Hæsti skýjakljúfur landsins Tómas Guðbjartsson og Ólafur Már Björnsson skrifar 6. júní 2019 07:45 Hæsti skýjakljúfur á Íslandi, Hvannadalshnjúkur. Fjallaskíðahópur frá Ferðafélagi Íslands er mættur á toppinn. Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma. Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira
Í Reykjavík eru fáir skýjakljúfar en á Öræfajökli, hæsta og stærsta eldfjalli landsins, eru nokkrir slíkir. Þar ber fyrst að nefna hæsta tind landsins, Hvannadalshnjúk, og bróður hans Sveinstind (2.044 m) en líka Vestari Hnapp (1.849 m), Rótarfellshnjúk (1.820 m) og Efri Dyrhamar (1.917 m). Þessi risar eiga allir til að stinga sér í gegnum ský sem oft vilja leggjast að Öræfajökli. Það gerðist einmitt á uppstigningardag, göngu- og fjallaskíðafólki á jöklinum til mikillar ánægju. Framan af degi sást varla ský á himni en þegar kom að öskjubrúninni færðist yfir þéttur skýjabakki sem gengið var upp úr í 2.060 m hæð, rétt neðan við hátindinn. Það var ótrúlegt sjónarspil að fylgjast með tindunum kljúfa sig hver af öðrum í gegnum skýjateppi sem smám saman þynntist og lét undan. Hvannadalshnjúkur er nefndur eftir Hvannadal, afar fáförnu dalverpi upp af Svínafellsheiði. Þaðan er frábært útsýni upp á Hnjúkinn en einnig sést vel í Hvannadalshrygg og þverhníptan Dyrhamar. Fyrstur til að ganga á Hvannadalshnjúk var Norðmaðurinn Hans Frisak í júlí 1813 og var Jón Árnason, bóndi á Fagurhólsmýri, með í ferðinni sem þótti mikið afrek. Tæpum tveimur áratugum áður hafði Sveinn Pálsson, læknir og náttúrufræðingur, gert atlögu að Öræfajökli en náði ekki tindi sem síðar var nefndur eftir honum, Sveinstindi, en hann var þá talinn hæsti tindur landsins. Það var síðan 1904 að danskir landmælingamenn mældu út Hvannadalshnjúk, og fengu töluna 2.119 m, sem var 66 m betur en Sveinstindur sem varð að sætta sig við annað sætið. Rúmri öld síðar tilkynnti Halldór Ásgrímsson, þáverandi forsætisráðherra, með viðhöfn að jökulkollurinn efst hefði lækkað um 9 m frá fyrri mælingu og síðan hefur opinber hæð Hnjúksins verið 2.010 m. Austurhlíð Hvannadalshnjúks er tilkomumest en sjálfur tindurinn er ávalur. Algengasta gönguleiðin á Hvannadalshnjúk liggur upp Sandfell og þaðan áfram svokallaða Dauðabrekku uns komið er að rótum Hnjúksins suðvestanmegin. Hnappaleið upp af Fagurhólsmýri er einnig vinsæl, enda hægt að stytta gönguna með því að aka á vel búnum jeppa upp í 700 m hæð. Þaðan er haldið í norðurátt á Hnjúkinn, meðfram hrímuðum Vestari Hnapp. Brattari leið og sprungnari liggur upp Virkisjökul, austan við Dyrhamar, og þaðan að suðurhlíðum Hnjúksins. Þessar gönguleiðir eru jafnframt frábærar fjallaskíðaleiðir, ekki síst Sandfellsleið. Til þess að ganga á Hvannadalshnjúk eða hina skýjakljúfana þarf að vera í góðu formi en Sandfellsleið er 22 km báðar leiðir og tekur gangan 14-16 tíma.
Birtist í Fréttablaðinu Hornafjörður Hvannadalshnjúkur Mest lesið Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Erlent Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Innlent „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ Innlent „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Innlent Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Innlent Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Innlent „Málið er fast“ Innlent Louvre-safni lokað vegna ráns Erlent Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Innlent Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Erlent Fleiri fréttir Brennur fyrir borgarhönnun og sárnaði að vera kölluð hræsnari Verkfall flugumferðarstjóra hafið Samkomulag við Þjóðverja eigi að tryggja varnir og öryggi Íslendinga Rödd Íslendinga í hinsegin baráttu hafi aldrei verið mikilvægari 105 ára boccia meistari í vesturbæ Reykjavíkur Nemendur gangi ítrekað í skrokk á kennurum Nemendur ganga í skrokk á kennurum og kjaradeila enn í hnút Lögregla aðstoðaði við að vísa gestum út af hóteli í 105 Þáttur Trumps gífurlega mikilvægur „Barnið mitt dó á ykkar vakt“ „Málið er fast“ Byggja þarf 5.500 íbúðir á Suðurlandi á næstu 10 árum „Stutt síðan að þeir voru í aðgerðum og ollu þar miklu tjóni“ Verkfallið vonbrigði og grímuklæddir glæpamenn í Louvre Eitt flug á áætlun á verkfallstíma Sprengisandur: Sigurður Ingi hættir, gervigreindarkapphlaup og vaxtamálið Sundabrú minnir á helsta kennileiti Norður-Noregs Kallar eftir handleiðslu og sálgæslu fyrir viðbragðsaðila Verulega áhyggjufull og þorir ekki heim til Bandaríkjanna Breytingar á forystu Framsóknar og fjöldamótmæli vestanhafs Lilja Rannveig nýr ritari Framsóknarflokksins Aðgerðir flugumferðarstjóra muni bitna á fjölda fólks „Það er óákveðið“ „Ég hef aldrei skorast undan ábyrgð“ Býður sig ekki fram til áframhaldandi formennsku Allt bendir til verkfalls Bein útsending: Haustfundur miðstjórnar Framsóknarflokksins Julian Assange í heimsókn á Íslandi Varað við hálku á Hellisheiði Jákvætt að rafvarnarvopn hafi fælingarmátt Sjá meira