.Danski Jafnaðarmannaflokkurinn hlaut afar góða kosningu.Vísir/sylviaÍ morgun baðst Lars Løkke Rasmussen svo lausnar fyrir ráðuneyti sitt. Drottningin ráðfærði sig við fulltrúa flokkanna í dag og veitti að lokum Mette Fredriksen, formanni Jafnaðarmannaflokksins, umboð til stjórnarmyndunar. „Ég hef fengið umboð til að reyna stjórnarmyndun. Nú hefjast viðræður innan þingsins um það hvernig ríkisstjórnin verði en einnig stjórnmálaviðræður um það að hverju verði unnið næstu fjögur ár í Kristjánsborgarhöll,“ sagði Mette við fjölmiðla að loknum fundi með Danadrottningu. Mette hefur lýst því yfir að hún vilji að jafnaðarmenn sitji einir í minnihlutastjórn. Það kann að vera snúið að mynda ríkisstjórn þar sem mögulegir stuðningsflokkar munu vilja fá eitthvað fyrir sinn snúð. Til dæmis að jafnaðarmenn slái af kröfum sínum um harða innflytjendastefnu og gefi ríflega í á útgjaldahlið ríkisins.
Danmörk Þingkosningar í Danmörku Tengdar fréttir Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23 Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01 Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Fleiri fréttir Utanríkisráðherra Bandaríkjanna segir Póllandi að segja takk Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Fleiri hundruð óbreyttra borgara drepnir Fyrsti í fimmtán ár til að vera aflífaður með aftökusveit Forseti Suður-Kóreu leystur úr haldi Trump dregur úr völdum Musk eftir hitafund Tólf særðir eftir skotárás á knæpu í Toronto Mótmælandi staðið á syllu á Big Ben frá því í morgun Tveir unglingar handteknir í Glasgow grunaðir um morð Ellefu drepnir í loftárásum Rússa í Austur-Úkraínu Bandarísk stofnun hyggst rannsaka tengsl milli bóluefna og einhverfu Betsy Arakawa lést viku á undan Gene Hackman Ferðuðust um Evrópu og njósnuðu fyrir Rússa Ætla að senda alla pólska menn í herþjálfun Mannskæð átök í Sýrlandi Annað Starship sprakk í loft upp Átján særðir eftir mikið sprengjuregn Opna þungunarrofsmiðstöð þrátt fyrir bann í lögum Röskun á Gare du Nord vegna sprengju úr seinna stríði Sjúklingar með langvarandi Covid endurheimta lyktarskynið Samþykkja verulega aukin útgjöld til varnarmála Selenskí á fund Bandaríkjamanna í Sádi-Arabíu Mögulega hafi „eins konar ástarsorg“ spilað inn í Trump frestar tollgjöldum nágrannanna Afsökunarbeiðni og einræðisherra í skiptum fyrir flotastöð? Dóttir Pelicots kærir hann fyrir kynferðisofbledi Póstþjónusta Danmerkur hættir að bera út bréf Ætla að sigra í vopnakapphlaupi við Rússa Sjá meira
Viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar en vill halda forsætisráðherrastóli Forsætisráðherra viðurkennir ósigur bláu blokkarinnar og heldur á fund drottningar á morgun til að biðjast lausnar. 5. júní 2019 22:23
Mette boðar stjórn Jafnaðarmanna: „Þið hafið beðið um nýja ríkisstjórn“ Útlit er fyrir að Mette Frederiksen, leiðtogi Jafnaðarmanna, verði næsti forsætisráðherra Danmerkur. 6. júní 2019 00:01