Telja húsleitir ógna fjölmiðlafrelsi í Ástralíu Kjartan Kjartansson skrifar 5. júní 2019 08:01 Höfuðstöðvar ABC í Sydney þar sem lögreglan gerði húsleit í dag. Vísir/EPA Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald. Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira
Húsleitir áströlsku lögreglunnar á skrifstofum ríkisútvarpsins og á heimili ritstjóra annars miðils hafa vakið harða gagnrýni fjölmiðlamanna. Fjölmiðlarnir eru sakaðir um að hafa birt leyniskjöl um misferli ástralskra hermanna í Afganistan og áform áströlsku leyniþjónustunnar um rafræna vöktun á einstaklingum. Fulltrúar áströlsku alríkislögreglunnar AFP leituðu á skrifstofum ríkisútvarpsins ABC í Sydney í dag. Áður höfðu þeir gert húsleit heima hjá ritstjóra fjölmiðlafyrirtækisins News Corp. AFP segir að engin tengsl séu á milli húsleitanna. Reuters-fréttastofan segir að húsleitin hjá ABC hafi tengst nokkrum fréttum þess árið 2017 um ásakanir um að ástralskir hermenn kunni að hafa framið stríðsglæpi í Afganistan. Leitað var hjá ritstjóra News Corp vegna frétta dagblaðs þess um að ástralska leyniþjónustan vildi fylgjast með fólki með því að komast inn í tölvupóst þess, bankareikninga og smáskilaboð í fyrra. AFP segir að rannsóknin á ABC hafi hafist eftir að yfirmaður herafla Ástralíu og þáverandi varnarmálaráðherra vísuðu málinu áfram árið 2017. Dómstóll hafi heimilað húsleitina og byggt á sönnunargögnum sem hafi leitt í ljós „nægilegan grun um að glæpur hefði verið framinn“.Segja húsleitirnar svívirðilega og harkalega aðgerð Fjölmiðlarnir hafa brugðist hart við húsleitunum. David Anderson, útvarpsstjóri ABC, segir afar óvenjulegt að húsleit sé gert hjá ríkisútvarpi. „Þetta eru alvarleg tíðindi og vekur upp lögmætur áhyggjur af fjölmiðlafrelsi og almennilegu aðhaldi almennings með þjóðaröryggis- og varnarmálum,“ segir hann. News Corp, sem er í eigu fjölmiðlamógúlsins Ruperts Murdoch, segir húsleitina „svívirðilega og harkalega“ og „alvarlega ógnun“. Fyrirtækið hafi áhyggjur af því hversu viljug ríkisstjórn landsins sé að grafa undan rétti almennings til að vita um mikilvægar ákvarðanir hennar. Marcus Strom, forseti stéttarfélags fjölmiðlamanna, kallaði húsleitirnar „svívirðilegar“ á Twitter. „Það er verið að gera húsleitir lögreglu hjá blaðamönnum að eðlilegum hlut. Það verður að hætta,“ sagði hann. Scott Morrison, forsætisráðherra, gerði lítið úr áhyggjum af fjölmiðlafrelsi og segir að skýrar reglur séu um notkun á leynilegum upplýsingum. „Það veldur mér aldrei áhyggjum að lögum sé framfylgt,“ sagði hann í viðtali við dagblaðið Sydney Morning Herald.
Ástralía Fjölmiðlar Mest lesið Fjölga rýmum á öryggisgeðdeild og ný stofnun í startholunum Innlent Menn hér á landi verið tengdir hryðjuverkasamtökum Innlent Fluttur á slysadeild eftir líkamsárás Innlent Bilun í stofnneti Ljósleiðarans Innlent „Ekki kynnst alvöru málþófi ef þau telja þetta vera mikið málþóf“ Innlent Landlæknir varar við sýningu Adolescence-þáttanna Innlent Adolescence gott samfélagsinnlegg en ekki góð forvörn Innlent Hryssurnar lamdar, ýtt í þær með prikum og þær beittar afli Innlent „Skýr skilaboð“ Íslands og skilningur ESB en engar tryggingar Innlent Höfðar mál gegn Íslandi vegna úrgangsmála Innlent Fleiri fréttir Kynntu „sterka stjórn sem er fær um aðgerðir“ Kynna nýja ríkisstjórn Þýskalands Hátt í hundrað látnir eftir að þak skemmtistaðar féll Máttu ekki banna fréttamenn AP Erjur í innsta hring Trump fyrir opnum tjöldum Leggur á 104 prósenta tollgjöld á Kína Segjast hafa handsamað Kínverja sem börðust með Rússum Staðfestir veru úkraínskra hermanna í Belgorod Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Mikilvægur fundur með Íran framundan Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Eini eftirlifandinn lýsir pyntingum og barsmíðum ísraelskra hermanna Kanye stal Ku Klux Klan-myndinni úr Aftenposten Þrjú látin: Heyrðu öskur þegar hringt var í neyðarlínu Ísraelsher viðurkennir rangfærslur eftir birtingu myndefnis Þúsundir mótmæltu Trump á 1.200 mótmælum Vill tollalaus viðskipti við Evrópu „Þetta verður ekki auðvelt“ Handtekinn fyrir að fara á forboðna eyju „En það sem ég var aldrei, var nauðgari“ Tollahækkanir Trump taka gildi TikTok hólpið í bili Rak sex eftir fund með umdeildum samsæringi Russell Brand ákærður fyrir nauðganir og kynferðisbrot Sendi Dönum tóninn Saka Pútín um að draga lappirnar Rannsaka dráp á sjúkraliðum en neita að þeir hafi verið teknir af lífi Forseti Suður-Kóreu leystur frá embætti Rannsaka góðgerðarsamtök sem Harrý stofnaði Sjá meira