Bókanir á sumum hótelum jafnvel ívið betri en í fyrra Kristján Már Unnarsson skrifar 18. júní 2019 22:51 Anna Huld Óskarsdóttir, hótelstjóri á Hótel Kötlu á Höfðabrekku, austan Víkur. Stöð 2/Einar Árnason. Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr syðstu sveit landsins. Eftir fall Wow-air spáðu margir jafnvel hruni í ferðaþjónustunni. Menn eru ekki að skynja slíkt í Mýrdalshreppi, sveitinni þar sem Dyrhólaey og ströndin við Reynisdranga draga að ferðamenn. Einn rótgrónasti gististaður sveitarinnar er austan Víkur, á Höfðabrekku, sem nú heitir Hótel Katla. Þar segist hótelstjórinn Anna Huld Óskarsdóttir ekki sjá neinn samdrátt. „Miðað við síðasta sumar þá erum við bara með mjög svipaða eða sambærilega bókunarstöðu, jafnvel ívið betri yfir hásumarið. Og til dæmis febrúar og mars núna voru algerlega frábærir,“ segir Anna Huld.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, hótelstjórar á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal er með flest gistiherbergi í hreppnum. Eigendurnir Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon bera sig vel. „Við finnum aðeins svona slaka. Það er ekki neitt slæmt en það er aðeins minna,“ segir Steinþór. -Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Nei, nei, ekki í bili,“ svarar Steinþór. „Ég hef engar áhyggjur,“ svarar Margrét. Framboð á gistirými hefur aukist verulega í Vík og nágrenni. „Þó að það hafi bæst við til dæmis hér á svæðinu bara frá því í júlí í fyrra yfir tvöhundruð uppbúin rúm, í framboði fyrir ferðamenn, þá erum við samt að sjá sama fjölda,“ segir Anna Huld.Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir framan við Veitingahúsið Suður-Vík í Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Matsölustöðum hefur einnig fjölgað á svæðinu. Systkinin Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir eiga Veitingahúsið Suður-Vík. „Þetta var ekkert frábært vor en það lítur vel út í sumar,“ segir Þorgerður. „Það hökti eitthvað þegar Wow fór, það var klárt mál. En.., nei, þetta lítur vel út sko,“ segir Óðinn. Þegar spurt er hvort hátt verðlag fæli ferðamenn frá segir Anna Huld að það hafi sennilega leitt til þess að í fyrrasumar sáust færri Mið-Evrópubúar. „En þeir eru að koma aftur. Af því að Þjóðverjar til dæmis, það er bara mjög rík hefð fyrir því að Þjóðverjar heimsæki Ísland. Þjóðverjar eru almennt mjög hrifnir af Íslandi. Og þeir eru að koma núna í auknum mæli aftur til okkar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2: Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Ferðaþjónustuaðilar í Mýrdalshreppi segja sumarið líta vel út og bókanir hjá sumum hótelum eru ívið betri en í fyrra, þrátt fyrir aukið framboð bæði á gistirými og veitingastöðum. Þetta kom fram í frétt Stöðvar 2 úr syðstu sveit landsins. Eftir fall Wow-air spáðu margir jafnvel hruni í ferðaþjónustunni. Menn eru ekki að skynja slíkt í Mýrdalshreppi, sveitinni þar sem Dyrhólaey og ströndin við Reynisdranga draga að ferðamenn. Einn rótgrónasti gististaður sveitarinnar er austan Víkur, á Höfðabrekku, sem nú heitir Hótel Katla. Þar segist hótelstjórinn Anna Huld Óskarsdóttir ekki sjá neinn samdrátt. „Miðað við síðasta sumar þá erum við bara með mjög svipaða eða sambærilega bókunarstöðu, jafnvel ívið betri yfir hásumarið. Og til dæmis febrúar og mars núna voru algerlega frábærir,“ segir Anna Huld.Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon, hótelstjórar á Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Hótel Dyrhólaey á Brekkum í Mýrdal er með flest gistiherbergi í hreppnum. Eigendurnir Margrét Ebba Harðardóttir og Steinþór Vigfússon bera sig vel. „Við finnum aðeins svona slaka. Það er ekki neitt slæmt en það er aðeins minna,“ segir Steinþór. -Er það eitthvað til að hafa áhyggjur af? „Nei, nei, ekki í bili,“ svarar Steinþór. „Ég hef engar áhyggjur,“ svarar Margrét. Framboð á gistirými hefur aukist verulega í Vík og nágrenni. „Þó að það hafi bæst við til dæmis hér á svæðinu bara frá því í júlí í fyrra yfir tvöhundruð uppbúin rúm, í framboði fyrir ferðamenn, þá erum við samt að sjá sama fjölda,“ segir Anna Huld.Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir framan við Veitingahúsið Suður-Vík í Vík í Mýrdal.Stöð 2/Einar Árnason.Matsölustöðum hefur einnig fjölgað á svæðinu. Systkinin Óðinn Gíslason og Þorgerður Hlín Gísladóttir eiga Veitingahúsið Suður-Vík. „Þetta var ekkert frábært vor en það lítur vel út í sumar,“ segir Þorgerður. „Það hökti eitthvað þegar Wow fór, það var klárt mál. En.., nei, þetta lítur vel út sko,“ segir Óðinn. Þegar spurt er hvort hátt verðlag fæli ferðamenn frá segir Anna Huld að það hafi sennilega leitt til þess að í fyrrasumar sáust færri Mið-Evrópubúar. „En þeir eru að koma aftur. Af því að Þjóðverjar til dæmis, það er bara mjög rík hefð fyrir því að Þjóðverjar heimsæki Ísland. Þjóðverjar eru almennt mjög hrifnir af Íslandi. Og þeir eru að koma núna í auknum mæli aftur til okkar.“ Hér má sjá frétt Stöðvar 2:
Ferðamennska á Íslandi Mýrdalshreppur Tengdar fréttir Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10 Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45 Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59 Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14 Mest lesið Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Innlent Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Innlent Samgönguráðherrann lést daginn sem Pútín rak hann Erlent Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn Innlent Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Innlent Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Innlent „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Innlent Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Innlent „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Innlent Fleiri fréttir Öll tölfræði um málþófið á einum stað: Íslandsmet á næsta sólarhring „Þetta er bara hálfkák og ekkert annað“ Skiltið hluti af stærra vandamáli sem dragi úr lífsgæðum Spyr hvort berja megi blaðamenn í ljósi sýknudómsins Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Fjársvelt geðheilbrigðisúrræði og boltaleikjabann „Kemur ekki til greina að fresta þessu máli“ Fimm grunuð um að ráðast á mann sem kom öðrum til bjargar Þrír milljarðar til viðbótar í viðhald vega Sjö ára dómur fyrir að stinga tvo: Hittu árásarmanninn í fyrsta skipti þessa nýársnótt Vill vindorkuver í Garpsdal og breytir tillögu stjórnar Tugir með magapínu eftir þríþraut við Laugarvatn „Við erum með háskólakerfi sem er fjármagnað undir OECD meðaltali“ Rembihnútur á þinginu en örþrifaráð ekki til umræðu Ákvörðun saksóknara sendi undarleg skilaboð Þinglok ekki í augnsýn og háskólarnir undirfjármagnaðir Grunaðir um að stinga mann í rassinn að tilefnislausu Ný kort sýna hvernig almyrkvinn verður á Íslandi Bandarískur kjarnorkukafbátur í heimsókn Formenn þingflokka halda spilunum þétt að sér Skjálfti upp á 3,4 í morgun á Suðurlandi Ekki efni til að ákæra þá sem fötluð kona var látin hafa samræði við Hiti nær 22 stigum fyrir austan Fjarlægðu „óvelkominn aðila“ af öldrunarheimili Rak í rogastans þegar hann las viðtalið við Bubba Árbæingar áhyggjufullir vegna umdeildra framkvæmda Aldrei séð annan eins hraðakstur eftir þrjátíu ár í lögreglunni Metfjöldi á biðlista og mögulega þarf að vísa frá Einstök litasamsetning á Prinsi Greifa Bíll í ljósum logum á Skaganum Sjá meira
Fyrirtæki úti á landi bjartsýnni Fyrirtæki á landsbyggðinni eru almennt bjartsýnni en fyrirtæki af höfuðborgarsvæðinu. 13. júní 2019 11:10
Samdrátturinn í ár gæti orðið tvöfalt meiri en spár gera ráð fyrir Samdrátturinn í ár gæti orðið rúmlega tvöfalt meiri en Seðlabankinn gerir ráð fyrir að sögn hagfræðings. Hann gerir ráð fyrir að haustmánuðirnir verði þungbærir fyrir íslensk heimili. 1. júní 2019 19:45
Næg eftirspurn eftir Íslandi en skortur á flugsætum Ferðamálastjóri telur að samdráttur í ferðaþjónustu á þessu ári verði meiri en spáð hefur verið eða um fimmtán til tuttugu prósent. Þetta muni helst koma niður á landsbyggðinni. Eftirspurn eftir Íslandsferðum sé ennþá mikil en ekki sé nægilegt framboð af flugsætum. 30. maí 2019 16:59
Ferðaþjónustan þarf að leita hagræðingarkosta vegna fækkunar ferðamanna Farþegaspá Isavia fyrir árið 2019, sem gerir ráð fyrir mikilli fækkun erlendra farþega til Íslands í ár, er í góðu samhengi við það sem Samtök Ferðaþjónustunnar hafa séð fyrir sér. Þetta segir framkvæmdastjóri SAF, Jóhannes Þór Skúlason í samtali við Vísi. 8. júní 2019 11:14
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent
Enn að jafna sig eftir stunguárás: „Þeir eru miklu yngri en réðu samt ekkert við 43 ára mann“ Innlent