Sturluð stemning hjá mæðginum í Madríd Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 3. júní 2019 08:00 Magnús og Hanna fóru til Madríd þrátt fyrir að eiga ekki miða á úrslitaleikinn. Magnús Már Einarsson „Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum. Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira
„Ég, mamma og félagar mínir keyptum bara miða út beint eftir undanúrslitaleikinn og vonuðum að við myndum fá miða á leikinn. Miðaverðið var frá hálfri milljón og upp úr svo við keyptum okkur ekki miða,“ segir Magnús Már Einarsson, ritstjóri fótbolti.net. Hann fór ásamt móður sinni, Hönnu Símonardóttir, og vinum til Madríd á úrslitaleik meistaradeildarinnar á laugardaginn þrátt fyrir að eiga ekki miða á leikinn sjálfan. „Það var fullt af fólki sem átti ekki miða og maður sá það yfir daginn. Fólk var með skilti í höndunum að auglýsa eftir miða og jafnvel í bolum merktum „I need ticket“ og allir að spyrja úti um allt: áttu miða, áttu miða“ segir Magnús. „Þetta varð til þess að þeir sem voru að selja miða á svörtum markaði gátu bara sett á þá ævintýralegar upphæðir. Það hefur aldrei verið svona mikil eftirspurn eftir miðum á úrslitaleik Meistaradeildarinnar.“ Magnús og Hanna eru bæði miklir stuðningsmenn Liverpool, en liðið vann Meistaradeildina í sjötta sinn um helgina. Stuðningsmenn bæði Liverpool og Tottenham söfnuðust saman víðsvegar um borgina og var góð stemning að sögn Magnúsar. „Við horfðum á leikinn á bar með Liverpool stuðningsmönnum, það var allt troðfullt þar inni og stemningin var frábær.“ „Ég ætlaði alltaf að fara á leikinn og trúði því varla þegar hann var flautaður á að ég væri ekki á vellinum. En við horfðum á hann á pöbb þar sem var sungið og öskrað og það var bara sturlað,“ segir Hanna. Liverpool hefur alla tíð verið stór partur af lífi hennar. „Ég fæddist bara með Liverpool í blóðinu, man eftir mér pínulítilli að horfa á vikugamla leiki í svarthvítu sjónvarpi,“ segir Hanna og bætir því við að hún horfi á alla leiki sem liðið spilar og sé í Liverpool treyjunni í hverjum leik. Hanna stoppaði ekki lengi í Madríd og flaug til Íslands á undan ferðafélögum sínum. „Ég mætti heim klukkan sjö í morgun og er á leiðinni á Stjarnan – Valur. Ég flaug á undan öllum hinum til þess að ná þeim leik. Það má segja að fótbolti sé líf mitt og yndi.“ Yngri bróðir Magnúsar, Anton Ari Einarsson leikur með meistaraflokki Vals í fótbolta og missir Hanna helst ekki af leik hjá honum.
Birtist í Fréttablaðinu Fótbolti Mest lesið „Hann stal henni“ Erlent Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Innlent Ísland ekki í fararbroddi heldur fylgi öðrum í humátt á eftir Erlent Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Innlent Arabaríki og lönd ESB kalla eftir tveggja ríkja lausn og afvopnun Hamas Erlent Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Innlent Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Innlent Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Innlent Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Innlent Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Innlent Fleiri fréttir Ísland og Palestína gera samkomulag um samstarf Fundu týnda brú við Suðurlandsbraut Engin framlög til jarðganga en óljós áform um innviðafélag Hvað á að gera um Verslunarmannahelgina? Þyrlan kölluð út vegna fjórhjólaslyss Ökumaður stöðvaður og kærður fyrir fjölmörg umferðalagabrot Lauma sér inn í útfarir og senda kirkjuvörðum fingurinn Versta sviðsmyndin, galið greiðslumat og óvæntur fundur Fimm prósent fallið fyrir ástarsvikum Halla og Björn ætla til Nýja Íslands Engin fjármögnun gereyðingarvopna á Íslandi Enn varað við svikapóstum: „Við hlökkum til að fá jákvæða svörun frá þér“ Samstarfið við Íra og Frakka tímafrekt Hefja gjaldtöku við höfnina í Stykkishólmi Ágengir ferðamenn hafi sært syrgjandi Mýrdælinga Neyðarástand á Gasa og ágengir túristar angra kirkjugesti Dóttirin í Súlunesi ákærð Vonast til að spáin rætist ekki: Rigning og 22 metrar á sekúndu Rannsaka áhrif samfélagsmiðla á heilastarfsemi barna Meintur þjófur leitaði til lögreglu vegna framkvæmdastjórans Gat ekki sannað að verkstæðið tjónaði vélina Mögulegur fyrirboði um goslok Fundaði með Guterres: Tveggja ríkja lausnin sé eina lausnin Ungir menn staðnir að því að skjóta gelkúlum á vegfarendur Enn gýs úr einum megingíg og virknin nokkuð stöðug Langtímarannsóknir skorti á áhrifum kreatíns „Þetta er auðvitað stórhættulegt“ Styttist í háþróuð gervigreindarsvindl á íslensku Setja þurfi meiri þunga í hagsmunagæslu gagnvart ESB Neyðast til að endurbyggja grunnskólann vegna myglu Sjá meira