Bjórauglýsingar á golfmóti fyrir börn Birna Dröfn Jónasdóttir skrifar 1. júní 2019 08:45 Egils Gull mótið fór fram á Þorlákshafnarvelli. Bjórauglýsingar voru um allt. „Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur. Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira
„Þetta er ekki í fyrsta sinn sem við höldum Egils Gull mótið og þessi gagnrýni hefur alveg komið áður. Við auðvitað fylgjum, ásamt Ölgerðinni, þeim lögum og reglum sem gilda um áfengisauglýsingar á Íslandi.“ Þetta segir Haukur Örn Birgisson, forseti Golfsambands Íslands, aðspurður um gagnrýni sem beinist að sambandinu frá Foreldrasamtökum gegn áfengisauglýsingum. Foreldrasamtökin gagnrýna umgjörð Egils Gull mótsins sem haldið var um síðastliðna helgi. Mótið er ætlað fullorðnum en ungmenni geta unnið sér þar inn þátttökurétt. Mótið er styrkt af Ölgerðinni sem framleiðir meðal annars Egils Gull, bjór og léttbjór. Öll umgjörð mótsins var tileinkuð Egils Gulli og samkvæmt Foreldrasamtökunum var um áfengisauglýsingu að ræða. En samkvæmt lögum eru hvers konar auglýsingar á áfengi og einstökum áfengistegundum bannaðar á Íslandi. Foreldrasamtökin segja umgjörðina óboðlega og ekki í takt við uppeldis- og forvarnarmarkmið íþróttahreyfingarinnar. Einnig segja þau Golfsambandið brjóta lög um rétt barna og ungmenna til þess að vera laus við áfengisáróður og vísa til 20. greinar áfengislaga. Haukur segir GSÍ og Ölgerðina fara eftir þeim lögum og reglum sem ríkja á Íslandi og segir auglýsingunum ekki beint að börnum. „Mótið er ekki ætlað börnum og unglingum, þetta er fullorðinsmót. Ungmennum er ekki bönnuð þátttaka í mótinu en auglýsingum er ekki beint að þeim,“ segir Haukur. Sigurvegari mótsins í karlaflokki var sextán ára gamall piltur en í kvennaflokki var það átján ára stúlka. Á heimasíðu GSÍ má sjá ljósmynd af sigurvegurunum með blaktandi Egils Gull fána í baksýn. Á fánanum standa slagorðin „Okkar tími – okkar bjór“. Eins og gefur að skilja er hvorugt sigurvegaranna með aldur til þess að kaupa áfengi og telst pilturinn enn vera barn. Haukur segir ekkert athugavert við það að auglýsa Gull á íþróttamóti þar sem börn eru þátttakendur eða að taka mynd af ungmennunum við fánann. „Þau eru sigurvegarar í mótinu og eðlilegt er að tekin sé mynd af þeim með samstarfsaðilann í baksýn. Uppfylli samstarfsaðilinn skilyrðin sem lögin setja um merkingar í slíkum auglýsingum þá sé ég ekkert athugavert við það. Samkvæmt lögum er ekki um bjór að ræða,“ segir Haukur.
Áfengi og tóbak Birtist í Fréttablaðinu Börn og uppeldi Golf Mest lesið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Erlent Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Erlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Fleiri fréttir Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Snjóflóðahætta á Vestfjörðum og frumsýning Yermu Holtavörðuheiðinni lokað aftur í kvöld Sjá meira