Björgólfur: „Það var persónulegur greiði við vin minn Skúla Mogensen“ Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 3. júní 2019 18:39 Björgólfur Thor Björgólfsson. Fréttablaðið/GVA „Hvorki ég né nokkur á mínum vegum átti nokkru sinni sæti í kröfuhafaráði WOW. Ég samþykkti hins vegar þær tillögur sem lagðar voru fyrir skuldabréfaeigendur, um hugsanlega breytingu krafna í hlutafé í þeim tilgangi að bjarga verðmætum, öllum til hagsbóta.“ Þetta skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson á heimasíðu sinni, btb.is. Hann segir að ranglega sé haldið fram í nýútkominni bók um ris og fall WOW air, að hann hafi verið hluthafi í félaginu á síðustu dögum starfsemi þess vegna þátttöku hans í skuldabréfaútboði WOW í haust. Björgólfur kom að því að kaupa hluta skuldabréfa WOW fyrir 3 milljónir evra, sem nemur 418 milljónum íslenskra króna, í september síðast liðnum. „Það var persónulegur greiði við vin minn Skúla Mogensen. Eins og allir vita hafði hann unnið þrekvirki við uppbyggingu félagsins en stóð frammi fyrir miklum vanda,“ skrifaði Björgólfur. Milljónirnar þrjár voru greiddar í peningum þann 26. september síðasta árs. Tillögurnar sem áður voru nefndar fólust í því að nýir fjárfestar kæmu með hlutafé inn í félagið en það hafi ekki gengið eftir. „Það er missir að WOW og leitt að ekki hafi tekist að koma félaginu fyrir vind. Ég leyfi mér þó að vona að umfjöllun um málefni félagsins verði rétt og sanngjörn og að rangfærslur, á borð við þá að ég hafi verið hluthafi í WOW eða átt einhverja aðkomu þar aðra en kaup á skuldabréfum sl. haust, heyri sögunni til.“ WOW Air Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
„Hvorki ég né nokkur á mínum vegum átti nokkru sinni sæti í kröfuhafaráði WOW. Ég samþykkti hins vegar þær tillögur sem lagðar voru fyrir skuldabréfaeigendur, um hugsanlega breytingu krafna í hlutafé í þeim tilgangi að bjarga verðmætum, öllum til hagsbóta.“ Þetta skrifaði Björgólfur Thor Björgólfsson á heimasíðu sinni, btb.is. Hann segir að ranglega sé haldið fram í nýútkominni bók um ris og fall WOW air, að hann hafi verið hluthafi í félaginu á síðustu dögum starfsemi þess vegna þátttöku hans í skuldabréfaútboði WOW í haust. Björgólfur kom að því að kaupa hluta skuldabréfa WOW fyrir 3 milljónir evra, sem nemur 418 milljónum íslenskra króna, í september síðast liðnum. „Það var persónulegur greiði við vin minn Skúla Mogensen. Eins og allir vita hafði hann unnið þrekvirki við uppbyggingu félagsins en stóð frammi fyrir miklum vanda,“ skrifaði Björgólfur. Milljónirnar þrjár voru greiddar í peningum þann 26. september síðasta árs. Tillögurnar sem áður voru nefndar fólust í því að nýir fjárfestar kæmu með hlutafé inn í félagið en það hafi ekki gengið eftir. „Það er missir að WOW og leitt að ekki hafi tekist að koma félaginu fyrir vind. Ég leyfi mér þó að vona að umfjöllun um málefni félagsins verði rétt og sanngjörn og að rangfærslur, á borð við þá að ég hafi verið hluthafi í WOW eða átt einhverja aðkomu þar aðra en kaup á skuldabréfum sl. haust, heyri sögunni til.“
WOW Air Mest lesið Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Viðskipti innlent Erfitt að vera mikið einn í vinnu og án mikilla samskipta Atvinnulíf Gengi Novo Nordisk steypist niður Viðskipti erlent Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Viðskipti innlent Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Viðskipti innlent Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila Viðskipti innlent „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Viðskipti innlent Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Viðskipti erlent Mjög mikilvægt að eiga besta vin í vinnunni Atvinnulíf Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Sigurður viðskiptastjóri innviðalausna hjá Ofar Hagnaður minnkar um 38 prósent og arðgreiðsla óákveðin Funda með ráðherra vegna tollanna: „Ég ætla ekki að setjast í neitt dómarasæti“ Á ég að greiða inn á lánið eða spara? Loksins, mathöllin og fleiri staðir fá nýja rekstraraðila „Við erum að bæta við atvinnustoð í samfélaginu“ Kristján og Leó kaupa Landsbankahúsið á tæpa þrjá milljarða Sjómönnum sagt upp: Skipulagsbreytingar vegna veiðigjalda Vaxtalækkun í ágúst sé nánast útilokuð Opnuðu loks Hygge eftir 245 daga bið Verðbólgan hjaðnar á ný Gáfust upp á Facebook og opna verslun fyrir notaðar íþróttavörur Endurskipuleggja reksturinn „í vinsemd og virðingu“ Tekjur jukust um helming milli ára Hátt í þrjátíu sagt upp hjá Play Gengið rétti lítillega úr kútnum en hefur aldrei verið lægra Róðurinn þungur en hefur ekki áhyggjur af Play HBO Max streymisveitan komin til Íslands Gengi Play í frjálsu falli Alþjóðlegt bílafyrirtæki kaupir Öskju og systurfélög Búast við tveggja milljarða tapi Samruninn muni taka langan tíma Orri til liðs við Íslandsbanka Tæpur milljarður í höfundarréttartekjur Erlendir farþegar á bak við 81 prósent tekna Icelandair Auður leiðir nýja samsteypu á íslenskum markaði Virði Icelandair hrapar eftir uppgjör „Við erum alls ekki í nokkru stríði“ Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun Vaka stýrir Collab Sjá meira
Plötuðu erlent fyrirtæki til að greiða sér tugi milljóna: Annar sagður hrokafullur en hinn sýndi iðrun