Kaupþing íhugar sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen Margrét Helga Erlingsdóttir skrifar 2. júní 2019 10:53 Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Vísir/Getty Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs. Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
Þrotabú Kaupþings er sagt íhuga sölu á tískuvörukeðjunni Karen Millen eftir að hafa fengið fjölmörg tilboð um yfirtöku að undanförnu. Þetta herma heimildir bresku fréttastofunnar Sky News. Kaupþing hefur leitað til ráðgjafafyrirtækisins Deloitte til að gaumgæfa tilboðin en heimildarmenn Sky News segja að þreifingarnar muni að öllum líkindum taka marga mánuði. Um sautján hundruð starfsmenn vinna í verslunum Karen Millen í yfir sextíu og fimm löndum. Tískuvörukeðjan Karen Millen, sem var stofnuð árið 1981 og selur hátískufatnað, tapaði máli gegn Kaupþingi um að stofna til nýs fyrirtækis undir sama nafni og varð gjaldþrota fyrir tveimur árum vegna vangoldinna skatta.Stofnendur Karen Millen segja farir sínar ekki sléttar eftir viðskipti þeirra við stjórnendur Kaupþings fyrir hrun.Vísir/GVAStofnendurnir Karen Millen og Kevin Stanford, sem voru á meðal helstu viðskiptavina Kaupþings fyrir fjármálahrunið 2008, skrifuðu þann 17. janúar á þessu ári opið bréf til tveggja stjórnenda bankans fyrir hrun og birtu á Kjarnanum.Sjá nánar: Opið bréf til Hreiðars Más Sigurðssonar og Magnúsar GuðmundssonarÍ bréfinu sögðust þau hafa verið notuð í svikamyllu sem þau fullyrtu að Hreiðar Má Sigurðsson og Magnús Guðmundsson hefðu búið til. „Þann 6. ágúst 2008 misnotuðuð þið ykkur hins vegar traust okkar með því að nota okkur í samsæri með Deutsche Bank til að lækka skuldatryggingarálag Kaupþings. Við vorum nauðsynleg í svikunum eins og lýst er í kröfu gegn Deutsche Bank (skjal 1). Sakamálarannsóknin sem fylgdi í kjölfarið skaðaði orðspor okkar og möguleika okkar til að stunda áfram viðskipti,“ segja Millen og Stanford. Hreiðar Már og Magnús hafa vísað ásökunum á bug og sagt Millen og Stanford fara með rangt mál. Þrotabúið á einnig Oasis og Warehouse en verslanirnar eru hluti af móðurfélaginu Aurora Fashions en Kaupþing reyndi að selja félagið fyrir tveimur árum en án árangurs.
Hrunið Íslenskir bankar Tengdar fréttir „Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13 Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36 Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23 Mest lesið Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Viðskipti innlent Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Viðskipti innlent „Þetta er bara algjörlega galið“ Neytendur Jólakjötið töluvert dýrara í ár Neytendur Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Viðskipti innlent Fá dagsektir fyrir villandi verðskrá Neytendur Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Viðskipti innlent Algeng meiðsli fótboltamanna kveikjan að appinu sem hún þróaði Atvinnulíf Skipta dekkin máli? Samstarf Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ Viðskipti innlent Fleiri fréttir Segja ráðherra fórna íslenskum hagsmunum í makrílsamningi Ísland gerir samkomulag um makrílveiðar í fyrsta skipti Sif nýr framkvæmdastjóri Aton Hvað græði ég á að leggja aukalega inn á lánið? Edda Rós til Hagstofunnar Fjármálaráðuneytið: „Ekki tapa peningum“ 15 ára afmæli kynjakvóta: „Langt frá því að vera fyrirmyndarríkið sem við teljum okkur vera“ Tinna nýr framkvæmdastjóri upplýsingatæknisviðs hjá Innnes „Enginn í Lottu er á mannsæmandi launum“ Tekur við þjálfun kokkalandsliðsins Brú Talent kaupir Geko Consulting Halli hins opinbera minnkaði um 39 milljarða Spá aukinni verðbólgu um jólin Skatturinn endurgreiði áfram ofgreiddan skatt Bein útsending: Skattspor ferðaþjónustunnar Ýmsar forsendur Hæstaréttar um skilmálann jákvæðar „Ég tel að þessi dómur hafi takmarkað fordæmisgildi“ Skilmálarnir skýrir og Arion banki sýknaður í vaxtamálinu Martraðarverktaki Kópavogsbæjar greiddi ekki krónu með gati Ætlar að endurreisa Niceair Steinþór aftur sviðsstjóri Orku hjá Eflu DiBiasio og Beaudry til Genis Greiða tryggðar pakkaferðir úr Ferðatryggingasjóði eftir áramót Vaxtamálið: Niðurstaða um verðtryggðu lánin á morgun Kristín og Birta ráðnar til Origo Gengi Skaga tekur dýfu eftir tilkynningu Íslandsbanka Enn að rannsaka samráð í sorphirðu Hluthafar Íslandsbanka krefjast stjórnarkjörs Ferðamálastofa fellir úr gildi starfsleyfi Eagle golfferða Fjöldi erlendra farþega stendur í stað en Íslendingum fækkar Sjá meira
„Þjóðin var ekki rænd“: Hreiðar Már segir Stanford og Millen fara með rangt mál Hreiðar Már Sigurðsson segir þjóðina ekki hafa verið rænda og hann og aðrir stjórnendur Kaupþings hafi unnið í góðri trú í aðstæðum og tímum sem eigi sér ekki fordæmi. 17. janúar 2019 18:13
Saksóknari krefst heimildar til að refsa Hreiðari Má frekar Ekki er mark takandi á framburði fyrrverandi stjórnarmanna og yfirmanna hjá Kaupþingi um að stjórn bankans hafi ekki þurft að samþykkja lán til Hreiðars Más Sigurðssonar bankastjóra sérstaklega skömmu fyrir fall bankans árið 2008. 11. október 2018 11:36
Ritstjóri Kjarnans hlaut blaðamannaverðlaunin fyrir Kaupthinking Fimm blaðamenn voru heiðraðir fyrir umfjöllun sína á síðasta ári. 22. mars 2019 18:23