Voru einu sinni að safna myndum af Cristiano Ronaldo en spila nú með hetjunni sinni Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 21:45 Cristiano Ronaldo á æfingu með portúgalska landsliðinu sem er á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar. Getty/Pedro Fiúza Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira
Joao Felix, vonarstjarna portúgalska fótboltans, er jafngamall í dag og Cristiano Ronaldo var sjálfur þegar hann spilaði með portúgalska landsliðinu á heimavelli á EM 2004. Portúgalska landsliðið í knattspyrnu er eitt af fjórum landsliðum sem fær tækifæri til að vinna fyrstu Þjóðadeildina en Portúgal mætir Sviss í fyrri undanúrslitaleik keppninnar á morgun. Portúgalar eru á heimavelli í úrslitum Þjóðadeildarinnar alveg eins og þeir voru á Evrópumótinu 2004 þegar þeir fóru alla leið í úrslitaleikinn. Leikurinn á milli Portúgals og Sviss verður í beinni á Stöð 2 Sport eins og öll úrslitin en Holland og England spila seinni undanúrslitsleikinn á fimmtudagskvöldið. Í keppninni 2004 var Cristiano Ronaldo nítján ára gamall og að stíga sín fyrstu spor með portúgalska landsliðinu á stórmóti. Úrslitaleikurinn sem tapaðist 1-0 á móti Grikkjum var hans þrettándi landsleikur en Ronaldo leikur sinn 157 landsleik annað kvöld. Joao Felix gæti mögulega leikið sinn fyrsta landsleik á móti Sviss en hann nítján ára gamall. Felix sló í gegn með Benfica á þessu tímabili og hefur verið orðaður við stóru liðin í ensku úrvalsdeildinni. Joao Felix var með í portúgalska landsliðshópnum í mars en kom þá ekkert við sögu. Það er líklegt til að breytast núna en strákurinn var með 20 mörk og 11 stoðsendingar í öllum keppnum á tímabilinu. Fernando Santos, þjálfari Portúgals, ræddi um áhrif Cristiano Ronaldo á þessa ungu stráka í portúgalska landsliðinu í dag en þó að Joao Felix sé sá yngsti eru margir aðrir ungir leikmenn í liðinu. „Flestir leikmennirnir í landsliðinu voru að horfa á Cristiano Ronaldo spila fyrir nokkrum árum. Þegar Ronaldo spilaði á EM 2004 eða fyrir fimmtán árum þá voru þessir strákar fjögurra, fimm eða sex ára,“ sagði Fernando Santos. „Cristiano Ronaldo var hetjan þeirra og þeir voru að safna myndum af honum. Nú er Ronaldo liðsfélagi þeirra og setur þar frábært fordæmi fyrir þá á æfingum, í vinnusemi og í hegðun. Hann mun hafa áhrif á hugsunargang þeirra til framtíðar,“ sagði Fernando Santos.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Enski boltinn „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Tryggvi lét mest til sín taka í tapi gegn Portúgal Körfubolti Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Enski boltinn Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Fótbolti ÍBV segir tvær hliðar á málinu og óskar Kára velfarnaðar Handbolti Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Fótbolti Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Enski boltinn Fleiri fréttir „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjáðu þáttinn um fyrsta N1-mót kvenna: Smá stress, snitsel og Sandra María skrifaði á skó Gummi Ben og Hjörvar Hafliða fóru að rífast Sjáðu dramtíkina á Króknum í gær: Aftur fengu Þróttarakonur rautt spjald Karólína Lea valin best í fyrsta leik Enska augnablikið: Eftirminnilegasta lýsing Íslandssögunnar Nýr framherji Man. United treður með miklum tilþrifum í körfuna „Gefa áhorfendum innsýn í það sem sérfræðingarnir gera“ Dagskráin: Fyrsti leikur í enska boltanum „Galið og fáránlegt“ Sjá meira