Nemendafjöldi í Pólska skólanum sexfaldast Garðar Örn Úlfarsson skrifar 3. júní 2019 07:30 Pólverjar á Íslandi fögnuðu í nóvember hundrað ára afmæli endurheimtar fullveldis Póllands. Fréttablaðið/Stefán „Markmið skólans er að pólsk börn sem búa á Íslandi fái kennslu í móðurmáli sínu, pólskri sögu, landafræði Póllands og menningu,“ segir í erindi frá Vinafélagi Pólska skólans þar sem óskað er eftir styrk frá Garðabæ til reksturs skólans. Í vinafélaginu eru foreldrar barna í Pólska skólanum og kennarar skólans. Kennt er á laugardögum í Fellaskóla í Reykjavík. Auk höfuðborgarinnar eru nemendur frá Kópavogi. Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi og Garðabæ. Að því er fram kemur í erindinu hefur skólinn fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir starf sitt. Fjármögnunin sé byggð á gjöldum sem foreldrar og forráðamenn greiði. „Að öðru leyti hefur skólinn leitað til pólska sendiráðsins og velunnara, þar með talið pólskra stofnana, um stuðning,“ segir áfram. Á þessu skólaári séu margir að ljúka menntun sinni í Pólska skólanum. Ætlunin sé að veita nemendum verðlaun og safna fé til að kaupa bækur og annað kennsluefni. „Því erum við að snúa okkur til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með vinsamlegri beiðni um að styrkja verkefnið í formi fjármagns eða hlutum sem gætu verið góðar útskriftargjafir fyrir nemendur okkar,“ segir vinafélagið og býður í staðinn viðurkenningu á framlaginu og kynningu á vefsíðu skólans. „Við trúum því að stuðningur þinn muni hjálpa okkur að að ná fram skilgreindum markmiðum og framkvæma fyrirhuguð verkefni og muni vera framlag til þróunar og menntunar næstu kynslóðar Pólverja á Íslandi,“ segir Vinafélag Pólska skólans. Bæjarráð Garðabæjar vísaði styrkumsókninni til afgreiðslu bæjarstjóra. Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira
„Markmið skólans er að pólsk börn sem búa á Íslandi fái kennslu í móðurmáli sínu, pólskri sögu, landafræði Póllands og menningu,“ segir í erindi frá Vinafélagi Pólska skólans þar sem óskað er eftir styrk frá Garðabæ til reksturs skólans. Í vinafélaginu eru foreldrar barna í Pólska skólanum og kennarar skólans. Kennt er á laugardögum í Fellaskóla í Reykjavík. Auk höfuðborgarinnar eru nemendur frá Kópavogi. Hafnarfirði, Reykjanesbæ, Grindavík, Akranesi og Garðabæ. Að því er fram kemur í erindinu hefur skólinn fengið viðurkenningu frá Reykjavíkurborg fyrir starf sitt. Fjármögnunin sé byggð á gjöldum sem foreldrar og forráðamenn greiði. „Að öðru leyti hefur skólinn leitað til pólska sendiráðsins og velunnara, þar með talið pólskra stofnana, um stuðning,“ segir áfram. Á þessu skólaári séu margir að ljúka menntun sinni í Pólska skólanum. Ætlunin sé að veita nemendum verðlaun og safna fé til að kaupa bækur og annað kennsluefni. „Því erum við að snúa okkur til fyrirtækja, stofnana og einstaklinga með vinsamlegri beiðni um að styrkja verkefnið í formi fjármagns eða hlutum sem gætu verið góðar útskriftargjafir fyrir nemendur okkar,“ segir vinafélagið og býður í staðinn viðurkenningu á framlaginu og kynningu á vefsíðu skólans. „Við trúum því að stuðningur þinn muni hjálpa okkur að að ná fram skilgreindum markmiðum og framkvæma fyrirhuguð verkefni og muni vera framlag til þróunar og menntunar næstu kynslóðar Pólverja á Íslandi,“ segir Vinafélag Pólska skólans. Bæjarráð Garðabæjar vísaði styrkumsókninni til afgreiðslu bæjarstjóra.
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Innlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél Innlent Koma strandaglópunum heim í kvöld Innlent Tveir handteknir vegna líkamsárásar Innlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Innlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Fleiri fréttir Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Handtekinn á Húsavík með tölvert magn fíkniefna Bora tilraunaholu til að framleiða heitt vatn á höfuðborgarsvæðinu „Það er eitthvað við það að vera hérna“ Koma strandaglópunum heim í kvöld Áhyggjuefni að brotaþolar treysti ekki dómstólum Unglingur stakk óboðinn gest í bakið til að verja fjölskyldumeðlim Fólskuleg líkamsárás og strandaglópar í suðri „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Tveir handteknir vegna líkamsárásar Við Íslendingar fórum bara á vertíð og drifum þetta af Náðist á upptöku þegar skipulagðir þjófar tóku sjóðsvél „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Sjá meira