Delevingne skrifaði „#Pride“ undir myndbandinu sem hún birti á Instagram á dögunum og regnbogatáknið og hjartatákið fengu einnig að fljóta með.
Ashley Benson er bandarísk leikkona sem þekktust er fyrir að fara með hlutverk Hönnu Marin í unglingaþáttaröðinni Pretty Little Liars.
Þrátt fyrir að parið hafi upphaflega ekki viljað að fjölmiðlar beindu kastljósi sínu að sambandinu herma heimildir E News að þær hafi búið saman um nokkurt skeið og að þetta sé fyrsta alvöru samband Bensons. Hún hafi aldrei verið jafn hamingjusöm og nú.
„Þær sýna hvor annarri skilning, stuðning og mikla ástúð,“ segir heimildarmaður E News.
„Þær bara gera allt þetta venjulega, fá sér kaffi saman, fara út að ganga með hundinn og fara í bíó. Þær elska líka að vera mikið heima og slappa af. Þær eru ótrúlega sætar saman. Þær eru alltaf að gera eitthvað fallegt hvor fyrir aðra.“
#PRIDE @ashleybensonView this post on Instagram
A post shared by Cara Delevingne (@caradelevingne) on Jun 14, 2019 at 6:01pm PDT