Vill að íhaldsöflin „drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“ Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 4. júní 2019 10:49 Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, segir að þriðji orkupakkinn sé áminning um að hlúa þurfi að grundvallaratriðunum; innleiðingu nýrrar stjórnarskrár. Vísir/Vilhelm Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að í nýrri stjórnarskrá sé að finna lausnir við öllum álitaefnum sem hafa verið rædd daga og nætur á Alþingi í tengslum við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þriðji orkupakkinn sé viðvörun og áminning um það hvernig hlutirnir geti auðveldlega farið í flækju og á versta veg ef grundvallaratriðin eru trössuð of lengi. „Lausnin í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, er að íhaldsöflin hætti að láta eins og þau séu yfir allar breytingar hafin og drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“. Álitamálin séu öll óljós í stjórnskipaninni. „Lýst er yfir ótta við að Ísland missi yfirráð á nýtingarrétti yfir auðlindum sínum, að framsal valds í málinu sé óhóflegt, að málið stangist á við stjórnarskrá, að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar.“Engin álitamál með nýrri stjórnarskrá Eignarréttur yfir auðlindum hafi verið raunverulegt bitbein áratugum saman og lagaleg óvissa sé uppi í þeim efnum. „Framsal valds er á einhverjum fræðilegum stað sem snýst meira um hvaða fræðimönnum þingmenn taka mark á heldur en hvað sé skrifað í lagatexta. Stjórnarskrárlegt samhæfi er á endanum einfaldlega ákveðið með atkvæði þingmanna og engin brú er á milli þings og þjóðar aðrar en reglulegar eða óreglulegar þingkosningar.“ Helgi Hrafn fullyrti að þingið hefði fyrir löngu afgreitt þriðja orkupakkann væri ný stjórnarskrá í gildi. „Í fyrsta lagi væri enginn vafi á þjóðareign yfir auðlindum, í öðru lagi væru lýðræðislegir öryggisventlar við framsali valds, í þriðja lagi væri til staðar lögrétta sem gæti útkljáð stjórnarskrárlegt samhæfi áður en málið væri samþykkt á Alþingi og sem hluti af formlegum ferlum þess í stað þess að þingmenn nafntoguðu fræðimenn í þjóðfélaginu eftir þörfum og í fjórða lagi gætu kjósendur sjálfir kallað til sín mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef allt undangengið myndi klikka“ Alþingi Miðflokkurinn Píratar Stjórnarskrá Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Helgi Hrafn Gunnarsson, þingmaður Pírata, sagði í ræðu sinni undir liðnum störf þingsins að í nýrri stjórnarskrá sé að finna lausnir við öllum álitaefnum sem hafa verið rædd daga og nætur á Alþingi í tengslum við innleiðingu þriðja orkupakkans. Þriðji orkupakkinn sé viðvörun og áminning um það hvernig hlutirnir geti auðveldlega farið í flækju og á versta veg ef grundvallaratriðin eru trössuð of lengi. „Lausnin í þessu máli, eins og svo mörgum öðrum, er að íhaldsöflin hætti að láta eins og þau séu yfir allar breytingar hafin og drattist til að innleiða nýja stjórnarskrá“. Álitamálin séu öll óljós í stjórnskipaninni. „Lýst er yfir ótta við að Ísland missi yfirráð á nýtingarrétti yfir auðlindum sínum, að framsal valds í málinu sé óhóflegt, að málið stangist á við stjórnarskrá, að gjá hafi myndast á milli þings og þjóðar.“Engin álitamál með nýrri stjórnarskrá Eignarréttur yfir auðlindum hafi verið raunverulegt bitbein áratugum saman og lagaleg óvissa sé uppi í þeim efnum. „Framsal valds er á einhverjum fræðilegum stað sem snýst meira um hvaða fræðimönnum þingmenn taka mark á heldur en hvað sé skrifað í lagatexta. Stjórnarskrárlegt samhæfi er á endanum einfaldlega ákveðið með atkvæði þingmanna og engin brú er á milli þings og þjóðar aðrar en reglulegar eða óreglulegar þingkosningar.“ Helgi Hrafn fullyrti að þingið hefði fyrir löngu afgreitt þriðja orkupakkann væri ný stjórnarskrá í gildi. „Í fyrsta lagi væri enginn vafi á þjóðareign yfir auðlindum, í öðru lagi væru lýðræðislegir öryggisventlar við framsali valds, í þriðja lagi væri til staðar lögrétta sem gæti útkljáð stjórnarskrárlegt samhæfi áður en málið væri samþykkt á Alþingi og sem hluti af formlegum ferlum þess í stað þess að þingmenn nafntoguðu fræðimenn í þjóðfélaginu eftir þörfum og í fjórða lagi gætu kjósendur sjálfir kallað til sín mál í þjóðaratkvæðagreiðslu ef allt undangengið myndi klikka“
Alþingi Miðflokkurinn Píratar Stjórnarskrá Þriðji orkupakkinn Tengdar fréttir Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07 Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12 Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13 Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48 Mest lesið Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Innlent Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Innlent „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Innlent Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Innlent Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Innlent Kastaði eggjum í bíl Innlent „Nú hættir þú Sigurður!“ Innlent Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Innlent Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta Innlent Níu látnir eftir eldflaugaárás á Kænugarð Erlent Fleiri fréttir Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Gríðarlegir fjármunir sveitarfélaga í öryggisvistanir Sérsveitin aðstoðar lögregluna á Suðurlandi Milljarður í kostnað vegna öryggisvistunar og húðflúr í beinni Eva Georgs ráðin dagskrárstjóri sjónvarps hjá RÚV Mótmæla hagræðingum og segja þær bitna á konum Skóflustunga að padelveislu í Kópavogi Sólveig Anna segir skilið við Sósíalista Ríkissaksóknari staðfestir niðurfellingu í stórri slysasleppingu Tíufréttir heyra sögunni til Stuðningur við Úkraínu og Palestínu fer dvínandi Neitar að hafa orðið föður sínum að bana Óljóst hvað Gad Saad er sakaður um í mótmælapóstum Línan umdeilda fær enn eitt græna ljósið Lætur könnun um væntingar ekki á sig fá Kalt veður bjargaði Andrésar andarleikunum fyrir horn Óeðlileg staða á íslenskum eignamarkaði Barnaníðingur situr inni þar til hann verður sendur til Litáen Meirihluti hefur litlar væntingar til borgarstjórnarmeirihlutans „Nú hættir þú Sigurður!“ Beittu neyðarstöðvun til að forðast árekstur við Herjólf Pakki skemmdist og „óafhending“ varð Eldur Smári segir að sér sé markvisst haldið í myrkrinu Sjá meira
Þingfundur hefur staðið yfir í tæpan sólarhring Miðflokksmenn hafa nú talað í á fimmta sólarhring um þriðja orkupakkann. 29. maí 2019 10:07
Segir senn fullreynt að höfða til virðingar Miðflokks fyrir þingræði Þingfundi var slitið eftir rúmlega sólarhrings fundahöld. Miðflokksmenn hafa nú rætt um þriðja orkupakkann í rúmar 110 klukkustundir. 29. maí 2019 11:12
Orkupakkinn tekinn af dagskrá um óákveðinn tíma Steingrímur kom þessari tilhögun þingfundarins á framfæri þegar umræðum um störf þingsins var lokið og umræða um þriðja orkupakkann átti að hefjast að nýju. 31. maí 2019 11:13
Útlit fyrir áframhaldandi málþóf Ekki tókst að komast að niðurstöðu um framhald þingstarfa á nýafstöðnum fundi formanna flokkanna á þingi. 2. júní 2019 15:48