Voru einu sinni að safna myndum af Cristiano Ronaldo en spila nú með hetjunni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 21:45 Cristiano Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu sem er á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar. Getty/Pedro Fiúza Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira
Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Fótbolti Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs Fótbolti Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Fótbolti Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Fótbolti Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París Fótbolti Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Íslenski boltinn Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Fótbolti Þungavigtin: Jói Kalli á Tene níu dögum fyrir bikarúrslitaleik Fótbolti „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Fótbolti Þungavigtin: Mike hefur miklar áhyggjur af því að KR falli í körfunni Körfubolti Fleiri fréttir Breiðablik hafnaði tilboði í Ágúst Orra Pirraður Heimir: „Er þetta spurning?“ Haaland skoraði fimm í tíu marka sigri Noregs „Frammistaða sem við getum svo sannarlega byggt ofan á“ Arnar eftir tapið súra í París: „Hef þroskast svo mikið” Einkunnir Íslands: Andri Lucas bestur í grátlegu tapi í París „Þetta mark átti klárlega að fá að standa“ Fyrirliðinn um markið sem var dæmt af: „Finnst þetta galið“ Sársvekktur Andri Lucas: „Ég eiginlega veit ekki hvað hann dæmir á“ Uppgjörið: Frakkland - Ísland 2-1 | Grátlegt tap í París eftir hetjulega baráttu Endurkoman gegn Víkingum ekki nóg og Bröndby skiptir um þjálfara Englendingar skoruðu fimm í Serbíu Aserar náðu í mikilvægt stig gegn Úkraínu Lærisveinar Heimis fara illa af stað Byrjunarlið Íslands: Daníel byrjar og fimm manna vörn Svíar nötrandi og HM í hættu en starf þjálfarans ekki Arna semur við Vålerenga Í beinni: Armenía - Írland | Lærisveinar Heimis þurfa sigur Leiðin á HM: Menn ósammála og Gummi Ben brenndi sig „Allir mjög spenntir að fara spila á móti þessum gæjum“ Neitar að eldast og nálgast 200 landsleiki Ange tekinn við Forest: „Hefur sýnt og sannað að hann geti unnið titla“ Ég á þetta mark Albert tognaði á ökkla en gæti spilað næsta laugardag Liverpool hyggst fá Guéhi frítt Serbar grátbiðja stuðningsmenn að haga sér „Stefnum á stig“ Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Sjá meira