Atkvæðagreiðsla um lengri þingfund tók þrjú korter Sunna Kristín Hilmarsdóttir skrifar 3. júní 2019 12:08 Ekki voru allir á eitt sáttir á þingi í morgun við tillögu forseta um að lengdan þingfund og vildu fá skýrari svör um það hvort til stæði að funda inn í nóttina. vísir/vilhelm Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27. Alþingi Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira
Það tók þingheim þrjú korter að greiða atkvæði um þá tillögu Steingríms J. Sigfússonar, forseta Alþingis, að þingfundur í dag geti staðið lengur en þingsköp gera ráð fyrir, það er lengur en til klukkan 20 í kvöld. Að lokum fór það svo að tillagan var samþykkt með 33 atkvæðum gegn 23. Ástæða þess að svo langan tíma tók að greiða atkvæði var að stjórnarandstaðan vildi fá það fram frá forseta hvort til stæði að hafa þingfund inn í nóttina ef þess þyrfti. Sögðust ýmsir þingmenn stjórnarandstöðunnar ekki ætla að greiða atkvæði með lengri þingfundi ef möguleiki væri á að þingfundur stæði fram á nótt þar sem þeim þætti það ekki rétt að ræða jafn mikilvægt mál og endurskoðaða fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar að næturlagi. Næsta mál á dagskrá er síðan frumvarp Ásmundar Einars Daðasonar, félagsmálaráðherra, um almannatryggingar þar sem lagt er til að skerðing bóta verði 65 aurar á móti krónu. Stjórnarandstöðuliðar komu í pontu hver á fætur öðrum þegar þingfundur hófst á ný klukkan 10:45. Lýstu þeir því yfir að bæði málin væru afar mikilvæg og það þyrfti tíma til að ræða þau. Þingmönnunum hugnaðist hins vegar ekki að vera á þingfundi lengur en til miðnættis og vildu fá orð forseta fyrir því að ekki stæði til að funda fram á nótt. Var því sjónarmiði meðal annars haldið á lofti að ef þingfundur stæði fram á nótt myndi það skaða gæði umræðunnar. Steingrímur benti á að umræða um endurskoðaða fjármálaáætlun væri fyrsta umræða um þingsályktunartillögu. Ræðutími væri því takmarkaður í samræmi við það og teldist honum til að ef allir stjórnarandstöðuliðar myndu fullnýta sinn tíma ætti umræðan ekki að standa lengur en í sjö klukkustundir. Forseti gaf það jafnframt út að ef umræður um fjármálastefnu og frumvarp félagsmálaráðherra myndu standa inn í nóttina þá myndu ekki fleiri mál verða tekin á dagskrá að loknum þeim umræðum. Næsta mál á dagskrá á eftir frumvarpinu um almannatryggingar er síðari umræða um þingsályktunartillöguna er snýr að þriðja orkupakkanum. Eftir að tillaga forseta um lengdan þingfund hafði verið samþykkt var borin upp dagskrártillaga þingflokksformanna stjórnarandstöðuflokkanna um að taka frumvarpið um almannatryggingar á dagskrá á undan fjármálastefnunni. Var sú tillaga felld með 32 atkvæðum gegn 27.
Alþingi Mest lesið Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Innlent Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Innlent Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar Innlent Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Innlent Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Innlent Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Tafir vegna óhapps við Sprengisand Innlent Fleiri fréttir Fjöldi gesta á vellinum myndi takmarkast við 5000 Mikil hætta skapist sé ekið á nýsteypta brúna Nauðguninni flett upp í LÖKE hjá þremur embættum Þyrstir fagna komu jólabjórsins til byggða Fær ekkert greitt því að hann er Íslendingur Óbreytt klukka stöðutaka gegn vísindum og lýðheilsu Bjargey meðferðarheimili: „Þetta var eins og lúxusneyslurými“ „Lúxus-neyslurými“, klukkan umdeilda og tímamót á börum Gallinn varði í átta vikur og tveir komust úr landi Saksóknari handtekinn við skemmtistað í sumar Tafir vegna óhapps við Sprengisand Meti kostnað og ábyrgð annarra á að greiða varnargarða Ný heilsugæslustöð tekin í notkun á Flúðum Lítið hægt að gera við kínverska vagna Strætó annað en að stöðva þá Skulda annarri konu fleiri milljónir vegna launamismunar „Þetta er flókið verkefni og ekki hægt að ráða við allar aðstæður“ „Set alvarlegt spurningamerki við að draga út einstaka þjóðerni fólks“ Engin eðlisbreyting þó fangavörðum sé breytt í starfsfólk Grafalvarleg staða hjá Norðuráli og frumvarp um brottfararstöð komið fram Staðgengill ríkislögreglustjóra til starfa í lagadeild HR „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Jafnréttisbaráttan gangi líka út á að gefa körlum tækifæri Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Sjá meira