Fimm slasaðir eftir að skemmtiferðaskip lenti á fljótabát Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. júní 2019 12:31 Hér má sjá skipið eftir að það rakst á fljótabátinn Andrea Merola/AP Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður. Ítalía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira
Ítalskt skemmtiferðaskip rakst í morgun á fljótabát í Giudecca-skipaskurðinum í Feneyjum á Ítalíu. Vélarbilun olli því ekki var unnt að hægja á ferð skipsins á leið þess í gegn um skurðinn og fór það því af nokkrum krafti utan í bryggjuna við skurðinn, auk þess sem það klessti á áðurnefndan bát, með þeim afleiðingum að fimm slösuðust. Á myndbandi af atvikinu má sjá þegar skipið, MSC Opera, siglir í átt að höfninni og bátnum, á meðan vegfarendur á bryggjunni hlaupa í burtu.#BREAKING: Tourists flee as cruise liner smashes into dock in Venice pic.twitter.com/DSIjHckYxk — Russian Market (@russian_market) June 2, 2019 „MSC Opera lenti í vélarbilun sem skipstjórinn lét vita af um leið og hún varð honum ljós,“ sagði Davide Calderan, forsvarsmaður dráttarbátafyrirtækisins sem sér nú um að koma skemmtiferðaskipinu í legupláss sitt. Hann segir vélarbilunina hafa valdið því að ekki hafi verið hægt að draga úr afli vélarinnar og hraði skipsins því aukist jafnt og þétt án þess að skipstjórinn fengi rönd við reist, með fyrrgreindum afleiðingum. Dráttarbátarnir tveir sem fylgja áttu skipinu inn í Giudecca-skurðinn reyndu að hægja á ferð skipsins en tilraunir til þess voru árangurslausar. Ein af keðjunum sem tengdu skipið við bátana slitnaði undan álaginu, enda um stórt og þungt skip að ræða.Ágreiningur í Feneyjum um ágæti skemmtiferðaskipa Atvikið hefur virkað sem eldur á bál skemmtiferðaskipaandstæðinga í Feneyjum, en lengi hefur verið deilt um hvort siglingar skipa eins og þess sem hér átti í hlut sé borginni til góðs. Andstæðingar skipanna segja þau valda skaða, bæði á borginni sjálfri, sem og lífríki hafsins í nágrenni hennar. Öldurnar sem verða til af völdum skipanna sverfi undirstöðu borgarinnar og valdi flóðum innan hennar. Umhverfisráðherra Ítalíu, Sergio Costa, ritaði færslu á Twitter í dag þar sem hann sagðist leggjast gegn því að skemmtiferðaskip sigldu í gegn um Giudecca-skurðinn. „Það sem gerðist í höfn Feneyja staðfestir það sem við höfum sagt um nokkra hríð. Skemmtiferðaskip eiga ekki að fá að sigla niður Giudecca. Við höfum unnið að því að koma þeim burt í nokkra mánuði, og við nálgumst úrlausn málsins.“ Hafnaryfirvöld í Feneyjum segja þá að unnið sé að því að vinna úr atvikinu og opna skurðinn sem lokaðist við atvikið.Ekki fyrsta vélarbilun MSC Opera Árekstur skipsins var annað tilfelli vélarbilunar þessa sama skemmtiferðaskips, en árið 2011 varð bilun til þess að tvö þúsund manns urðu að fara frá borði í Stokkhólmi og fljúga til síns heima, í stað þess að halda för sinni frá Southampton í Englandi áfram til Sankti Pétursborgar í Rússlandi. Heimahöfn skipsins er í Panama, en skipið er í eigu fyrirtækisins MSC Cruises, ítalsks fyrirtækis sem hefur höfuðstöðvar í Genf í Sviss. Meðal þeirrar afþreyingar sem hið þrettán þilfara MSC Opera hefur upp á að bjóða fyrir yfir 2500 farþega er bíósalur, ballherbergi og vatnsrennibrautagarður.
Ítalía Mest lesið Leigubíll án verðmerkingar og veitingastaðir í óleyfi Innlent Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Erlent Tjald vonarinnar brann til kaldra kola Innlent Merkúr Máni sótti brons í Ólympíukeppninni í líffræði Innlent Díselþjófar staðnir að verki: „Þetta er búið að kosta okkur milljónir“ Innlent Skötumessur Ásmundar Friðrikssonar gefa vel af sér Innlent Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Erlent „Þá er samkeppnishæfnin farin, það segir sig bara sjálft“ Innlent Tekist á um Evrópumálin Innlent Allt að nítján stiga hiti á Suðurlandi Veður Fleiri fréttir Ísraelsher stöðvaði aðra skútu með vistum Stal 73 rauðvínsflöskum og rúllaði burt á þríhjóli Forsætisráðherra segir að átökin gætu færst nær stríði Biðst afsökunar en segist hvorki þuklari, flassari né dónakarl „Góðu fréttirnar eru að það sem hann segir skiptir engu máli“ „Tími til kominn að ljúka stríðinu á Gasa“ Lýsa yfir herlögum í Taílandi Ísraelsþing ályktar um innlimun Vesturbakkans Jeremy Corbyn leiðir nýja stjórnmálahreyfingu Þrýstingur eykst á Starmer að hann fari sömu leið og Frakkar Samninganefndir ræða fund leiðtoganna Karlmaður á fertugsaldri handtekinn fyrir sprengjuhótunina Ísraelskur ráðherra kynnir áform um þjóðernishreinsun á Gasa Epstein-skjölin og Trump: Eitthvað virðist rotið í Danaveldi Frakkland viðurkennir Palestínu sem sjálfstætt ríki Hjálparstarf og fréttaflutningur í uppnámi vegna hungursneyðar Alls 81 barn látist úr hungri Maxwell boðuð á fund með fulltrúum Trump-stjórnarinnar Columbia greiðir tvö hundruð milljóna dala sáttagreiðslu Selenskí dregur í land Danskri sjónvarpsstöð barst sprengjuhótun Heitir bótum en stendur við lögin umdeildu Rússnesk farþegaflugvél hrapaði og á fimmta tug talinn af Níu látnir er landamæradeilur blossa upp Höfða mál vegna fullyrðinga um að forsetafrúin sé karlmaður Trump látinn vita að nafn hans væri í Epstein-skjölunum Málinu lokið og Kohberger sleppur við dauðarefsingu Hvalavinurinn ekki lengur eftirlýstur Ríki mega kæra hvert annað fyrir loftslagsbreytingar Epstein mætti í brúðkaup Trumps Sjá meira