„Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Smári Jökull Jónsson skrifar 6. nóvember 2025 21:03 Þóra Björk Ólafsdóttir er framkvæmdastjóri Safnaráðs. Vísir/Sigurjón Framkvæmdastjóri safnaráðs segir vel passað upp á safnmuni hér á landi og að erfitt sé að verðmeta einstaka hluti. Hún segir tækifærishnupl á söfnum þekkt en að safnmunir gangi ekki svo auðveldlega kaupum og sölum á markaði. Ránið á Louvre safninu í París vakti mikla athygli á dögunum. Þjófar stálu þá hluta af krúnudjásnum Frakka og er verðmæti ránsfengsins talið um þrettán milljarðar íslenskra króna. Nokkrir hafa verið handteknir og játað hlut sinn en djásnin hafa ekki fundist enn. „Hver ætlar að kaupa?“ En hverjar eru okkar þjóðargersemar og hvernig pössum við upp á þær? Handritin komu hingað til lands árið 1971 við mikla viðhöfn og myndu margir telja þau á meðal okkar merkustu muna. Þau eru geymd í Eddu, húsi íslenskunnar, í sérstöku öryggisrými sem fáir hafa aðgang að. Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs, segir að almennt séð sé ekki sett neitt verð á safngripi. Án samhengis sé erfitt að segja hvert virði safngripa sé, það sem teljist mjög mikilvægur safnmunur sé í stóra samhenginu ekki endilega fjárhagslega verðmætur. Miklar öryggisráðstafanir voru þegar handritin voru flutt í Eddu.Vísir/Sigurður Stefán Jónsson „Það er kannski einhver munur sem er mjög mikilvægur fyrir eitthvað ákveðið safn en kannski í stóra samhenginu mjög algengur. Það er kannski sagan á bakvið muninn og án samhengisins verður erfitt að segja hvers virði hann er peningalega.“ „Sumt af því, þú ferð inn á safn og það er fullt af munum sem myndi ekki ganga kaupum og sölum á markaði. Hver ætlar að kaupa og hver myndi selja.“ Samningur um verndun menningarverðmæta Hún segir hvert og eitt af þeim fjörtíu og sjö viðurkenndu söfnum á Íslandi reyni að flokka hverjir séu þeirra verðmætustu gripir. „Við sem þjóð erum búin að skrifa undir Haag-samning UNESCO um verndun menningarverðmæta ef kemur til stríðsátaka og ein af kröfunum er að lönd skili inn lista yfir hver séu mestu verðmæti þeirra og mér skilst að það sé verið að vinna í þessum lista hér,“ bætir Þóra við. Skriður komst á þessa vinnu víðsvegar um heim í kjölfar stríðsátaka þar sem menningarverðmæti og þjóðargersemi hafa markvisst verið eyðilögð. Safnaráð sinnir eftirliti með viðurkenndum söfnum. Söfnin þurfa að tilgreina hvernig þau varðveita sinn safnkost og útbúa viðbragðsáætlanir meðal annars með tilliti til þjófavarna. Á síðasta ári kom upp atvik í Skagafirði þar sem dýrmætum munum var stolið af byggðasafni. Þóra segir tækifærishnupl þekkt og en vel sé passað upp á safnmuni. Þá geti ýmislegt gert hér á landi og hún segir að í viðbragðsáætlunum sé líka vel farið yfir hvernig bregðast eigi við ef það verða náttúruhamfarir. „Við erum búin að vera í ágætu samstarfi við erlenda aðila og sérstaklega í Skandinavíu. Við sjáum að þrátt fyrir að vera lítið land erum við þokkalega vel vakandi fyrir því sem þarf að gera. Viðbragðstími er skammur og almennt gerir fólk sér grein fyrir því að það er mikilvægt að varðveita þessa muni.“ Varðveisluhúsnæði jafnvel öruggara en söfnin Hún segir þekkt að þegar atburður gerist líkt og á Louvre safninu í París geti tilraunir til þjófnaða aukist. „Kannski því þá er meira verið að segja af því fréttir. En hvað ætlar þú að gera við þetta dót ef þú hnuplar því? Það er ekki eins og þú komir þessu þægilega í verð.“ Þá geymi söfn ýmsa muni í varðveisluhúsnæði þar sem öryggið sé jafnvel meira. „Það eru færri sem ganga þar um og það er oft lokaðra af. Flest eru undir einhvers konar stöðugu eftirliti, allar geymslur eru með myndavélabúnaði og þjófavarnarkerfum,“ segir Þóra og bætir við að annað sé meiri ógn fyrir safnafólk. „Það hafa orðið tveir brunar. Þessi óhöpp sem geta orðið og eins ef eitthvað myndi gerast eins og flóð. Það eyðileggur meira en mögulegt hnupl. Það er mikilvægt að skrásetja sína gripi vel og það er stór hluti af því að vernda menningararfinn.“ Söfn Menning Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira
Ránið á Louvre safninu í París vakti mikla athygli á dögunum. Þjófar stálu þá hluta af krúnudjásnum Frakka og er verðmæti ránsfengsins talið um þrettán milljarðar íslenskra króna. Nokkrir hafa verið handteknir og játað hlut sinn en djásnin hafa ekki fundist enn. „Hver ætlar að kaupa?“ En hverjar eru okkar þjóðargersemar og hvernig pössum við upp á þær? Handritin komu hingað til lands árið 1971 við mikla viðhöfn og myndu margir telja þau á meðal okkar merkustu muna. Þau eru geymd í Eddu, húsi íslenskunnar, í sérstöku öryggisrými sem fáir hafa aðgang að. Þóra Björk Ólafsdóttir, framkvæmdastjóri Safnaráðs, segir að almennt séð sé ekki sett neitt verð á safngripi. Án samhengis sé erfitt að segja hvert virði safngripa sé, það sem teljist mjög mikilvægur safnmunur sé í stóra samhenginu ekki endilega fjárhagslega verðmætur. Miklar öryggisráðstafanir voru þegar handritin voru flutt í Eddu.Vísir/Sigurður Stefán Jónsson „Það er kannski einhver munur sem er mjög mikilvægur fyrir eitthvað ákveðið safn en kannski í stóra samhenginu mjög algengur. Það er kannski sagan á bakvið muninn og án samhengisins verður erfitt að segja hvers virði hann er peningalega.“ „Sumt af því, þú ferð inn á safn og það er fullt af munum sem myndi ekki ganga kaupum og sölum á markaði. Hver ætlar að kaupa og hver myndi selja.“ Samningur um verndun menningarverðmæta Hún segir hvert og eitt af þeim fjörtíu og sjö viðurkenndu söfnum á Íslandi reyni að flokka hverjir séu þeirra verðmætustu gripir. „Við sem þjóð erum búin að skrifa undir Haag-samning UNESCO um verndun menningarverðmæta ef kemur til stríðsátaka og ein af kröfunum er að lönd skili inn lista yfir hver séu mestu verðmæti þeirra og mér skilst að það sé verið að vinna í þessum lista hér,“ bætir Þóra við. Skriður komst á þessa vinnu víðsvegar um heim í kjölfar stríðsátaka þar sem menningarverðmæti og þjóðargersemi hafa markvisst verið eyðilögð. Safnaráð sinnir eftirliti með viðurkenndum söfnum. Söfnin þurfa að tilgreina hvernig þau varðveita sinn safnkost og útbúa viðbragðsáætlanir meðal annars með tilliti til þjófavarna. Á síðasta ári kom upp atvik í Skagafirði þar sem dýrmætum munum var stolið af byggðasafni. Þóra segir tækifærishnupl þekkt og en vel sé passað upp á safnmuni. Þá geti ýmislegt gert hér á landi og hún segir að í viðbragðsáætlunum sé líka vel farið yfir hvernig bregðast eigi við ef það verða náttúruhamfarir. „Við erum búin að vera í ágætu samstarfi við erlenda aðila og sérstaklega í Skandinavíu. Við sjáum að þrátt fyrir að vera lítið land erum við þokkalega vel vakandi fyrir því sem þarf að gera. Viðbragðstími er skammur og almennt gerir fólk sér grein fyrir því að það er mikilvægt að varðveita þessa muni.“ Varðveisluhúsnæði jafnvel öruggara en söfnin Hún segir þekkt að þegar atburður gerist líkt og á Louvre safninu í París geti tilraunir til þjófnaða aukist. „Kannski því þá er meira verið að segja af því fréttir. En hvað ætlar þú að gera við þetta dót ef þú hnuplar því? Það er ekki eins og þú komir þessu þægilega í verð.“ Þá geymi söfn ýmsa muni í varðveisluhúsnæði þar sem öryggið sé jafnvel meira. „Það eru færri sem ganga þar um og það er oft lokaðra af. Flest eru undir einhvers konar stöðugu eftirliti, allar geymslur eru með myndavélabúnaði og þjófavarnarkerfum,“ segir Þóra og bætir við að annað sé meiri ógn fyrir safnafólk. „Það hafa orðið tveir brunar. Þessi óhöpp sem geta orðið og eins ef eitthvað myndi gerast eins og flóð. Það eyðileggur meira en mögulegt hnupl. Það er mikilvægt að skrásetja sína gripi vel og það er stór hluti af því að vernda menningararfinn.“
Söfn Menning Mest lesið Tíu drepnir í skotárás á gyðingahátíð Erlent Tvinn-rafmagnsflugvél sem lækka á fargjöldin Erlent Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Innlent Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Innlent Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Innlent Tveir látnir eftir skotárás í háskóla Erlent Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Innlent Grunaðir um að skipuleggja hryðjuverk á jólamarkaði Erlent Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Innlent Fleiri fréttir Hryðjuverkaárás í Ástralíu og ástand í heilbrigðiskerfinu Sanna segir frá nýju framboði Dyraverðir handteknir vegna líkamsárásar Skýrsla ráðherra svari ekki mikilvægum spurningum um brúun bilsins Aðstæður bágbornar á spítalanum til að mæta svo miklu álagi Tveir fluttir á spítala vegna umferðarslyss í Biskupstungum Bjarnveig Birta og Stein Olav sigurvegarar forprófkjörs „Ég fæddist inn í pólitískan líkama“ Eldur í íbúð við Snorrabraut Skilur að starfsfólk hafi ekki viljað afgreiða manneskju með hakakross Sjúklingar ekki lengur í bílageymslu bráðamóttökunnar Sameiningu Dalabyggðar og Húnaþings vestra hafnað Píratar vilja ganga til viðræðna um sameiginlegt framboð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Bæjarskrifstofur fluttar: „Þetta húsnæði er barn síns tíma“ Óttast að fólk sleppi að kaupa lyf vegna minni greiðsluþátttöku Munu reyna að fá nýju virkjunarleyfi hnekkt Vara fólk við póstum og skilaboðum frá Grundarheimilunum Vara við póstum frá Grund og „jafnréttisþreyta“ Stuðningsyfirlýsing Össurar eins og koss dauðans Fjárlög, skattar og skipti á dánarbúum á laugardagsþingi Þau fái heiðurslaun listamanna Flúði lögregluna en reyndist allsgáð Mikilvægt að geyma stafræn gögn innan lögsögunnar Beitir sér ekki fyrir sveigjanlegri tilhögun fæðingarorlofs Afrituðu viðkvæmar heilsufarsupplýsingar úr kerfinu Kallar eftir samtali: Ekki spurning hvort heldur hvenær næsta slys verður Vill að allt verði gert til að ná bróður hans úr sprungunni Einn fluttur á slysadeild vegna brunans Vill finna bróður sinn Sjá meira