Forstjóri Instagram segir upplifun Selenu Gomez af forritinu ekki sambærilega upplifun annarra Sylvía Hall skrifar 19. júní 2019 14:46 Selena Gomez segir Instagram auka vanlíðan sína. Vísir/Getty Adam Mosseri, forstjóri Instagram, segir fyrirtækið fagna öllum ábendingum um hvernig sé hægt að bæta upplifun notenda. Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. Þetta kemur fram í viðtali við Mosseri á BBC þar sem hann var spurður út í ummæli Gomez. Gomez var lengi vel sá notandi sem átti flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum en situr nú í þriðja sæti með 152 milljónir fylgjenda, á eftir söngkonunni Ariönu Grande og knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo. „[Instagram] lét mér líða illa með sjálfa mig og horfa á líkama minn öðruvísi,“ sagði Gomez í viðtali við Ryan Secrest nú á dögunum. Hún sagðist hafa eytt forritinu úr símanum sínum og hefur hún áður sagst gera það reglulega.Sjá einnig: Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Mosseri segist hafa verið vonsvikinn þegar hann heyrði af ummælum Gomez en upplifun hennar sé ekki sambærileg upplifun hins venjulega notanda þar sem hún væri með yfir hundrað milljón fylgjendur. Það væri allt annar heimur en sá sem venjulegir notendur upplifa. Hann segir Instagram þó vinna sífellt að því að bæta upplifun notenda og nefnir þar til að mynda áætlun Instagram um að gera „like“ leynileg svo fólk sé ekki í stöðugum samanburði við aðra notendur. „Þau tól sem við þurfum að þróa fyrir fimmtán ára stráka eða fjórtán ára stelpur eru mjög ólík,“ segir Mosseri.Adam Mosseri.Vísir/GettyEinelti stærra vandamál en Instagram Mosseri segir það oft gleymast í umræðunni um einelti að það hafi verið til í langan tíma, löngu fyrir tilkomu Instagram. Vandamálið sé því mun stærra en þessi eini miðill en öll gagnrýni sé þó jákvæð til þess að bæta Instagram. „Það er ekki oft þægilegt fyrir okkur að vera gagnrýnd svo opinberlega og að öll okkar mistök skuli vera á almannafæri en í grunninn held ég að það sé heilbrigt,“ segir Mosseri. Hann segir fyrirtækið almennt bregðast hratt við gagnrýni og reyna að gera sitt besta. Hann nefnir þar til dæmis myndir sem fólk birtir af sjálfskaðandi hegðun en fyrirtækið hefur verið verulega gagnrýnt fyrir aðgerðarleysi í þeim efnum. Hann segir stigsmun vera á milli slíkra mynda og því fleiri skoðanir sem færsla hefur, því fljótari er fyrirtækið að bregðast við og fjarlægja hana. „Mynd sem er um sjálfskaða er til að mynda mun meira forgangsmál hjá okkur en mynd sem inniheldur einungis nekt.“ Of lítið einblínt á jákvæðu hliðar samfélagsmiðla Mosseri tók fyrir forstjórastöðunni á síðasta ári og segir fyrirtækið hafa lært mikið á þeim níu árum sem það hefur verið starfandi. Mikill lærdómur hafi verið dreginn af bæði jákvæðu og neikvæðu hliðum þess að tengja fólk saman. „Það er margt jákvætt sem kemur út úr því að tengja fólk saman. Þegar við byrjuðum einblíndum við á það jákvæða og ég trúi enn á það,“ segir Mosseri sem bætti þó við að fyrirtækið hefði ekki hugsað nóg um neikvæðar hliðar þess. „Við einblíndum of lítið á neikvæðu hliðar þess að tengja fólk saman. Tækni er ekki góð né slæm – hún bara er.“ Hann segir samfélagsmiðla vera þess eðlis að þeir magna upp bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar alls og því sé mikilvægt að fyrirtækið sé á tánum og grípi það neikvæða sem komi upp. Hann segist þá vera tilbúinn til þess að heyra í Selenu Gomez og ræða við hana um hvað mætti betur fara. „Ef það er eitthvað ákveðið sem hún telur virka eða ekki vera að virka á miðlinum væri gott að heyra í henni,“ segir Mosseri. Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Söngkonan segist vera heltekin yfir neikvæðu athugasemdunum á samfélagsmiðlinum. 23. mars 2017 12:00 Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Selena á átta af tíu vinsælustu myndunum á Instagram þetta árið. 2. desember 2016 09:00 Selena Gomez snýr aftur á Instagram Eftir að hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum og sviðsljósinu seinustu mánuði er Selena mætt aftur. 25. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Adam Mosseri, forstjóri Instagram, segir fyrirtækið fagna öllum ábendingum um hvernig sé hægt að bæta upplifun notenda. Neikvæð áhrif Instagram hafa verið mikið í umræðunni, sérstaklega eftir að stórstjarnan Selena Gomez tilkynnti að hún hefði eytt forritinu úr símanum sínum. Þetta kemur fram í viðtali við Mosseri á BBC þar sem hann var spurður út í ummæli Gomez. Gomez var lengi vel sá notandi sem átti flesta fylgjendur á samfélagsmiðlinum en situr nú í þriðja sæti með 152 milljónir fylgjenda, á eftir söngkonunni Ariönu Grande og knattspyrnumanninum Cristiano Ronaldo. „[Instagram] lét mér líða illa með sjálfa mig og horfa á líkama minn öðruvísi,“ sagði Gomez í viðtali við Ryan Secrest nú á dögunum. Hún sagðist hafa eytt forritinu úr símanum sínum og hefur hún áður sagst gera það reglulega.Sjá einnig: Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Mosseri segist hafa verið vonsvikinn þegar hann heyrði af ummælum Gomez en upplifun hennar sé ekki sambærileg upplifun hins venjulega notanda þar sem hún væri með yfir hundrað milljón fylgjendur. Það væri allt annar heimur en sá sem venjulegir notendur upplifa. Hann segir Instagram þó vinna sífellt að því að bæta upplifun notenda og nefnir þar til að mynda áætlun Instagram um að gera „like“ leynileg svo fólk sé ekki í stöðugum samanburði við aðra notendur. „Þau tól sem við þurfum að þróa fyrir fimmtán ára stráka eða fjórtán ára stelpur eru mjög ólík,“ segir Mosseri.Adam Mosseri.Vísir/GettyEinelti stærra vandamál en Instagram Mosseri segir það oft gleymast í umræðunni um einelti að það hafi verið til í langan tíma, löngu fyrir tilkomu Instagram. Vandamálið sé því mun stærra en þessi eini miðill en öll gagnrýni sé þó jákvæð til þess að bæta Instagram. „Það er ekki oft þægilegt fyrir okkur að vera gagnrýnd svo opinberlega og að öll okkar mistök skuli vera á almannafæri en í grunninn held ég að það sé heilbrigt,“ segir Mosseri. Hann segir fyrirtækið almennt bregðast hratt við gagnrýni og reyna að gera sitt besta. Hann nefnir þar til dæmis myndir sem fólk birtir af sjálfskaðandi hegðun en fyrirtækið hefur verið verulega gagnrýnt fyrir aðgerðarleysi í þeim efnum. Hann segir stigsmun vera á milli slíkra mynda og því fleiri skoðanir sem færsla hefur, því fljótari er fyrirtækið að bregðast við og fjarlægja hana. „Mynd sem er um sjálfskaða er til að mynda mun meira forgangsmál hjá okkur en mynd sem inniheldur einungis nekt.“ Of lítið einblínt á jákvæðu hliðar samfélagsmiðla Mosseri tók fyrir forstjórastöðunni á síðasta ári og segir fyrirtækið hafa lært mikið á þeim níu árum sem það hefur verið starfandi. Mikill lærdómur hafi verið dreginn af bæði jákvæðu og neikvæðu hliðum þess að tengja fólk saman. „Það er margt jákvætt sem kemur út úr því að tengja fólk saman. Þegar við byrjuðum einblíndum við á það jákvæða og ég trúi enn á það,“ segir Mosseri sem bætti þó við að fyrirtækið hefði ekki hugsað nóg um neikvæðar hliðar þess. „Við einblíndum of lítið á neikvæðu hliðar þess að tengja fólk saman. Tækni er ekki góð né slæm – hún bara er.“ Hann segir samfélagsmiðla vera þess eðlis að þeir magna upp bæði jákvæðar og neikvæðar hliðar alls og því sé mikilvægt að fyrirtækið sé á tánum og grípi það neikvæða sem komi upp. Hann segist þá vera tilbúinn til þess að heyra í Selenu Gomez og ræða við hana um hvað mætti betur fara. „Ef það er eitthvað ákveðið sem hún telur virka eða ekki vera að virka á miðlinum væri gott að heyra í henni,“ segir Mosseri.
Hollywood Samfélagsmiðlar Tengdar fréttir Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30 Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Söngkonan segist vera heltekin yfir neikvæðu athugasemdunum á samfélagsmiðlinum. 23. mars 2017 12:00 Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Selena á átta af tíu vinsælustu myndunum á Instagram þetta árið. 2. desember 2016 09:00 Selena Gomez snýr aftur á Instagram Eftir að hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum og sviðsljósinu seinustu mánuði er Selena mætt aftur. 25. nóvember 2016 14:30 Mest lesið Hristir hausinn yfir fyrra líferni Lífið Þetta eru bestu lög 21. aldarinnar Tónlist „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Lífið Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú Lífið „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Lífið „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ Lífið Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn Lífið Léti aldrei sjá sig í ökklasokkum Tíska og hönnun Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg Lífið „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Lífið Fleiri fréttir „Vó þetta er geggjað, en svo hélt ég bara áfram með daginn“ Hristir hausinn yfir fyrra líferni Heiður Ósk og Davíð keyptu parhús í Hafnarfirði Hamingja í hverjum munnbita „Hitti Rúrik Gíslason einu sinni í bókabúð og Herra Hnetusmjör nokkrum sinnum“ „Ef þú kemur hingað og ferð að brjóta lög þá áttu ekkert erindi hér“ Skrýtin skilaboð að þurfa að sækja fundi til að vera edrú „Þetta er virkilega fallegt samfélag“ Eigendur Tripical keyptu glæsihæð við Nesveg „Það að missa hann hefur líklega mótað mig hvað mest“ Tindatríóið híft upp en Anna Sigga enn föst Britney deildi myndbandi af Yrsu að fá gleraugu í fyrsta sinn „Dreymir um að geta haft jákvæð áhrif á líf annarra“ „Öðruvísi að vera þarna megin við borðið“ í baráttu við krabbann Sjáðu-hjónin kunna að halda partý Tilkynnti dauða Trés lífsins með brókarmynd Sjónlýsing í fyrsta sinn „Fötlun fyrir marga að vera með lítið typpi“ Karen og Hjalti orðin tveggja barna foreldrar Fullkominn brúðkaupsdagur í frönskum kastala Play gjaldþrota: Hvað geta Laufey og Viagra kennt okkur? Dauðlangar í kynlífsdúkku en óttast álit annarra Fagnar gagnrýni á „rasshausa-ummæli“ sín Silja Rós og Magnús eiga von á dreng Andri og Anne selja í Fossvogi Ljúffeng gulrótarkaka í morgunmat „Þetta fólk myndi ekki rata í Víkina með Google Maps“ Fór á skeljarnar eftir siglingu um Miðjarðarhafið Maður geti þurft að díla við „konu sem er á túr“ og í vondu skapi „Mikilvægt að íslenskt samfélag virði alla sem Íslendinga“ Sjá meira
Beyoncé, Ronaldo og Selena áttu Instagram árið 2017 Þessi þrjú eiga þær myndir sem var mest líkað við á samfélagsmiðlinum á árinu sem er að líða. 12. desember 2017 20:30
Selena Gomez eyðir Instagram í hverri viku Söngkonan segist vera heltekin yfir neikvæðu athugasemdunum á samfélagsmiðlinum. 23. mars 2017 12:00
Selena Gomez var langvinsælust á Instagram árið 2016 Selena á átta af tíu vinsælustu myndunum á Instagram þetta árið. 2. desember 2016 09:00
Selena Gomez snýr aftur á Instagram Eftir að hafa haldið sig frá samfélagsmiðlum og sviðsljósinu seinustu mánuði er Selena mætt aftur. 25. nóvember 2016 14:30