Vill sjá Raheem Sterling með fyrirliðbandið í úrslitum Þjóðadeildarinnar Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 4. júní 2019 13:30 Raheem Sterling næsti fyrirliði enska landsliðsins? Sumir vilja sjá það og það strax ísumar. Hér fagnar hann marki með Ross Barkley og fyrirliðunum Jordan Henderson og Harry Kane. Getty/Michael Regan Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins. Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira
Annað sumarið í röð er enska landsliðið aðeins tveimur leikjum frá því að vinna langþráðan titil. Úrslit Þjóðadeildarinnar fara fram í þessari viku og enska landsliðið er eitt af fjórum landsliðum sem eiga enn möguleika á því að vinna fyrstu Þjóðadeildina. Fyrir tæpu ári síðan komst enska landsliðið í undanúrslitin á HM í Rússlandi en varð þá að sætta sig við tap á móti Króatíu. Enska liðið tapaði síðan á móti Belgíu í leiknum um þriðja sætið. Að þessu sinni er það hollenska landsliðið sem stendur í vegi fyrir ensku landsliðsmönnunum og langþráðum úrslitaleik. Draumar enska landsliðsins hafa nokkrum sinnum dáið í undanúrslitum stórmóta en Englendingar hafa ekki spilað til úrslita á slíku móti síðan þeir unnu HM á heimavelli árið 1966. Undanúrslitaleikur Englands og Hollands verður í beinni útsendingu á Stöð 2 Sport á fimmtudagskvöldið en annað kvöld mætast Portúgal og Sviss í hinum undanúrslitaleiknum. Úrslitaleikurinn fer síðan fram á sunnudaginn. Jason Burt, blaðamaður á Telegraph, vill sjá nýjan mann með fyrirliðaband enska landsliðsins í þessu spennandi verkefni..@JBurtTelegraph column: Raheem Sterling deserves to captain England in the Nations League https://t.co/QlzisWKI29 — Telegraph Football (@TeleFootball) June 4, 2019Burt skrifar grein í Telegraph þar sem hann kallar eftir því að Manchester City leikmaðurinn Raheem Sterling fái fyrirliðabandið í stað Harry Kane eða Jordan Henderson. Kane er að koma til baka eftir meiðsli en spilaði allan úrslitaleik Meistaradeildarinnar á laugardaginn. Það var einmitt þar sem Jordan Henderson lyfti bikarnum með stóru eyrun eftir sigur Liverpool á Tottenham. Jason Burt vill hvíla Harry Kane í leiknum við Holland og telur síðan betra að Raheem Sterling fái fyrirliðabandið frekar en Jordan Henderson. Burt sér mikil þroskamerki hjá Sterling og vill ýta undir frekari þroska hjá þessum sjalla leikmanni. Raheem Sterling spilar tímamótaleik á móti Hollendingum en það verður hans fimmtugasti landsleikur. Sterling er enn bara 24 ára gamall og er nú kominn í hóp bestu knattspyrnumanna heims eftir að hafa blómstrað undir stjórn Pep Guardiola. Á nýloknu tímabili með Manchester City var Raheem Sterling með 25 mörk og 18 stoðsendingar í 51 leik í öllum keppnum. City liðið vann þrjá af fjórum titlum í boði. Það má alveg halda því fram að Raheem Sterling sé orðin stærsta stjarna enska landsliðsins í dag og Jason Burt vill nú sjá hann sem leiðtoga liðsins.
Þjóðadeild UEFA Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Fótbolti Fleiri fréttir „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Sjá meira