Týndur stuðningsmaður Liverpool fannst í fangelsi í Madrid Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 3. júní 2019 19:30 Stuðningsmenn Liverpool sem tengjast fréttinni ekki en voru staddir á Estadio Wanda Metropolitano á laugardagskvöldið. Getty/Matthew Ashton Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa. England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira
Hinn 23 ára gamli Macauley Negus týndist í Madrid á laugardagskvöldið þegar hann fagnaði sigri síns liðs í Meistaradeildinni. Liverpool vann þarna sinn sjötta sigur í Evrópukeppni meistaraliða og tugþúsundir stuðningsmanna fögnuðu langt fram á nótt á götum Madridar. Macauley Negus var einn af þeim. Fjölskylda hans hafði aftur á móti áhyggjur þegar ekkert fréttist af Macauley á sunnudeginum og fór að grennslast fyrir um hann. Macauley Negus hafði farið á leikinn með föður sínum og þeir höfðu keyrt saman suður til Spánar.A Liverpool fan reported missing in Madrid following the #ChampionsLeague final has been arrested, according to Spanish media. More details ➡ https://t.co/ipR8DdWVO2#bbcfootball#LFC#UCLFinalpic.twitter.com/ZBSGoota1g — BBC Sport (@BBCSport) June 3, 2019Macauley hafði verið í Goya hverfinu í Madrid þegar hann hvarf. Faðir hans vissi ekki hvar hann var. Fréttirnar af hvarfi Macauley Negus fóru eins og eldur um sinu á samfélagsmiðlum og margir buðust til að hjálpa til við leitina. Macauley Negus fannst hins vegar á ólíklegum stað eða í haldi spænsku lögreglunnar. Hún hafði handtekið hann fyrir að reyna að ráðast á lögreglumann. Spænski fjölmiðillinn TeleMadrid sagði fyrst frá því að strákurinn hafi verið handtekinn. Plymouth Live var í sambandi við fjölskylduna sem er enn að reyna að komast að staðreyndunum á bak við að Macauley þeirra var handtekinn. Fjölskyldan þakkaði aðstoðina en þúsundir stuðningsmanna Liverpool og aðrir höfðu farið boðið fram aðstoð sína eða lýst eftir honum á samfélagsmiðlum. Macauley átti að koma fyrir framan dómara í dag en hann missti af heimförinni og gat ekki tekið þátt í sigurskrúðgöngu Liverpool liðsins í gær. Reyndar er spurning hvort þeir feðgar hefðu náð heim í tíma enda tekur það 22 klukkutíma að keyra þessa leið án þess að stoppa.
England Enski boltinn Meistaradeild Evrópu Spánn Mest lesið Leik lokið: Tindastóll-Stjarnan 93-90 | Stólarnir með ótrúlega endurkomu í blálokin Körfubolti Lærisveinn Hannesar í tveggja ára bann fyrir hrottalegt brot Handbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Manchester United spilar til úrslita í Evrópudeildinni Fótbolti Sveindís kvödd á sunnudaginn Fótbolti Uppgjör: Tindastóll-Breiðablik 1-5 | Berglind aftur í stuði á Króknum Íslenski boltinn Albert og félagar úr leik eftir stórleik Antony Fótbolti Leik lokið: Valur-Þróttur 1-3 | Þróttur fylgir Blikum eins og skugginn Íslenski boltinn Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Segir að klukkan tifi hjá Arteta: „Arsenal þarf að vinna“ Fótbolti Fleiri fréttir „Hverjum er ekki sama þó við séum í veseni í deildinni“ „Liðið ætti að vera betra en það er en við erum að reyna“ Sheffield United með gott forskot í umspili Championship Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Arteta skaut á Liverpool á fundi fyrir PSG leikinn Ráðherra bað stuðningsmenn Liverpool afsökunar Brasilíudvöl í kortunum hjá Jorginho Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Aftur tapar Forest stigum í baráttunni um Meistaradeildarsæti „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ María fagnaði sigri á Arsenal á sama degi og tilkynnt var um brottför hennar Amorim: Liðið ekki nógu gott til að vera í Meistaradeildinni Staðfestir brottför frá Liverpool Meistaraþynnka hjá Liverpool og Chelsea græddi mikilvæg stig Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Benóný kom inn af bekknum og skoraði í lokaumferðinni Klúður hjá Everton gegn Ipswich og langþráður sigur Leicester Vardy blés í flautu dómarans þegar hann féll við Leeds vann B-deildina en Plymouth og Luton féllu Mikilvægur sigur Villa í Meistaradeildarbaráttunni De Bruyne sá til þess að meistararnir sluppu fyrir horn gegn Úlfunum Sjá meira